Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 52
MENNING
Sif Ragnhildardóttir, sem skemmt hefur landsmönnum með vinælu Marlene Dietrich
efni, hefur söðlað um yfir til grískrar tónlistar. Hún syngur nú lög eftir Mikis
Theodorakis og mun söngdagskrá hennar vera afar skemmileg.
Treg bókasala
Síðasta bókavertíð var einstaklega fjöl-
skrúðug, en það sem hæst bar var þó tví-
mælalaust íslenskur skáldskapur. Aldrei
hafa jafn margar skáldsögur komið út, en
það sem skiptir þó öllu meira máli er, að
bókavinum bar saman um að sjaldan hefðu
jafn margar góðar bækur verið á boðstólum.
Pað eru því mikil vonbrigði útgefenda, höf-
undar og ekki síst bókmenntafólks, að ís-
lenskur skáldskapur seldist yfirleitt illa.
Af rúmlega tuttugu íslenskum skáldsögum
voru aðeins þrjár sem náðu því að seljast vel:
Gunnlaðar saga Svövu Jakobsdóttur, Kalda-
ljós Vigdísar Grímsdóttur og Móðir kona
meyja Nínu Bjarkar.
Nokkrar bækur aðrar seldust þokkalega, en í
það heila tekið eru niðurstöður vertíðarinn-
ar engin gleðitíðindi fyrir íslenskan skáld-
skap.
Menn eru helst á því að markaðurinn hafi
verið ofmettaður, því í raun sé vinahópur
góðra bókmennta ekki mjög stór. Fólk hafi
einfaldlega ekki haft bolmagn til þess að
veita sér allar þær kræsingar er í boði voru.
Öðruvísi kveðskapur
Stuðlað á Brimbergi
Fyrir tveimur áratugum kom út ljóðabókin
Brimberg eftir Gunnar B. Jónsson frá Sjáv-
arborg. Því rniður veit ég ekkert um höfund-
inn annað en hann hafi búið í Ólafsvík. Bók-
in var var notuð í gáskafullu ábyrgðarleysi
ungmenna í Vesturbænum fyrir mörgum ár-
um — og sungið úr henni eftir böll. Fjólur
dagsins eru tíndar á Brimbergi. Undir heit-
inu „Heimspeki" eru þessar vísur:
Ég hef víða velkst á sjó
vann mér þá inn hýru.
Aldrei mikið auðgast þó,
er með dágóð nýru.
Kátt er nú í kringum mig,
Kalli fór að syngja,
vel hann ætti að vara sig,
því Valli fer að hringja.
Skáldið yrkir rnikið um ástir, konur og
siðprýði. Þá flæðir lýrikin út í hreinar söng-
vísur, svo lesandinn fer ósjálfrátt að raula
með. Gott dæmi um slíka söngvísur er kvæð-
ið „Kreistur", en „kreista" er að sjálfsögðu
kvenkenning:
Konur eru klökkar oft í geði,
þótt kraftaskáldin um þær nokkuð kveði.
Þær grafa eftir mönnum í þrauta-
píndri þrá,
og þurfa stundum mikið að leggja á sig þá.
Viðlag:
Viti menn, valt er þeim að treysta,
viti menn, þvílík ofsa „kreista“,
viti menn.
Þær, sem götur ganga lengi nætur,
gjarnan nefnum slæmar Evu-dætur.
Því á labbi sínu þær lýta þennan heim,
og löngun þeirra ber oftast undur slæman
keim.
Viðlag:
Viti menn, valt er þeim að treysta,
viti menn, þvílík ofsa „kreista",
viti menn.
Ein er frjáls og fús til ástamála,
Finnur önnur leið á veginn hála,
hin þriðja vill ei hlusta á villumanna tal,
en virðir oftast meira óðinshana og gal.
Viðlag:
Viti menn, valt er þeim að treysta,
viti menn, þvílík ofsa „keista",
viti menn.
Annar söngur ekki síðri, er svona:
Ó, mær, ó, mær,
hve yndislegur faðmur þinn og vær.
Ó, mær, ó, mær.
Þú ein, þú ein,
átt innsta neista hjarta nu'ns svo hrein,
þú ein, þú ein.
Ó, mey, ó, mey,
ég elska skal þig allt til þess ég dey,
ó, mey, ó, mey.
Ó,hey, ó, hey,
ég ilm þinn Finn í vitund mér og dey,
ó,hey, ó, hey.
Óskar Guðmundsson
52