Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 64

Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 64
ERLENT Glasnost í ríki og kirkju. Kirkjan í grasrótinni veitir fólki skjól, sem hungrar og þyrstir í frelsi og mannréttindi. Myndin er tekin í Austur-Þýskalandi af kveðjuguðsþjónustu á evangeliska kirkjudeginum í júní í fyrra. VIÐ FYLGJUMST MEÐ, GERIR ÞÚ ÞAÐ? Ágæti lesandi auglýsing þessi er til aö gera þér grein fyrir því helsta sem hefur verið að gerast hjá okkur að undanförnu og nýjungum í tækjakosti sem bjóða upp á enn fjölbreyttari, vandaðri og hraðari þjónustu en áður. Þar ber helst að nefna nýtt tölvukerfi, Intellipress, sem gerir kleift að tölvusetja og útlitsteikna fyrir offsetfjölritun á miklu hraðvirkari hátt en áöur. Sérstaklega hentar þetta kerfi vel þeim sem vinna texta með ritvinnslukerfi. Við tökum við disklingnum og sjáum svo um það sem eftir er; letursetningu, útlit, umbrot, offsetfjölritun, brot, samröðun, skurð, límingu og loks bókbandsvinnu að þínum óskum -allt með hraðanum sem við erum þekktust fyrir. Þaðkemurþér eflaust á óvart, hversu mikið hægt er að offsetfjölrita í stað !>ess aö prenta. Tíma- og jársparnaður er með ólíkindum og þegar hægt er að fá alla vinnsluna frá upphafi til enda á einum og sama staðnum, -þá er hagræðið verulegt. Helstu ritvinnslur og forrit sem við tökum við gögnum frá af disklingum. WordPerfect, Ms-Word, WordStar, Symphony, DisplayWrite ofl. Grafík: Gem, AutoCad, MacPaint, PcPaintbrush, Lotus ofl. ofl. Hjá Stensli hf. bjóðum viófram krafta okkar, glæsilegan tækjakost og áralanga reynslu ífaginu. Við veitum þér allar nánari upplýsingari Síma: 24250 -STEnSILL. Nóatúni 17,105 Reykjavík, sími.: 24250. eða pólitíska afstöðu hefur kirkjan haldið dyrum sínum opnum fyrir öllum þeim sem á einhvern hátt eru í nauðum staddir, einnig þeim sem gengur illa að halda sig innan þeirra marka sem stjórnvöld setja. Þar hefur fólk í æ ríkara mæli komið sam- an til að ræða þau málefni sem annars var ekki hægt að ræða nema í þröngum og örugg- um vinahópi. Málefni sem snerta umhverfis- vernd, herskyldu, ferðafrelsi, uppeldismál, hið opinbera tvöfalda siðgæði í samfélaginu og fleira og fleira, hluti sem snerta almennt og daglegt líf fólks, einkum gagnrýnins ungs fólks. Vissulega var og er þetta unga fólk misjafnlega vongott um að því endist aldur, kraftur og kannski helst þolgæði til að upp- lifa drauma sína um frjálsara líf. Sumir vildu helst yfirgefa landið strax og horfa löngunarfullum augum vestur yfir múr þar sem einnig þegnarnir njóta ákveðinna réttinda til eigin ákvarðana um líf sitt. Par sem einnig þegnarnir geta ákært stjórnendur ríkisins fyrir órétt eða illa unnin störf en ekki einungis stjórnvöld þegna sína. En það sem þetta unga fólk ekki síst sér ofsjónum yfir eru þeir möguleikar sem íbúar Vestur-Þýska- lands og annarra vestrænna ríkja búa við til að ferðast, framkvæma hugmyndir sínar þótt þær séu á skjön við ríkjandi hefðir og gera tilraunir með önnur form samvinnu og sam- lífs en reglur stjórnvalda gera ráð fyrir. Pessi hreyfing eða öllu heldur smáhópar minna um margt á hippahreyfinguna og síðar 68- hreyfinguna svokölluðu í Ameríku og Evrópu fyrir tveimur áratugum. Pótt hópur þeirra sem búnir eru að fá sig fullsadda af rammgerðu reglusamfélagi Al- þýðulýðveldisins sé vissulega stór, og myndi jafnvel meirihluta þeirra nýju kirkjugesta sem á undanförnum árum hafa uppgötvað kirkjuna, þá er hinn hópurinn ekki síður stór og fer vaxandi sem lítur á kirkjuna m.a. sem vettvang til að skiptast á skoðunum og setja fram kröfur um breytingar á samfélaginu innan sósíalismans. Það er rétt að taka fram að hvorugur þessara hópa, sem ég hef kallað svo, mynda einhvers konar einhuga fylk- ingu. Lýðveldisleiðir þegnar eru á öllum aldri og úr öllum stéttum. Umbótasinnar eru yfirleitt ungt fólk sem ýmist kennir sig við friðar- og mannréttindamál, umhverfisvernd eða vill einfaldlega fá að vera í friði, án íhlut- unar ríkisins. Mannréttinda og erfísmál Fyrir um það bil ári var innan Zionsafnað- arins í hverfinu Prenslau í Austur-Berlín komið á fót svokölluðu umhverfisbókasafni þar sem safnað var saman upplýsingum um mengun, umhverfisvernd og friðarmál. Bókasafnið gaf einnig út umhverfismála- blöðunga um umhverfisvernd jafnt í heima- húsum sem í orku- og iðnaðarframleiðslu. Einnig fékk óháður félagsskapur um inannréttindamál aðstöðu á bókasafninu til útgáfu lítils tímarits „A mörkunum" sem undanfarin tvö ár hefur komið út nokkuð reglulega á mánaðarfresti. Tímarit þetta fjallar um friðar- og mannréttindamál og að- gerðir í þágu þessara málefna bæði innan- lands og utan. Þar birtast fréttir af störfum grasrótarhreyfinga í öðrum löndum, auðvit- að einkum austantjaldslöndum, eins og t.d. af fyrsta opinbera sameiginlega fundi gras- rótarhreyfinga í Sovétríkjunum sem var haldinn í Moskvu á síðasta ári. 64

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.