Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 16
INNLENT FYRIRTÍÐASPENNA: ER LAUSNIN FUNDIN? „Læknarnir álitu mig móðursjúka44 Guðbjörg Jóhannesdóttir segir frá píslargöngu sinni um heil- brigðiskerfið og hvernig hún vann bug á veikindum sínum. Vegna greinar í janúartölublaði Þjóðlífs um líðan reykvískra kvenna fyrir tíðir, kom á daginn að fjölmörgum konum virðist reynast mjög vel að taka reglulega inn blómafrjó- korn. Þær sem hafa látið til sín heyra í þessu sambandi, segja að einkenni, svo sem fyrir- tíðaspenna, verkir og truflun á hormóna- starfsemi hafi nánast horfið eftir reglulega inntöku blómafrjókorna í nokkrar vikur. Á ráðstefnu sem hérlendir dreifingaraðil- ar High Desert blómafrjókornanna héldu á dögunum, kom stór hópur fólks og tjáði sig um hver áhrif neyslan hefði á líkamlegt heilsufar, andlegt þrek og úthald. Niður- stöðurnar voru einkar jákvæðar og sem fyrr segir, ekki síst hjá þeim konum sem höfðu átt í erfiðleikum vegna tíða. Gefum fertugri konu, Guðbjörgu Jóhannesdóttur orðið: „Ég átti við veikindi að stríða í sambandi við blæðingar. Ég var alltaf með verki fyrir blæðingar sem ég var búin að hafa frá ungl- með barnsfæðingum og eftir því sem árin liðu. Síðan gerðist það fyrir u.þ.b. níu árum að ég fór að hafa heiftarlega verki tveimur dög- um áður en blæðingum lauk og þeir jukust alltaf og stóðu yfir næstu tíu daga. Ég leitaði mér lækninga, fór til kvensjúkdómalæknis og var meira og minna inni á sjúkrahúsi eða á stofunni hjá honum. Ég var skoðuð og síðan sett í speglun og mér var svo sagt að það væru blöðrur á leginu, sem mynduðu þessa verki og að það væri ósköp lítið hægt að gera. Ég var alls ekki sátt við þessa niðurstöðu og hélt því áfram að fara til míns kvensjúk- dómalæknis sem að endingu sendi mig til beinasérfræðings. Þetta var fyrir fimm árum. Þar var ég skoðuð í nokkuð langan tíma og út úr því kom að ég yrði einfaldlega að sætta mig við að vera svona, þangað til ég færi á breytingaskeiðið. Mér var látið í té verkjalyf- ið Lobac, sem var afskaplega deyfandi og ég varð gjörsamlega óvinnufær af, en ég varð að taka það inn, því annars lá ég bara öskrandi í rúminu. Ég var ennþá ósátt og missti trúna á lækna, því í hvert skipti sem ég kom til þeirra í vandræðum mínum fannst mér þeir álíta mig móðursjúka. Næst fór ég til svæðanuddara og byrjaði að taka inn náttúruvítamín og þannig fékk ég fljótlega bata, en aðeins tímabundinn. Ég varð að vera stöðugt í svæðanuddi tvisvar í viku, ef vel átti að vera. Á þessu tímabili eignaðist ég barn, en verkirnir löguðust ekki þrátt fyrir fullyrðing- ar í þá átt frá læknum. Þá byrjaði ég að taka inn hormónalyf sem gerði að verkum að ég hljóp öll upp í kýlum á andliti og líkama og endaði hjá fegrunarlækni, — ætlaði að láta skera þetta burt. Aftur fór ég til kvensjúkdómalæknisins sem benti mér á að þetta stafaði af hormóna- lyfjunum, svo ég hætti að taka þau. Svona gekk þetta fyrir sig, þar til svæða- nuddarinn benti mér á High Desert sem ég hef nú tekið inn í þrjú ár og hef haldið verkj- unum niðri á þann hátt. Ég er hætt í svæðanuddi og hef aðeins fundið lítillega fyrir verkjunum ef ég er mjög þreytt og spennt, en aldrei svo að ég þurfi nein verkjalyf. Nú hef ég ekki farið til kven- sjúkdómalæknis í tvö ár enda ekki haft ástæðu til.“ Fleiri konur tóku í sama streng og sögðust þess fullvissar, að eftir að hafa reynt án árangurs að fá bót við vanlíðan sinni vegna blæðinga, væru blómafrjókorn það sem dygði. Steinunn Ásmundsdóttir Nú finn ég ekki lengur til, segir Guðbjörg Jóhannesdóttir. Tók inn lyf, sótti heim kvensjúkdómalækni, sjúkrahús, beinasérfræðing, lýtalækni, svæðanuddara — án árangurs. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.