Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 68
ERLENT Glastnost gerjun Minnkandi ótti í kjölfar atburöanna í þýska Alþýðulýöveld- inu að undanförnu hefur samtökum áhuga- fólks um auknar viöræður milli vesturs og austurs vaxið fiskur um hrygg. Einnig hefur nýr áhugahópur verið stofnaður sem kallar sig „A mörkunum“ og kveðst ætla í auknum mæli að styðja starf þeirra hópa austan meg- in sem eru á öndverðum meiði við stjórnvöld. Innan ramma beggja samtakanna hafa að undanförnu bæði hér í Vestur-Berlín og öðr- um stærri borgum Vestur-Þýskalands verið haldnir fjölmargir opinberir upplýsinga- fundir með umbótasinnunum sem á undan- förnum vikum hafa neyðst til að yfirgefa heimaland sitt til lengri eða skemmri tíma. í lok febrúar sátu hjónin Wolfgang og Lotte Templin fyrir svörum á einum slíkum fundi hér í Vestur-Berlín. Wolfgang Templ- in, heimspekingur að mennt, hefur frá upp- hafi verið virkur þátttakandi í friðar- og mannréttindahreyfingunni í Austur-Þýska- landi og missti af þeim sökum atvinnu sína. Kona hans Lotte Templin hefur um all langa hríð starfað að félagsmálum innan kirkjunn- ar. Wolfgang Templin er einn af útgefendum neðanjarðartímaritsins „Á mörkunum". Templin- hjónin tóku þátt í Rósu Luxem- burg göngunni en voru ekki handtekin fyrr en tíu dögum síðar, í seinni handtökuhrin- unni þann 28. janúar. Öryggisverðir ríkisins hringdu dyrabjöllunni hjá þeim snemma morguns og báðu þau að fylgja sér umsvifa- laust. Synir þeirra tveir 12 og 3ja ára skyldu ekki koma með, þeim yrði komið fyrir á upptökuheimili meðan réttarrannsókn færi fram. Hjónin báðu um að slíkt yrði ekki gert heldur farið með börnin til vina þeirra. Eftir tveggja daga ítrekaðar spurningar um afdrif barnanna gat lögfræðingur þeirra tjáð þeim að þau hefðu verið flutt á upptökuheimili, kona í næsta húsi hefði hins vegar boðist til að sækja þau og hafa þau hjá sér um sinn. Hjónin tóku þessu boði og börnin dvöldu hjá nágrannakonunni þar til þeim var lyft upp í bíl sem flutti þau og foreldra þeirra vestur yfir landamærin tveim vikum síðar. Hvorki Templin hjónin né aðrir fangar fengu neinar fregnir af þeim víðtæku sam- úðaraðgerðum sem áttu sér stað á meðan á fangavist þeirra stóð. Þeim var heldur ekkert sagt frá stuðningsyfirlýsingu sem 280 manns frá öðrum sósíalískum ríkjum höfðu skrifað undir og sent fangelsinu. I öllum yfirheyrslum í fangelsinu, sem og í samtölum þeirra við lögfræðing sinn, hafði komið fram mikið óöryggi um hvernig best væri að taka á þessum óþægilegu málum viðfrjálslyndi... þannig að sem minnstur pólitískur skaði hlytist af, jafnt innanlands sem á alþjóðavett- vangi. I þessum síðustu átökum stjórnvalda við óþægilega þegna hafi og komið berlega í ljós að aukin viðurkenning þýska Alþýðu- lýðveldisins á alþjóðavettvangi og aukin samskipti landsins við vestrænar þjóðir hefði gífurlega mikið að segja fyrir þróunina inn- anlands. Stjórnvöld gætu einfaldlega ekki leyft sér ákveðna hluti sem þau hefðu leyft sér áður í einangrun sinni. Minnkandi spenna og aukin samvinna austurs og vesturs mynda þann jarðveg sem nauðsynlegur væri fyrir raunverulegt lýðræði í löndum austur- Evrópu, sagði Wolfgang Templin. Hann gagnrýndi áhugaleysi ýmissa aðila á að ræða við grasrótarhópa í austri og snúa sér einvörðungu til stjórnvalda. Þessi gagnrýni beindist ugglaust ekki síst til vestur-þýska sósíaldemókrataflokksins en hann og sósíal- íski einingarflokkurinn í Austur-Þýskalandi undirrituðu í lok síðasta árs viðtæka viljayfir- lýsingu um aukna samvinnu. Því á síðasta ári áttu óháðir friðar- og mannréttindasinnar í Austur-Berlín samræður bæði við alþjóða- nefndina um frið og samvinnu í Evrópu sem kennd er við fundarstað sinn Vínarborg sem og við nokkra fulltrúa vesturþýskra krist- demókrata. Templin sagði flokk Græningja einu stjórnmálasamtökin sem hefðu tekið gagnrýnisöfl Alþýðulýðveldisins jafnalvar- lega og stjórnvöld. Þó svo að stjórnvöld í Alþýðulýðveldinu tækju Græningja náttúr- lega ekki að sama skapi alvarlega og hefðu í síauknum mæli varnað þeim inngöngu í land- ið. Á fundinum gerðu hjónin einnig að nokkru leyti grein fyrir því hvernig staðið var að lausn máls þeirra. Að loknum daglegum yfirheyrslum í nokkra daga var þeim boðið að velja á milli, hvort þau vildu halda áfram að búa í Austur-Þýskalandi eða hvort þau vildu flytjast til Vestur-Þýskalands. Þau fengu leyfi til að hittast og ræða þessi mál sín í milli. Niðurstaðan var reyndar fyrirfram Ijós, þau vildu auðvitað halda áfram að búa heima hjá sér. Daginn eftir var þetta tilboð síðan dregið til baka, skýringalaust. Það eina sem lögfræðingur þeirra gat sagt þeim var að ráðamenn á æðri stöðum hefðu ekki verið á eitt sáttir um ágæti slíkrar lausn- ar. Allar fréttir um að þessi stefnubreyting stjórnvalda hefði komið til vegna síendur- tekinna yfirlýsinga Stefans Krawczyks, Freyu Klier og annarra umbótasinna, sem þegar voru komin vestur yfir, um að þau hefðu síður en svo yfirgefið Alþýðulýðveldið af fúsum og frjálsum vilja, væru úr lausu lofti gripnar. Enda hefði þetta fólk ekki verið búið að gefa neina yfirlýsingu þegar þetta átti sér stað. Að kvöldi þriðja dags var þeim síðan gert að hittast aftur og taka sameiginlega afstöðu til nýs tilboðs. Evangelíska Akademían í Vestur-Þýskalandi hefði boðið Lotte Templ- in til námsdvalar við einhverja af stofnunum Akademíunnar þar í landi og auðvitað væri fjölskylda hennar velkomin. Gegn því að rík- isstjórn Alþýðulýðveldisins samþykkti á móti að þau fengju öll að snúa aftur til heimalands síns að námsdvölinni lokinni gengu Templinhjónin að þessu tilboði. Þau kváðust hins vegar sjá eftir því núna, það hefði verið skynsamlegra og pólitískt réttara að sitja áfram í fangelsinu og bíða réttar- halda. Slíkt hefði og komið baráttunni betur. Hvort stjórnvöld myndu standa við sinn hluta samningsins sögðust þau ekki vita. Það kæmi í ljós í ágúst á þessu ári því þá yrðu 6 mánuðir liðnir frá því að fyrsti umbótasinn- inn. myndlistakonan Bárbel Bohley, fékk af- hent vegabréf í fangelsinu og var ekið vestur yfir landamærin. Lotte Templin sagðist hins vegar enn sem komið er ganga út frá því að málshöfðun gegn þeim verði ekki látin niður falla, þeim þyki jafnvel líklegt að ákæran verði gerð víð- tækari. Þó fari það ugglaust eftir því hver þróunin verður á næstu mánuðum hvað yfir- völd í þýska Alþýðulýðveldinu treystu sér eða neyddust til að ganga langt til móts við gagnrýna þegna sína utan flokks jafnt sem innan. Hér fyrir vestan er haft á orði að hátíðahöldin í tilefni af 1. maí verði líklega næsta opinbera prófraunin sem austur-þýsk yfirvöld þurfi að standa af sér. Frá því að friðarhreyfingin var stofnuð á árunum 1979 og ’80 hafa raddir um umbætur orðið æ háværari og almennari, sögðu Templinhjónin. Áður fyrr voru það einstak- ar aðgerðir stjórnarinnar sem kölluðu fram gagnrýna svörun einstakra þegna. Nú er svo komið að það eru gagnrýnendur sem koma stjórnvöldum til að grípa til aðgerða, þeir eru orðnir ákvarðandi aðili í samfélaginu þótt í ólíkt verri aðstöðu séu. Eins hefur áhugi al- mennings á gagnrýnum og frjálslyndari skoðunum aukist og óttinn við boðbera þeirra minnkað. Jafnvel innan stofnana flokksins starfar fjöldi fólks, sem áhuga hef- ur á slíkum skoðunum. Það vill ekki lengur flokk sem starfar til að gagnrýnum þegnum og fjölskyldum þeirra sé með leyndum og ljósum ofsóknum gert illmögulegt að lifa eðlilegu lífi í Alþýðulýðveldinu. Það kom berlega í ljós á þessum fundi, þar sem einnig voru viðstaddir fjöldi annarra Austur-Þjóðverja sem núna á síðustu mán- uðum sem og á undanförnum árum hafa yfir- gefið landið, að það er mikil gerjun í gangi í Alþýðulýðveldinu. Fræ Glasnost og Pere- stroijku hafa borist þangað og ekki fallið í alls ófrjóa jörð. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.