Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 34
VIÐSKIPTI
Efnahagsvandi SÍS
— bakgrunnur átaka
Burtséð frá því hvernig átökunum innan
Sambands íslenskra samvinnufélaga lýkur,
er ljóst að á næstu misserum verða miklar
breytingar á fyrirtækinu. Rætt er um að
stríður efnahagsvandi allrar samvinnuhreyf-
ingarinnar sé hinn raunverulegi bakgrunnur
átakanna. Vangaveltur um að KRON munu
á næstu árum setja verulega mark sitt á þró-
un samvinnuhreyfingarinnar.
Ýmsar kenningar eru á lofti um raunveru-
lega ástæðu þeirrar aðfarar að Guðjóni B.
Ólafssyni sem margir lesa út úr atburðarás
síðustu vikna. Einna helst er talið að upp-
ljóstrun um launamál og þess háttar hafi ein-
ungis verið forleikur að aðalmálinu: efna-
hagsástandi SÍS. Talið er að mótstöðumenn
Guðjóns í stjórninni hafi ætlað að nota afar
bága stöðu fyrirtækjanna og hreinskilið upp-
gjör forstjórans á efnahagsreikingi til að lýsa
forstjórann vanhæfan við stjórnvöl fyrirtæk-
isins. Á liinn bóginn er slík sóknmótstöðu-
manna forstjórans ekki auðunnin, því al-
kunna er að ástandið var afleitt þegar Guð-
jón settist í þennan stól og því tæplega
gerlegt að kenna honum í alvöru um efna-
hagsástandið.
Engu að síður er sú kenning á lofti að
tíndar verði til „sakargiftir" á forstjórann:l)
Rekstur fyrirtækjanna gangi illa 2)Honum
hafi mistekist að leiða SÍS til lukku í málum
eins og sölu Sölvhólsgötuhússins, Fífu-
hvammsmálinu og Útvegsbankamálinu 3)
Að vegna undangenginna umbrota geti ekki
ríkt friður um forstjórann og þess vegna
verði hann að víkja.
Stuðningsmenn Guðjóns telja þessar „sak-
argiftir" fráleitar af ýmsum ástæðum. Guð-
jón sé tiltölulega nýkominn til þessara erfiðu
starfa, ekki séu minnstu líkur á að öðrum
hefði tekist betur til en honum, — og friður
hafi ekki ríkt í kringum hann af einföldum
ástæðum; aðferðum mótstöðumanna hans.
Þess vegna væri fráleitt að hann léti af störf-
um vegna „sakargifta" þessara.
Stuðningsmenn Guðjóns eru einnig þeirra
skoðunar að yfirburðahæfileikar hans við
stjórnun fyrirtækja muni um síðir skila tilætl-
uðum árangri a.m.k. blasi lítið annað við en
upplausn og hrun Sambandsveldisins ef hon-
um yrði gert ókleift að sitja stólinn áfram.
Hann sé einfaldlega líklegastur manna til að
geta stýrt fyrirtækinu til samtímahátta.
Baklandsvandinn
Nú er ljóst að í vissum skilningi er enginn
málsaðila í afgerandi sterkri stöðu innan
Sambandsins. Erlendur Einarsson fyrrver-
andi forstjóri er smám saman á förum úr
trúnaðarstöðum, og Valur Arnþórsson
stjórnarformaður Sambandsins er talinn
Fréttaskýring
vera á leiðinni í Landsbankann. Þessir tveir
jöfrar hafa verið einstaklinga voldugastir
innan hins mikla bákns, sem nú nötrar undan
átökum — og efnahagsvanda. Og trúlega er
sá vandi undirrótin — og þær deilur og læti
sem landsmenn hafa horft upp á síðustu vik-
ur einfaldlega birtingarform þeirrar kreppu?
Innan samvinnuhreyfingarinnar er einnig
talað um að Guðjón B. Olafsson hafi ekki
gætt þess að rækta baklandið í heyfingunni.
Hann hafi samkvæmt venju sinni og fag-
mennsku ekki áttað sig á flóknu samspili
viðskiptahagsmuna og félagslegs baklands
SÍS og gert mótstöðumönnum sínum leikinn
þar með léttari en ella.
En á hinn bóginn er einnig sagt, að hinir
forstjórarnir hjá Sambandinu hafi heldur
ekki ræktað bakland sitt og því ekki vel í
stakk búnir til jafn afdrifaríkra aðgerða og að
flæma forstjórann úr stóli. Innan Framsókn-
arflokksins eru uppi harðar gagnrýnisraddir
gagnvart gömlu SÍS-forkólfunum og ótti um
að þessar deilur skaði flokkinn á velmektar-
dögum hans meðal kjósenda. Og til eru þeir
heimildamenn þar á bæ, sem segja, að komn-
ar séu fram efasemdir um skipan Vals í
bankastjóraembætti Landsbankans, í ljósi
þeirra atburða sem hér hafa orðið.
Þegar þetta er skrifað er óljóst hverjir fest-
ast í þeim köngurlóarvef, sem spunninn hef-
ur verið af vél og kúnst. Eins líklegt að þeir
sem spunnu flækist sjálfir í vefnum.
Meðal þeirra breytinga sem eru að verða á
SÍS, er sú staðreynd að KRON er að verða
stærsta „baklandið" og mun á næstu árum
eiga langflesta fulltrúa á aðalfundum Sam-
bandsins. Með sameiningu kaupfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu hefur þessi styrkur
aukist að mun. Að sama skapi eru áhrif
KRON á alla samvinnuhreyfinguna að auk-
ast, og hún um leið að breytast enn meir í átt
til neytenda frá framleiðendum, frá dreifbýli
til þéttbýlis. I þessu sambandi er einnig vert
að hafa í huga, að á höfuðborgarsvæðinu
hefur verið nokkuð þverpólitísk samstaða
um eflingu KRON; meðal Alþýðubanda-
lagsmanna. Alþýðuflokksmanna og Fram-
sóknarmanna að svo miklu leyti sem hægt er
að tala um flokkspólitík í þessu sambandi. í
þeirri framtíðarsmúsík sent leikið verður í
samvinnuhreyfingunni munu nýir tónar
heyrast; neytendakaupfélagstónarnir frá
KRON. Það er einnig ljóst að ekki verður
hægt að stjórna Sambandinu nema að teknu
tilliti til þeirra breytinga sem eru að verða á
samvinnuhreyfingunni — líka á næstu aðal-
fundum.
Óskar Guðmundsson.
34
£2 Símaþjónusta Gulu bókarinnar 62 42 42 ö