Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 67

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 67
ERLENT gefið landið á fyrrgreindan máta. Slíkar sí- endurteknar blóðtökur koma náttúrlega í veg fyrir eðlilega þróun starfsins, stöðugt þarf að byggja upp á ný. Enda verður að segjast eins og er að Austur-Þjóðverjar eru einnig gagnvart öðrum sósíalískum ríkjum, eins og Póllandi og Tékkóslóvakíu, mjög aft- arlega á merinni hvað varðar hinn hálfopin- bera gagnrýna umræðuvettvang þó svo að almennt lýðræði í þessum löndum sé ekki síður fótum troðið en í Alþýðulýðveldinu. Bæði í Tékkóslóvakíu og í Póllandi eru gefin út mörg neðanjarðartímarit um marg- víslegustu málefni, bókmenntir, heimspeki, uppeldismál. Það er því ekki að ástæðulausu að ríkisstjórn þýska Alþýðulýðveldisins herti reglur um ferðalög Austur-Þjóðverja til Tékkóslóvakíu og Ungverjalands núna ekki alls fyrir löngu. Prag og Búdapest hafa reynst umbótasinnum víðs vegar að griðastaður til óopinberra funda og umræðna út fyrir landa- mæri heimalandsins. Reglur um ferðalög til Póllands hafa um langa hríð verið svo strang- ar að það má heita ómögulegt að fá vega- bréfsáritun þangað. Ibúar þýska Alþýðulýðveldisins búa ekki við skort þótt vöruúrval sé óneitanlega ólíkt minna en við eigum að venjast. Austur- Þýskaland er vaxandi iðnaðarþjóð. íbúar landsins búa við fullkomið atvinnuörygi og góð menntunarskilyrði, öll félagsleg þjón- usta, læknishjálp, barnagæsla og þvíumlíkt er í ágætu lagi þótt atvinnuleysisbætur og félagsmálastyrkir séu náttúrlega ekki til í þeiri mynd sem á vesturlöndum. Húsaleigu og verði á öllum nauðsynlegum vörum og þjónustu er haldið í lágmarki. Hvað er það sem veldur að svo margir kjósa að yfirgefa þetta allt saman og flytjast yfir til Vestur- Þýskalands þar sem 10% vinnufærra manna og kvenna eru atvinnulaus og lítið útlit fyrir að það breytist á næstunni? Húsaleiga fer stöðugt hækkandi og sífellt er verið að draga úr félagslegri þjónustu. Ekki getur upp- sprengt verð á þeim í meðallagi nauðsynlega hlut sjónvarpi eða állt upp í árs biðtími eftir rándýrum Trabant verið eina ástæðan. Listamennirnir Freya Klier leikstjóri og Stephan Krawczyk Ijóðskáld og söngvari hafa staðið framarlega í mannréttinda- baráttunni. Ég held að ástæðurnar séu einkum tvær: Annars vegar skortur á rými í samfélaginu utan ríkisskipulagsins og hins vegar ættar- tengslin við Vestur-Þýskaland, bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkingu, og návígið við háþróað lýðræði kapítalismans í Sambands- lýðveldinu. í Austur-Þýskalandi er ekki til eitt einasta óháð bókaforlag, enginn frjáls leikhópur, varla nokkur óháður atvinnurekstur. Allir fjölmiðlar, blöð, tímarit, útvarp og sjónvarp, sem og leikhús, kvikmyndaframleiðsla, fé- lagasamtök, vísindalegar stofnanir og skólar lúta yfirstjórn og forsjá stofnana flokksins. Þessir aðilar eru og allsráðandi hvað styrk- dreifingu til listamanna og annarra varðar. Sú staðreynd að það er nær ómögulegt að fá hálfsdagsvinnu í Austur-Þýskalandi getur reynst mörgum ótrúlega erfið þraut sem er að byrja að fóta sig t.d. á listabrautinni og er ekki enn, af hvaða ástæðu sem er, kominn inn í styrktarkerfi stjórnarinnar, já eða ferðalög milli landa, jafnt kapítalískra sem sósíalískra sem og um yfirleitt flest allt. Beiðnir og umsóknir um alla hluti eru ein- kennandi fyrir daglegt líf Austur-Þjóðverja. Og eins og fyrr hefur verið drepið á er mjög misjafnt hvaða afgreiðslu svona beiðnir hljóta í kerfinu. í stað „allir eru jafnir gagn- vart lögum“ virðast stjórnvöld fremur vilja treýsta á slagorðið „deildu og drottnaðu“. I sambandi við ættartengslin og návígið við systurþjóðina í vestri má benda á að bæk- ur austur-þýskra rithöfunda sem ekki fást gefnar út í heimalandi þeirra eru gefnar út í Sambandslýðveldinu en ekki síður lesnar fyrir austan. Vestur-þýsk dagblöð og tímarit eru bannvara í Austur-Þýskalandi en allir þegnar landsins fyrir utan íbúa Dresden og nærsveita geta horft að vild á vestur-þýskt sjónvarp og hlustað á útvarp. Vöruval, vöru- gæði og ekki síst verðlag á því sem fyrir aust- an kallast munaðarvara og síðast en ekki síst frelsið eða réttara sagt frjálsræðið sem borg- arar vesturlanda njóta. Auðvitað í misstór- um skömmtum eins og gengur, en það er fyrir hendi. Grundvallaratriði, hvunndags- legir hlutir, sérþarfir? Sínum augum lítur hver silfrið. „Frelsi er ætíð frelsi þeirra sem eru á önd- verðri skoðun“, sagði Rósa Lúxemburg. Öndverðir viðteknum skoðunum, skoðun- um sem styrkja stöðu þeirra sem fara með völdin. Eiga ekki öll samfélagskerfi og stjórnendur þeirra erfitt með að umgangast slíkt og er ekki oftar þrautalendingin að út- skúfa boðbera þeirra frekar en að taka þá alvarlega og skiptast á skoðunum við þá? Jórunn Sigurðardóttir/V-Berlín Dæmisaga: Berrassaður keisari eystra og vestra Þann 17. janúar 1983 var Roland Jahn dæmdur í Austur-Þýskalandi til 22ja rnánaða fangelsisvistar. Ástæða: Hann hjólaði í gegnum borgina Jena með fána Solidarnosc hreyfingarinnar og merki á hjólinu. Daginn eftir var hann látinn laus. Nokkrum vikum síðar var þessi sami Roland handtekinn fyrirþátttöku í óleyfilegri friðatgöngu til að mótmæla uppsetningu sovéskra SS 20 kjarna- flauga í Austur-Þýskalandi. I fangelsinu skrifaði hann undir umsókn um brott- flutning frá lýðveldinu. Fáeinum dögum síðar krafðist hann að fá að draga umsókn sína til baka en án árangurs. Hann var fluttur með valdi í læstum lestarklefa yfir landamærin. í grein um þessa atburði í vestur-þýska dagblaðinu „Siiddeutsche Zeitung“ seg- ir svo: „Roland Jahn mun hér jafnt sem austan Elbu heyra minnihlutahópum til (...) Það er fyrirsjáanlegt að téður Rol- and Jahn verði einn góðan veðurdag einhvers staðar í Sambandslýðveldinu borinn burt af (vestur)þýskum lög- reglumönnum þar sem hann á friðsam- legan hátt og án ofbeldis með heima- málað pappaspjald mótmælir við ein- hverja herstöð." Sú varð og raunin. í september 1983 mótmæltu vestur- þýskir friðarsinnar uppsetningu Cruise Missiles kjarnaflauga Bandaríkja- manna í Vestur-Evrópu með því að setj- ast á götuna fyrir utan herflugstöðina í Bitburg. 155 mótmælendur voru hand- teknir og bornir á brott, þar á meðal Roland Jahn. Nokkrum mánuðum síð- ar var hann dæmdur til að greiða 900 marka sekt fyrir „Áreitni á almannafæri með því að sitja í óleyfi á akbraut.“ Keisarinn er jafnberrassaður hvort heldur reynt er að halda því leyndu fyrir þegnunum eða þeir láta sig það engu skipta. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.