Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 23
INNLENT Frumvarp á Alþingi „Burt með lánskj ar avísitöluna“ Vaxandi andstaða við lánskjara- vísitölu. Albert Guðmundsson alþingismaður: Þeir sem fá fé að láni eru þrcelar kerfins. Astœðan fyrir því að lánskjaravísitölunni er viðhaldið er sterk staða nokk- urra fjármagnseigenda. — Ég hef í mörg ár barist gegn þessari vísi- tölu, líka þegar ég var í ríkisstjórn á sínum tíma, sagði Albert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins í viðtali við I>jóðlíf, en hann hefur lagt fram frumvarp á alþingi um að leggja niður lánskjaravísitöluna eða að tekin verði upp launavísitala. Að undan- förnu hafa æ fleiri ráðist gegn lánskjaravísi- tölunni og rná þar nefna greinar dr. Magna Guðmundssonar í Morgunblaðinu og Stefáns Ingólfssonar í DV nýverið. Auk þess hefur Eggert Haukdal reifað andstöðu við láns- kjaravísitöluna á alþingi. „Menn eru þrælar þessarar vísitölu“, sagði Albert. „Það gengur ekki lengur að verðmæti ork- unnar, sem maðurinn býr yfir sé minna met- in en verðmæti þeirrar krónu sem hann tekur að láni. Þetta er vanvirða við manneskjuna. Þegar launavísitalan var felld niður á sínum tíma var það gert á þeirri forsendu að það stæði bara í stuttan tíma, síðan yrði láns- kjaravísitalan lögð niður á eftir. Staðreynd málsins er sú að ég fékk aldrei samþykki fyrir því í síðustu ríkisstjórn að lánskjaravísitalan yrði felld niður, en það hefur verið baráttu- mál mitt lenti". En hvers vegna heldur þú að þessari óvin- sælu vísitölu sé við haldið hér á landi? „Ég veit það ekki, ég hef t.d. sagt frá því að ég geng með kvittun frá manni, sem fékk 80 þúsund krónu lán 1980. Þessi maður stóð vel í skilum, en árið 1985, fimm árum eftir að hann fékk lánið, skuldaði hann 539 þúsund krónur. Þetta gengur auðvitað ekki. Það er engurn hagur af þessari vísitölu nema fjár- magnseigendunum". Ekki stjórna þeir öllum ríkisstjórnarflokk- unum? „Ja, ég geng nú svo langt að halda að í einum ákveðnum stórum flokki séu valda- miklir menn sem eigi það mikið lánskjara- vísitölutryggt fé á vöxtum að þeir verji vísi- Albert Guðmundsson kveður valdamikla menn í stjórnmálaflokkum eiga sjálfa svo mikið lánskjaravísitölutryggt fé að þeir verji vísitöluna fram í rauðan dauöann. töluna fram í rauðan dauðann. Þetta eru fjár- magnseigendur sem hafa hag af að viðhalda þessu kefi. En fólkið, sem tekur fé að láni, það er í þrældómsoki þessara manna", sagði Albert Guðmundsson formaður Borgara- flokksins að lokum. - óg Fæðingarorlof Oánægja með fæðingastyrk fyrir fæðingu Óánægju hefur gætt meðal nokkurra þeirra mæðra í fæðingarorlofi sem þurfa að þiggja fæðingarstyrk áður en sjálf fæðingin á sér stað. Um síðustu áramót tóku gildi breyt- ingar á lögum um fæðingarorlof sem var lengt í fjóra mánuði. í lögunum er skýrt tekið fram að verðandi mæðrum sé heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði áður en fyrirhuguð fæðing á sér stað. En Greiðslur Tryggingarstofnunar miðast við heila mánuði þannig aö ef kona fæðir seint í mánuði fær hún greitt fyrir þann mánuð allan og á þá e.t.v. ekki nema þrjá mánuði í fæðingarorlof eftir fæðingu barnsins. þeim er það þó engan veginn skylt og oftast vilja konur fá sinn fæðingarstyrk í fjóra mán- uði eftir fæðingu. En nú hefur komið í ljós að greiðslur Tryggingastofnunar miðast við heila mánuði þannig að ef kona fæðir seint í mánuði fær hún greitt fyrir þann mánuð allan og á þá ekki eftir nema þrjá mánuði í fæðing- arorlof eftir fæðingu barnsins. Vilbog Hauksdóttir, lögfræðingur hjá Tryggingastofnun, staðfesti í samtali við Þjóðlíf að slík tilvik kæmu oftlega upp og hefði gætt nokkurrar óánægju meðal kvenna vegna þessa. „Við þessu er ekkert að gera eins og lögin eru nú“, sagði hún. Eitt ráð að lokum til verðandi foreldra: „Reynið að stíla getnaðinn á fæðingu í byrj- un mánaðar ef þið viljið njóta fjögurra mán- aða fæðingarorlofsins með nýja fjölskyldu- meðliminum!" Ómar Friðriksson. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.