Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 67

Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 67
ERLENT gefið landið á fyrrgreindan máta. Slíkar sí- endurteknar blóðtökur koma náttúrlega í veg fyrir eðlilega þróun starfsins, stöðugt þarf að byggja upp á ný. Enda verður að segjast eins og er að Austur-Þjóðverjar eru einnig gagnvart öðrum sósíalískum ríkjum, eins og Póllandi og Tékkóslóvakíu, mjög aft- arlega á merinni hvað varðar hinn hálfopin- bera gagnrýna umræðuvettvang þó svo að almennt lýðræði í þessum löndum sé ekki síður fótum troðið en í Alþýðulýðveldinu. Bæði í Tékkóslóvakíu og í Póllandi eru gefin út mörg neðanjarðartímarit um marg- víslegustu málefni, bókmenntir, heimspeki, uppeldismál. Það er því ekki að ástæðulausu að ríkisstjórn þýska Alþýðulýðveldisins herti reglur um ferðalög Austur-Þjóðverja til Tékkóslóvakíu og Ungverjalands núna ekki alls fyrir löngu. Prag og Búdapest hafa reynst umbótasinnum víðs vegar að griðastaður til óopinberra funda og umræðna út fyrir landa- mæri heimalandsins. Reglur um ferðalög til Póllands hafa um langa hríð verið svo strang- ar að það má heita ómögulegt að fá vega- bréfsáritun þangað. Ibúar þýska Alþýðulýðveldisins búa ekki við skort þótt vöruúrval sé óneitanlega ólíkt minna en við eigum að venjast. Austur- Þýskaland er vaxandi iðnaðarþjóð. íbúar landsins búa við fullkomið atvinnuörygi og góð menntunarskilyrði, öll félagsleg þjón- usta, læknishjálp, barnagæsla og þvíumlíkt er í ágætu lagi þótt atvinnuleysisbætur og félagsmálastyrkir séu náttúrlega ekki til í þeiri mynd sem á vesturlöndum. Húsaleigu og verði á öllum nauðsynlegum vörum og þjónustu er haldið í lágmarki. Hvað er það sem veldur að svo margir kjósa að yfirgefa þetta allt saman og flytjast yfir til Vestur- Þýskalands þar sem 10% vinnufærra manna og kvenna eru atvinnulaus og lítið útlit fyrir að það breytist á næstunni? Húsaleiga fer stöðugt hækkandi og sífellt er verið að draga úr félagslegri þjónustu. Ekki getur upp- sprengt verð á þeim í meðallagi nauðsynlega hlut sjónvarpi eða állt upp í árs biðtími eftir rándýrum Trabant verið eina ástæðan. Listamennirnir Freya Klier leikstjóri og Stephan Krawczyk Ijóðskáld og söngvari hafa staðið framarlega í mannréttinda- baráttunni. Ég held að ástæðurnar séu einkum tvær: Annars vegar skortur á rými í samfélaginu utan ríkisskipulagsins og hins vegar ættar- tengslin við Vestur-Þýskaland, bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkingu, og návígið við háþróað lýðræði kapítalismans í Sambands- lýðveldinu. í Austur-Þýskalandi er ekki til eitt einasta óháð bókaforlag, enginn frjáls leikhópur, varla nokkur óháður atvinnurekstur. Allir fjölmiðlar, blöð, tímarit, útvarp og sjónvarp, sem og leikhús, kvikmyndaframleiðsla, fé- lagasamtök, vísindalegar stofnanir og skólar lúta yfirstjórn og forsjá stofnana flokksins. Þessir aðilar eru og allsráðandi hvað styrk- dreifingu til listamanna og annarra varðar. Sú staðreynd að það er nær ómögulegt að fá hálfsdagsvinnu í Austur-Þýskalandi getur reynst mörgum ótrúlega erfið þraut sem er að byrja að fóta sig t.d. á listabrautinni og er ekki enn, af hvaða ástæðu sem er, kominn inn í styrktarkerfi stjórnarinnar, já eða ferðalög milli landa, jafnt kapítalískra sem sósíalískra sem og um yfirleitt flest allt. Beiðnir og umsóknir um alla hluti eru ein- kennandi fyrir daglegt líf Austur-Þjóðverja. Og eins og fyrr hefur verið drepið á er mjög misjafnt hvaða afgreiðslu svona beiðnir hljóta í kerfinu. í stað „allir eru jafnir gagn- vart lögum“ virðast stjórnvöld fremur vilja treýsta á slagorðið „deildu og drottnaðu“. I sambandi við ættartengslin og návígið við systurþjóðina í vestri má benda á að bæk- ur austur-þýskra rithöfunda sem ekki fást gefnar út í heimalandi þeirra eru gefnar út í Sambandslýðveldinu en ekki síður lesnar fyrir austan. Vestur-þýsk dagblöð og tímarit eru bannvara í Austur-Þýskalandi en allir þegnar landsins fyrir utan íbúa Dresden og nærsveita geta horft að vild á vestur-þýskt sjónvarp og hlustað á útvarp. Vöruval, vöru- gæði og ekki síst verðlag á því sem fyrir aust- an kallast munaðarvara og síðast en ekki síst frelsið eða réttara sagt frjálsræðið sem borg- arar vesturlanda njóta. Auðvitað í misstór- um skömmtum eins og gengur, en það er fyrir hendi. Grundvallaratriði, hvunndags- legir hlutir, sérþarfir? Sínum augum lítur hver silfrið. „Frelsi er ætíð frelsi þeirra sem eru á önd- verðri skoðun“, sagði Rósa Lúxemburg. Öndverðir viðteknum skoðunum, skoðun- um sem styrkja stöðu þeirra sem fara með völdin. Eiga ekki öll samfélagskerfi og stjórnendur þeirra erfitt með að umgangast slíkt og er ekki oftar þrautalendingin að út- skúfa boðbera þeirra frekar en að taka þá alvarlega og skiptast á skoðunum við þá? Jórunn Sigurðardóttir/V-Berlín Dæmisaga: Berrassaður keisari eystra og vestra Þann 17. janúar 1983 var Roland Jahn dæmdur í Austur-Þýskalandi til 22ja rnánaða fangelsisvistar. Ástæða: Hann hjólaði í gegnum borgina Jena með fána Solidarnosc hreyfingarinnar og merki á hjólinu. Daginn eftir var hann látinn laus. Nokkrum vikum síðar var þessi sami Roland handtekinn fyrirþátttöku í óleyfilegri friðatgöngu til að mótmæla uppsetningu sovéskra SS 20 kjarna- flauga í Austur-Þýskalandi. I fangelsinu skrifaði hann undir umsókn um brott- flutning frá lýðveldinu. Fáeinum dögum síðar krafðist hann að fá að draga umsókn sína til baka en án árangurs. Hann var fluttur með valdi í læstum lestarklefa yfir landamærin. í grein um þessa atburði í vestur-þýska dagblaðinu „Siiddeutsche Zeitung“ seg- ir svo: „Roland Jahn mun hér jafnt sem austan Elbu heyra minnihlutahópum til (...) Það er fyrirsjáanlegt að téður Rol- and Jahn verði einn góðan veðurdag einhvers staðar í Sambandslýðveldinu borinn burt af (vestur)þýskum lög- reglumönnum þar sem hann á friðsam- legan hátt og án ofbeldis með heima- málað pappaspjald mótmælir við ein- hverja herstöð." Sú varð og raunin. í september 1983 mótmæltu vestur- þýskir friðarsinnar uppsetningu Cruise Missiles kjarnaflauga Bandaríkja- manna í Vestur-Evrópu með því að setj- ast á götuna fyrir utan herflugstöðina í Bitburg. 155 mótmælendur voru hand- teknir og bornir á brott, þar á meðal Roland Jahn. Nokkrum mánuðum síð- ar var hann dæmdur til að greiða 900 marka sekt fyrir „Áreitni á almannafæri með því að sitja í óleyfi á akbraut.“ Keisarinn er jafnberrassaður hvort heldur reynt er að halda því leyndu fyrir þegnunum eða þeir láta sig það engu skipta. 67

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.