Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 33
VIÐSKIPTI
Anna María Urbancic viðskiptafræðinemi, Bryndís Kristjánsdóttir ritstjóri Vikunnar
og Fríða Björnsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélags íslands.
(Myndir Björn Haraldsson)
Helga Ágústsdóttir og Guðrún Elíasdóttir við matarborðið.
að ávinna sér töluvert nafn innan tónlistar-
lífsins í Bandaríkjunum þegar hún skyndi-
lega varð fyrir smávægilegu slysi. Fyrir
venjulegan mann var þetta ekki svo mikið
slys en fyrir Lenu þýddi það endalok tónlist-
arferilsins. Hún gat ekki spilað lengur! En
hún var ekki á því að bugast; innritaði sig í
lagadeild Háskólans í Kentucky og útskrif-
aðist með toppeinkunnir. Önnur konan sem
dreif sig í að ljúka laganámi frá Háskólanum
í Kentucky. Þetta var árið 1917 og næstu árin
í lífi Lenu fóru í að ferðast um heiminn og
kynna fyrir konum sinn dýpsta draum; að
stofna BPW. Allsstaðar tóku konur henni
fegins hendi og að lokum leist henni svo á,
árið 1930, að nægilegt undirbúningsstarf
hefði verið unnið svo þá voru Alþjóðasam-
tök BPW stofnuð með pomp og prakt.
íslenska deildin var stofnuð 1980 og hefur
starfað stöðugt síðan. Höfuðstöðvarnar eru í
Reykjavík en í rauninni geta konur frá nær-
liggjandi byggðarlögum einnig sótt fundi.
Þeir eru haldnir mánaðarlega en við litum
einmitt inn á mjög sérstakan fund hjá konun-
um nú á dögunum.
Eins og myndirnar bera með sér var yfir-
bragð fundarins hátíðlegt. Hófleg lýsing og
síld að hætti hússins auk ljúffengrar kæfu
kokksins gæddu kvöldið sefjandi þokka og
ró.
Tómas Tómasson
Patrick Siiskind
ILMURINN - Saga af morðingja
„Þessi saga hins viðbjóðslega snillings er sögð á hráan,
myndauðugan og grimmilegan hátt. Efni hennar er
andstyggilegt í sjálfu sér. En vegna þess hvílíkum
listatökum höfundur grípur það og heldur allt til
síðustu orða hlýtur þessi bók að teljast til meiri háttar
bókmenn ta viðburða. ‘ ‘
MORGUNBLAÐIÐ / Jóhanna Kristjónsdóttir
„Þessi litríka og lyktsterka saga, hlaðin táknum tímans
og mögnuð lævísri spennu, er sögð í klassískri epískri
frásögn af næmum sögumanni sem smýgur inn í allt
Og alla.“ HELGARPÓSTURINN / Sigurður Hróarsson
„...skulu menn ekki halda að Patrick Siiskind hafi
barasta skrifað útsmoginn reyfara - hér hangir miklu
fleira á spýtunni.“ ÞJÓÐVILJINN / Ámi Bergmann
Jóhanna Svcinsdóttir
- Þuríður Pálsdóttir
A BESTA ALDRI
3. prentun komin út
„...hvaða læknir sem er gæti
verið stoltur af að hafa skrifað
slíka bók. Hún er það nákvæm
fræðilega séð, en líka full af
skilningi, mannlegri hlýju og
uppörvun. Hún á erindi við
allar konur, lika þær yngri ...
heiti bókarinnar hittir beint í
mark.“ morgunblaðið
Kitrín Fjcldsied
Guðbergur Dcrgsson
TÓMAS JÓNSSON
METSÖLUBÓK
2. kiljuprcntun komin út
„Kraumandi seiðketill þar sem
nýtt efni, nýr stfll kann að vera
á seyði. Fátt er lfldegra en að
sagan verði þegar frá líður talin
tímaskiptaverk í bókmennta-
heiminum: Fyrsta virkilega
nútímasagan á íslensku."
ólafur Jónsson
<>
FORLAGIÐ
FRAKKASTlG 6A, S. 91-25188
33