Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 56
MENNING
Gísli Þór ásamt Kimon Friar í San Francisco 1986.
hinsvegar á stall með yogum og dulspeking-
um?
„Já, Kazantzakis samdi lengsta epíska ljóð
tuttugustu aldar. Hann kallaði það „Ódyss-
eifskviðu hina nýju“ og lýsti þar leit Ódyss-
eifs að guði. Kazantzakis leit svo á að andleg
uppljómum fælist í því að geta litið ofan í
hverskonar ginnungagöp án þess að blikna.
Samkvæmt þeirri skilgreiningu var Zorba
hinn uppljómaði maður. Alexis Zorba var
semsagt maður af holdi og blóði, vinur
Kazantzakis og samherji, sem hann síðan
goðfærði í skáldsögu. Það má segja að Zorba
hafi verið „hinn eilífi maður - án takmarks og
tilgangs“, djarftækur til kvenna og mikill
gleðimaður. Bhagwan Rajneesh greip þessa
hugmynd á lofti, rauk til og stofnaði keðju af
veitingahúsum sem öll bera heitið Zorba.
Zorbismi er lífsstíll andlegs nútímafólks sem
kallar ekki allt ömmu sína.“
Breyttust viðhorf þín til Kazantzakis eftir
að hafa sótt námskeið Kimon Friar, þýðanda
heimspekirita hans, í San Francisco?
„Einungis lítillega. Þegar ég kynnti mér
skáldsögur Kazantzakis í Grikklandi 1981, þá
gerði ég mér strax ljóst að þar var á ferð einn
mesti andans jöfur tuttugustu aldarinnar.
Kimon Friar færði góð rök fyrir því að leið
ljóðsins væri best til þess fallin að bjarga
Guði frá heimsku mannanna. Sjálfur er ég á
þeirri skoðun að kraftbirting guðdómsins
birtist ef til vill skýrast í ljóðrænum hending-
um sem ná að endurskapa þann veruleik sem
andleg biinda markaðsþjóðfélagsins hefur
skapað.“
Fingra
þrýstinudd
Gísli Þór hlaut réttindi til að stunda
olíunudd, japanskt fingraþrýstinudd,
punktanudd og svæðanudd frá einum
þekktasta nuddskóla Bandaríkjanna,
Acupressure Institute, fyrir einu ári.
Hann segir: „Það var ekki fyrr en ég tók
upp búsetu á hjúkkuheimavist, gjald-
þrota spítala Edgar Cayce á Virginia
Beach í Bandaríkjunum, að ég kynntist
fólki sem lifði alfarið af nuddi. Fremst-
ur í flokki atvinnunuddara var uppgjafa
sjómaður, Avram Levine, sem starfaði
á nuddstofu Edgar Cayce stofnunarinn-
ar. Hann bjó líka á hjúkkuheimavistinni
þannig að góð vinátta tókst með okkur.
Nemendur hans notuðu það nudd sem
Edgar Cayce hafði mælt með í dálestr-
um sínum. Ég var óspart notaður sem
tilraunadýr fyrir unga, ýtna nuddara,
þannig að áhugi vaknaði hjá mér á
nuddi sem starfsgrein."
Dýrlingar
Þú fjallar um hlutskipti andans manna í
skáldsögum þínum,, Kærleiksblóminu“ og
„Á bláþræði“. Sama þema liggur til grund-
vallar fræðilegri ritgerð þinni um byltingu
vitundarinnar. Hversvegna er þetta við-
fangsefni þér svo hugleikið?
„Raunveruleg andlegheit eru litin horn-
auga á Vesturlöndum og öll andleg reynsla
er álitin slæm fjárfesting í markaðsþjóðfélag-
inu, eða hugsanlega trúarleg bæklun. Geð-
læknastéttin tók í rauninni við af rannsókn-
arréttinum og heldur áfram að dæma menn
úr leik ef þeir upplifa heiminn „á annarlegan
hátt“. Eitt sinn fékk virðuleg nefnd sálfræð-
inga og geðlækna það hlutverk að sjúkdóms-
greina tilbúnar pesónur sem áttu að upplifa
heiminn einsog Jesú og Búddha. það var
ekki að sökum að spyrja; sá sem upplifði
heiminn einsog Jesú var yfirleitt álitinn geð-
klofi með ofsóknarbrjálæði. Geðlæknarnir
voru einnig samdóma í áliti sínu á Gautama
Búddha; hann átti að hafa þjáðst af manísku
þunglyndi. Mér finnst alveg tilvalið að fjalla
um upphafningu dauðra dýrlinga og niður-
lægingu nútímadýrlingsins í næsta húsi í
verkum mínum.“
Ertu með einhver verk í smíðum núna?
„Ég er með mörg járn í eldinum eins og
fyrri daginn. Sonic Arts, hljómplötuútgef-
andi í San Francisco, ætlar að nota tónsmíð
mína „Enchanted" á plötu með nýaldar-
trúðnum Dao Freitag, sem eitt sinn var í
slagtogi með píanóleikaranum George Win-
ston í hljómsveitinni Holy Smoke. Auk þess
mun samsuðufyrirtækið Troubador
Bandwagon gefa út snældur með ljóðatónlist
minni. Þarverð ég kynntur sem G.G. Gunn.
Mitt fyrsta verk eftir að ég kem til Kaliforníu
verða upptökur á söngleik sem nefnist
„Hearts“ og er byggður á sönglögum Leon-
ards Cohen. Ég tengi lög hans saman með
samtölum elskenda sem elda grátt silfur sam-
an.“
Skáldsagnagerðin er þó ekki alveg dottin
upp fyrir?
„Ekki alveg. Næsta skáldsaga mín,
„Guðsgeldingurinn“, mun endurlífga Óðin
alföður í gervi sonar iðjuhölds í uppsveitum
Borgarfjarðar. Faðir ástkonu hans geldir pilt
þegar hann kemur að þeim í rúminu. Þessi
ómannúðlegi verknaður opnar augu drengs-
ins fyrir fyrri holdgunum og alheimskærleik-
anum. Ég iða í skinninu eftir nægilegu næði
til að koma þessari hugsmíð á blað.“
Ólafur Engilbertsson.
56