Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 46
MENNING „Lesið Kaldaljós. Pað verður enginn svikinn af því.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur 453 bls. Verð kr. 2.290.- „Þessi fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar njóta sín hér mjög vel. Kaldaljós er saga sem er skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík. sterk og snertir mann.“ Margrét Eggertsdóltir, Þjóðviljinn. „Frásagnarandinn í bókinni er einstakur. Mér fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og einhver hvíslaði að mér. Hún talar við les- andann, þessi bók, því hún á við okkur erindi. Bókin byggir á sannsögulegum atburðum en þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins örlög fólksins skipta máli, og manni er ekki sama um Grím Hermundsson en verður samt að játa fyrir sér í lokin að öðruvísi gat ekki farið.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. „Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ástar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt. Um sumar bækur á ekki að nota of mörg orð. Því að eins og Vigdís Grímsdóttir skilur manna bezt; orð geta verið hættuleg. Og stöku höf- undum tekst svo að það er sálarbætandi að lesa orðin og allt sem að baki þirra felst. Þannig er Kaldaljós fyrir mér. Listaverk eftir Grím sem ég vildi hafa upp á vegg." Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðið. ^-------------------------- ^vart á íwitu syngja viðlagið um drengina í Bangkok sem eru svo svo blíðir: þeir bræða & þeir græða í þér íshjartað sjúka & frostin hörðu þau fara úr þér um síðir þegar fínnurðu fyrir kroppnum þeirra mjúka það er svo mikið gott að koma við & strjúka „Ræturnar að þessum texta er ákveðinn mis- skilningur á laginu „One Night in Bangkok" úr söngleiknum Chess sem fjallar reyndar urn hóp af skákmönnum sem ferðast á skák- mót víðsvegar um heiminn, m.a. til Bang- kok. Eg fékk þessa hugmynd. að búa til texta sem væri hálfgildings „rapp" með hálfrugl- ingslegum smámyndum sem mynduðu eina stóra heild og svo væri þetta brotið upp með kvennakór í viðlaginu. Bakgrunnurinn þyrfti að geta verið einhvers konar „soundtrack", þ.e. vefur af hljóðum og laglínum sem styddu við þessar sundurlausu myndir sem eru eins og túristi hefði tekið þær. Og þetta hátæknivædda sánd var kjörið til að koma þessu til skila og einnig til að framkalla með því orientala stemmningu. Að vísu er þetta vestræn tónlist en það er hægt að gera ýmis- legt til að skapa austrænan blæ. Textinn er kannski ekkert óskaplega merkilegur en það er mikið lagt í þennan bakgrunn. Þarna er sem sagt þessi hljóðvefur, texti sem er hálf- vegis lesinn og svo þetta undursamlega upp- brot þar sem kvennakórinn kemur inn. Ég hef aldrei gert þetta áður, að láta aðrar radd- ir en mína einar um að syngja hluta úr lagi.“ Austrið heillar Én hvað er svona tælandi við Tailand? „Eða: Hvað er svona fráhrindandi við Vesturlönd. Stuck Inside of Mobile With the Memphis Blues Again! Á Vesturlöndum er lífið orðið svo skipulagt að það er hætt að vera nokkurt líf. Allir eru að rembast við að vera eitthvað, allir eru að reyna að sölsa alla skapaða hluti undir sig og gleyma sjálfum sér. Ég er ekkert að predika yfir öðrum, þetta á alveg eins við um sjálfan mig. Maður er svo upptekinn við að príla upp einhvern stiga að maður hættir að vera til. Maður er alltaf með hugann við eitthvað annað en það sem er hér og nú. Það er eitthvað óskemmti- legt við þetta. Það kemur upp einhver vax- andi óánægjutilfinning. Kannski er maður svo mikill barbari að græðgin stjórni öllu. Fólk fyrir austan hefur einhvern veginn hagstæðara hugarfar sem virkar betur þegar til lengdar lætur. Maður getur orðið fyrir góðum áhrifum fyrir austan bara með því að líða um og hlusta á fólkið tala og horfa á hvernig það gengur um. Ég er ekki að veðja á skilninginn, ég er meira að veðja á tilfinn- „Maður er svo upptekinn af að príla upp einhvern stiga, að maður hættir að vera til“. ingu. Ég vona að fólk taki það ekki svo að þessir textar séu einskorðaðir landfræðilega, enda þótt þeir fjalli að nafninu til um tiltekið land. Kannski má flokka þá með textum eins og „Kaprí-Katarína" þó að þar sé nú um svolítið annað að ræða þegar vel er að gáð. Þegar ferðalög suður á bóginn voru að byrja þótti þar allt voða exotískt. Nú hefur Asfa kannski komið í staðinn sem einhvers konar draumaveröld. En maður er eins og þorri fólks á einhverjum meiri háttar villigötum hér fyrir vestan og er að leggja áherslu á eitthvað sem engan veginn borgar sig." En enda þótt fólk sé á villigötum er ekki víst að því sé viðbjargandi. í laginu Drukkn- uð börn segir að minnsta kosti að mennirnir skilji ekki annað en það sem þeir vilja og afganginn misskilji þeir síðan kyrfilega. Lag- ið er dæmigert fyrir umsnúning Megasar á gamalgrónum og viðurkenndum spakmæl- um og heilræðum. Hér á svo að heita að drukknuð börn sæki í brunninn „& þau sem drukknuð börn sæki í brunninn. Álafossúlpur Álafossúlpan er grípandi lag sem Megas kallar „revíuvísu". Þar segir maður nokkur farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við konur og kallar þær ýmsum illum nöfn- um, svo sem nýyrðinu „legremburotta". Hér er lýst óvígum her af ósamvinnuþýðum kon- um sem allar eiga það sameiginlegt að klæð- ast álafossúlpum. Megas segir texta þennan byggðan á litlu ævintýri: „Það var einu sinni maður sem var að aka úti í sveit og það sprakk hjá honum. Svo illa vildi til að hann hafði gleymt tjakknum heima og gat þess vegna ekki skipt um dekk. Hann ákveður að labba heim að næsta bæ til að reyna að fá lánaðan tjakk. En hann hafði svo neikvæða lífssýn að hann er ekki fyrr lagður af stað en hann fer að ígrunda þann 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.