Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI
Fréttaskýring
Eimskip á flugleið
Gífurlegur hallarekstur á Norður-Atlantshafsflugleiðinni hjá
Flugleiðum. Dökkt útlit framundan. Vandamál á toppnum. Á
sama tíma eykur Eimskip hlut sinn í Flugleiðum. Reiknað með
uppstokkun
Um 400 milljón króna tap varð á N-Atlantshafsflugi Flugleiða á sl.
ári. Þetta tap mun væntanlega vera til umfjöllunar á aðalfundi fyrir-
tækisins, en þó eru ekki öll kurl komin til grafar. Bandarískt ráðgjaf-
arfyrirtæki, Boston Consulting Group er að gera úttekt á þessu flugi,
en hún verður ekki tilbúin fyrr en einhvern tíma í vor —, löngu eftir
aðalfund. Viðbrögð fyrirtækisins munu væntanlega ráðast að ein-
hverju leyti af niðurstöðum þessarar skýrslu. Innan Flugleiða hefur
þetta tap orðið tilefni til pirrings, sem gæti verið kím meiri háttar
átaka. Innan fyrirtækisins segja margir framámenn, að það sé hið
gamla fírma, Loftleiðir sem nú sé endanlega komið á hausinn, en
Flugfélag íslands vaxi og dafni með Evrópufluginu. Fulltrúar gömlu
Loftleiða, segja á hinn bóginn að fyrirtækið nærist nú sem endranær
af eignum Loftleiða.
Eins og kunnugt er var Flugfélag íslands
stofnað 1937 og byggðist fyrst og fremst upp
á innanlandsflugi og síðar meir flugi til meg-
inlands Evrópu. Loftleiðir hófu á hinn bóg-
inn flug milli Islands/Evrópu og Bandaríkj-
anna 1944. Milli þessara flugfélaga ríkti tölu-
verð samkeppni um áratugaskeið m.a. vegna
Evrópuflugsins. Bæði lentu þau í hæðum og
lægðum í rekstrinum. Flugfélagið naut vel-
vildar og stuðnings þjóðarinnar vegna erfiðs
innanlandsflugs, en Loftleiðir hösluðu sér
völl í Bandaríkjunum og hafa frá stríðslokum
verið "andlit íslands vestra" og verið sú land-
kynning sem drýgst hefur verið landi og þjóð
þar. Árið 1973, þegar bæði félögin höfðu um
hríð átt í erfiðleikum, voru þau sameinuð og
nefnast síðan Flugleiðir. Ríkið átti þarna
27