Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 73

Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 73
UPPELDISMÁL Hver er ábyrgð foreldra? Er það ekki merkilegt að íslenskir foreldrar skuli undantekningalítið sjá sér skylt og vera færir um að láta börnin sín sækja skóla. Meira að segja eftir að þau eru orðin ungling- ar. Þessi staðreynd verður enn merkilegri ef haft er í huga að viðhorf barna og foreldra til skóla eru ærið misjöfn. Allt frá því að vera afar jákvæð til þess að vera fjandsamleg. Á sama tíma treysta þessir sömu foreldrar sér ekki til að gera gildandi samkomulag við börnin sín um útivist, háttatíma eða einföld- ustu heimilisreglur. Hvernig er hægt að skýra þennan mun? Athugum nokkrar hugs- anlegar skýringar. Skólaganga er mikilvæg, af því menntun er lykillinn að framtíðinni. Gæti verið skýring varðandi sum börn og suma foreldra. En öðrum foreldrum finnst að skólinn mæti ekki nægilega vel þörfum barna sinna eða undirbúi þau á skynsamleg- an máta fyrir framtíðina (og oft með réttu). Engu að síður sjá þau um að börnin mæti. Skólaganga er skylda segja menn, um hana eru ákvæði í lögum. Er skýringanna að leita þar? En hvað þá með öll hin ákvæðin sem bundin eru í lög? Telja foreldrar að þau skipti minna máli hvað varðar velferð barna þeirra? Kannski. En eru foreldrar ekki óró- legir ef börnin eru einhversstaðar í reiðileysi, ofurseld þeim freistingum og hættum sem allt of mikið er af? Finnst foreldrum ekki óþægilegt ef börnin virða ekki þær húsreglur sem foreldrar hafa komið sér upp? Er þeim sama þótt börn þeirra mæti illa sofin og óhvíld í skólann? Ég held að hvað flest alla foreldra varðar sé óhætt að fullyrða að þeir hafi áhyggjur vegna alls þessa sem upp er talið en samt virðast allt of fáir foreldrar treysta sér til að gera nokkuð til að firra sig þeim áhyggjum. Og rök þeirra fyrir aðgerða- leysi eru margvísleg. Til dæmis: Þetta gengur yfir — vonandi kemst hann eða hún heil í gegnum þetta erfiða tímabil. Aðrir foreldrar telja beinlínis rangt að skipta sér af. Börnin verða að fá að læra af reynslunni. Ég man nú hvernig ég var sjálf eða sjálfur á þessum ár- um, er algengt viðkvæði. En víkjum aftur að þeim foreldrum sem hafa áhyggjur af útivist barna sinna og hvað þau eru að aðhafast en finnst þau vanmegn- ug. Ekki man ég til þess að hafa heyrt þessa foreldra í alvöru vitna í að það séu nú til lög og reglugerðir. Og þá held ég að komið sé að kjarna máls- ins. Foreldrar láta börn sín sækja skóla (með örfáum undantekningum) af því að þau vita, að geri þau það ekki, gerist eitthvað. Það verða viðbrögð af skólans hálfu. Lögunum er fylgt eftir (næstum undantekningalaust). Hvað önnur lög varðar eru aðgerðir stjórn- valda fálmkenndar og ómarkvissar og jafn- vel um það deilt hvort sum þessara laga séu skynsamleg. Ég hef þó ekki heyrt að fyrir liggi áætlanir að breyta þeim eða afnema þau. Er ekki von að foreldrar séu rugluð í hvað til þeirra friðar heyri? Höfundur bókarinnar sem ég gat um í síð- ustu grein minni, „Börn hraðans" (David Elkind), hefur einnig skrifað bók um ungl- ingsárin: „Fullvaxta en ekki í neinn stað að venda" (All Grown Up & No Place to Go). Þar fullyrðir hann að foreldrar séu í þann veginn að glutra niður einum mikilvægasta þættinum sem felist í hlutverki þeirra sem uppalenda en það er að handleiða með styrkri hendi unglinga sem eru að undirbúa sig undir að verða fullorðnir og ábyrgir fyrir sjálfum sér. Elkind segir að unglingar hafi þörf fyrir að litið sé á unglingsárin sem mikilvægan þroskatíma sem sé í eðli sínu ólíkur bernsk- unni og fullorðinsárunum. Hann segir að unglingar hafi glatað því eftirsóknarverða hlutverki að vera lærisveinn eða námsmey í víðum skilningi — þess í stað sé unglingum boðið upp á að gera tilraunir á sjálfum sér leiðsagnarlaust á eigin ábyrgð. Slíkar til- raunir hljóta að taka sinn toll. Hvort vanga- veltur þessa bandaríska manns hafa eitthvað að gera með kjör íslenskra unglinga skal hér ósagt látið en hitt er víst að íslenskir foreldr- ar standa afskaplega einir og óstuddir í hlut- verki sínu sem uppalendur. Umræða um uppeldishlutverkið er lítil og skilaboð frá stjórnvöldum beinlínis villandi. í næstu grein minni langar mig að víkja að nokkrum hugmyndum um hvernig foreldrar geti gegnt skyldu sinni og hvaða kröfur sé eðlilegt að gera til stjórnvalda í því sam- bandi. Bergþóra Gísladóttir (Höfundur er sérkennari að mennt og vinnur sem sérkennslufulltrúi á Frœðsluskrifstofu Vesturlands, Borgarnesi.) Nokkrar lagalegar vörður sem varða leið æskuáranna. Vísa þær veginn eða leiða þær á villustigu? Skylt að sækja skóla Óheimil útivist eftir kl. 22 að vetrarlagi. Óheimil útlvist eftir kl. 23 aö sumarlagl. Óheimil útivist eftir kl. 20 að vetrarlagi. Óheimil útivist eftir kl. 22 að sumarlagi. Óheimilt að taka ökupróf. Ekki fjárráða. Óheimilt að kjósa og ganga í hjónaband. Óheimilt fyrir stúlkur að starfa á skemmtistöðum. Óheimill aðg. að vínveitingahúsum. Ekki sakhæfur. Óheimilt að taka skellinöðrupróf Óheimilt að kaupa áfengi eða neyta þess. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.