Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 72

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 72
ERLENT Svíþjóð Tveggja ára gamalt vitni... Hversu mikið mark skal taka á orðum tveggja ára barns? Nægja þau til að senda menn í margra ára fangelsi? Þessum atriðum velta margir Svíar fyrir sér þessa dagana þegar yfir standa réttarhöld í morðmáli þar sem úrslit velta að stórum hluta á mati réttar- ins á framburði tveggja ára telpu. Raunar er mál þetta allt með miklum ólík- indum. Upphaf þess má rekja til sumarsins 1984. Þann 18. júlí það sumar var tilkynnt til Stokkhólmslögreglunnar að verið væri að fremja innbrot við Upplandsgötu. Nánari at- hugun leiddi í ljós að þeir er þar voru að verki voru í lögmætum erindagjörðum. En annar þeirra notaði tækifærið úr því lögreglan var nú þarna og benti þeim á að í Karls- berggarðinum lægju tveir svartir plastpokar og væri af þeim hin versta ólykt. Ef til vill væri þar rotnandi dýr. Lögreglan ók þangað og leit í pokana. Síðan var snarlega beðið um aðstoð. í pokunum voru sundurbútaðar lfk- amsleifar. Tveim vikum síðar fundust fleiri hlutar líksins en höfuðið er þó ófundið enn. Fingraför leiddu í ljós að hér var um að ræða lík 27 ára kvenmanns, Catrine da Costa. Vit- að er að hún var heróínneytandi og vændis- kona. Hún sást síðast á lífi 9. júní 1984, dag- inn fyrir hvítasunnu. Kvöldið áður hafði hún fengið upphringingu, trúlega frá viðskipta- vini. Fljótlega féll grunur á mann sem starfaði við krufningar á réttarlæknisstöð skammt frá þeim stað er seinni líkfundurinn átti sér stað. Líkið hafði ljóslega verið bútað af manni með þekkingu á líffærafræði og krufningu en jafnframt virtist svo sem viðkomandi hefði reynt að dylja þessa þekkingu. Hinn grunaði hafði sjálfur aðstoðað við krufningu da Costa og að sögn samstarfsmanna hegðað sér undarlega. Maðurinn var handtekinn hinn þriðja desember en sleppt fjórum dög- um síðar þar sem sannanir voru ekki fyrir hendi og hann neitaði öllum ákærum. Þá um haustið setti kona nokkur sig í sam- band við félagsmálastofnun í Stokkhólmi og segir frá þeim grun að tæplega tveggja ára dóttir hennar hafi verið misnotuð kynferðis- lega af föðurnum, þrjátíu og fimm ára göml- um læknastúdent. Engir líkamlegir áverkar fundust þó á barninu og lítið unnt að gera. Við yfirheyrslurnar kom frarn að hinn grun- aði líkskurðarmaður og læknaneminn eru góðir vinir. Frásagnir eða athugasemdir barnsins urðu til þess að lögreglan endur- skoðaði hugmyndir sínar. Barnið sagði meðal annars: „Þeir boruðu og boruðu. Þeir boruðu af höfuðið. Pabbi og X. Þeir tóku höfuðið af og hentu því í rusla- körfuna". Barnið kannaðist einnig við mynd af da Costa í dagblaði og sagðist hafa hitt konu, sem héti Catrine. Hin nýja kenning lögreglunnar var því sú að vinirnir hafi í sam- vinnu myrt da Costa — bútað hana niður — og að dóttir læknanemans hafi horft upp á þennan viðbjóð. En á þessu stigi málsins gerist það svo að Palme er myrtur. Lögreglan fær allt of rnikið að gera og neyðist til að leggja málið til hlið- ar. Rúmu ári síðar gefst aftur færi á að sinna því og í október 1987 eru báðir mennirnir handteknir grunaðir um morðið á Catrinu da Costa. Báðir neita öllum ásökunum og segj- ast alls ekki hafa þekkt eða hitt da Costa. Utlitið var nú heldur dökkt fyrir ákærand- ann. Mjög ólíklegt var að það sem hann hafði í höndunum dygði til ákæru hvað þá heldur til sakfellingar. í næsta kafla þessarar undarlegu sögu er hringt frá framköllunarstofu í Stokkhólmi. Þar höfðu menn oft tekið að sér verkefni fyrir St. Görans sjúkrahúsið og Karólínsku stofnunina. Því þótti ekkert undarlegt við það er maður sem kynnti sig sem lækni lagði inn litfilmu sumarið 1984 og bað um skjóta afgreiðslu þar eð hann ynni að leynilegu verkefni. Filman var framkölluð og að sögn voru þar heldur ógeðfelldar myndir. Starfs- maður stofunnar var ekki í neinum vafa um að þær væru af bútuðu líki og svo til alveg viss um að um kvenmann væri að ræða. Hér þótti lögreglunni komin skýring á óeðlilegri hræðslu barnsins við ljósmyndara. Lækna- nemanum var stillt upp meðal níu annarra karla og að þeim séðum fullyrti starfsmaður- inn að læknaneminn og sá er lagði inn film- una væri einn og sami maður. Nú var lögð fram formleg ákæra en þó velktist það fyrir ákærandanum að ekki virt- ist unnt að sýna fram á að kryfjandinn hefði þekkt da Costa. En það vandamál leystist snarlega eftir að blöðin höfðu frá því skýrt. Þrjár manneskjur, þar á meðal tvær lögreglu- konur, gáfu sig fram og eru reiðubúnar að vitna að þau hafi séð kryfjandann og da Costa saman. Þann 22. janúar síðastliðinn hófust svo réttarhöldin. En hinu undarlega sjónarspili var langt í frá lokið. Við upphaf réttarhaldanna kom fram að mikilvæg sönn- unargögn hefðu horfið - og fundist aftur. Hér var um að ræða 7 segulbandsspólur með samtölum við litla barnið. Móðir þess hafði tekið þetta upp og skilað til lögreglunnar haustið 1985. Síðan hurfu spólurnar og það var ekki fyrr en skömmu fyrir réttarhöldin sem ákæruvaldið og verjendur fréttu af spól- unum. Lögreglan vill ekkert segja um það hvernig svona mikilvæg gögn geti horfið en líklegasta skýringin er einfaldlega sú að í öllum þeim hræringum er fylgdu í kjölfar morðsins á Palme hafi spólurnar gleymst í einhverri skúffu eða skáp. Réttarhöldunum hefur nú verið frestað um hríð svo tími gefist til að hlusta á spólurnar. Eins og áður sagði vekur þetta mál allt upp margar spurningar. I fyrsta lagi er ekki unnt að sanna að da Costa hafi verið myrt þar sem höfuðið finnst ekki. Það er líklegt að svo hafi verið en aðeins líklegt. Er unnt að dæma menn fyrir morð án þess öruggt sé að morð hafi verið framið? f öðru lagi hvflir ákæran að stærstum hluta á frásögn tveggja ára telpu og hversu mikið mark ber að taka á slíku? Þar að auki er það móðir barnsins sem miðl- ar reynslu þess og talar við barnið og þar eð annar ákærðra, læknaneminn, faðir barns- ins, liggur undir grun um sifjaspell gæti móð- irin, meðvitað eða ómeðvitað, hafa ýtt undir að barnið gæfi sem versta mynd af föður sínum. Einn fremsti sérfræðingur Svía í réttar- sögu, Erik Anners, hefur opinberlega varað mjög sterklega við að rétturinn byggi úr- skurð sinn á framburði barnsins. Telur hann að slíkt væri hættulegt fordæmi og minnir á að börn hafi ekki verið kvödd til að bera vitni síðan í galdraofsóknum miðalda og jafnvel þá hafi það í raun strítt gegn réttarreglum. Réttaröryggi sé stefnt í voða ef framburður svo ungra barna verði látinn ráða úrslitum mála. Öll er saga þessi hin furðulegasta og bíða menn framhalds réttarhaldanna og nið- urstöðu með miklum spenningi. Lundi Ingólfur V. Gíslason 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.