Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 69

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 69
ERLENT Svíþjóð Tíðindalaust úr Palme herberginu Morðið á Palme forsætisráðherra Svía fyrir tveimur árum er enn óupplýst. Fjöldi bóka hefur verið gefinn út um málið, gífurleg um- ræða fer fram og kenningasmíð um meinta morðingja linnir ekki. Sársaukinn, morðið og rannsóknin hafa skilið eftir opna und í þjóðarsál Svía. Tvö ár eru nú liðin frá því undirritaður var vakinn með símhringingu um eittleytið og sagt frá því að forsætisráðherra Svía, Olof Palme. hefði verið myrtur. Ófáir munu þeir vera í Svíaríki er hins sama minnast og enn þann dag í dag er þeirri spurningu ósvarað hver drýgði ódæðið. Morðið og hin árang- urslausa rannsókn hafa skilið eftir djúp sár í sænskri þjóðarsál. Morðið var hlutur sem ekki átti að geta gerst hér og sá klaufaskap- ur, ringulreið, vitleysa og oft á tíðum bein brot á réttarreglum sem einkenndi rann- sóknina hafa grafið undan trú Svía á réttar- kerfi sitt. Aðspurðir fullyrða þeir sem stjórna rann- sókn málins, að morðinginn muni finnast á endanum. En flestir munu álíta að þetta svar sé einvörðungu gefið af skyldurækni. lítil sannfæring sé að baki. Stórlega hefur verið fækkað í þeim hópi lögreglumanna er sinnir málinu en enn munu þar þó vera nokkrir tugir. Þá hefur upphæð sú er heitið er í verð- laun hverjum þeim er geti veitt upplýsingar er leiði til handtöku morðingjans verið tí- földuð og er nú 50 milljónir sænskra króna (skattfrjálst!). Þessi hækkun leiddi til mikillar fjölgunar grunsemdartilkynninga en Iítið bitastætt virðist þar hafa verið. Á hinn bóginn hefur þessi verðlaunaupphæð vakið umræður um réttmæti þess að leggja svo mikla vinnu og fé í eitt morð öðrum fremur. „Eru morð mis- mikils virði?“ hefur einn þekktasti lögfræð- ingur Svía, Henning Sjöström. spurt. Og svarið er að sjálfsögðu játandi. Það skiptir miklu máli fyrir sænska sjálfsvitund að það upplýsist hver eða hverjir tröðkuðu svo frek- lega á hinu opna sænska samfélagi fyrir tveimur árum. Takist það ekki og menn sitji einfaldlega eftir með meira eða minna rök- studdar grunsemdir mun það eitra alla þjóð- félagsumræðu um langa framtíð. Því er það að réttlætanlegt getur talist að gefa þessu eina morði slíkan forgang sem nú. Nokkrar bækur hafa þegar komið út um morðið og atburði þar í kring. Eru það þá bæði bækur, sem reyna að greina samfélags- myndina og þróunina í kringum morðið og eins bækur hvar í eru lagðar fram kenningar um hvar morðingjans sé að leita. I fyrri flokknum eru rit sem m.a. hafa lagt sig eftir að reyna að greina og skilja hversu sterkar tilfinningar Palme vakti meðal Svía. Munu menn almennt sammála um að enginn annar Ieiðandi stjórnmálamaður hérlendur hafi veriðjafn elskaður ogjafn hataðurog Palme. Hópar utarlega á hægri kanti stjórnmálanna. allt frá nýnasistum og langt inn í raðir ungra moderata (en Moderata Samlingsparti er lengst til hægri þeirra er á sænska þinginu sitja og líkist um margt frjálshyggjuarmi Sjálfstæðisflokksins) byggðu sína pólitísku ímynd að stórum hluta upp á hatri á Olof Palme. Sjálfur var Palme maður átakanna og hafði ekkert á móti því að ögra andstæðing- um sínum og reita þá til reiði. Var hann að því leyti nokkuð ólíkur fyrirrennurum sínum sem og eftirmanni. Að vakin er sérstök at- hygli á þessum þáttum bendir til að bókar- höfundar telji morðingjans eða að minnsta kosti ástæðu morðsins að leita innan Sví- þjóðar. í hinum síðari flokki bóka (og greina) hef- ur aðallega vakið athygli hin svokallaða lög- reglukenning. Gengur hún í stuttu máli út á að aðilar innan lögreglunnar í Stokkhólmi og/eða sænsku öryggislögreglunnar (SÁPO) hafi staðið á bak við morðið. Er svo langt gengið að í einni bókinni eru nafngreindir þrír lögreglumenn sem aðilar að verkinu. Eru þeir áður alræmdir sökum hægrisinn- aðra viðhorfa sem og fyrir grunsemdir um að þeir hafi misþyrmt föngum. Voru þeir hluti af hópi er kallaðist hornaboltagengið, en kylfur sem í þeiri íþrótt eru notaðar kváðu hafa fengið miður geðfelldara hlutverk hjá þeim. Blaðið Proletaren sem gefið er út af samtökum á vinstri kantinum (KPML(r)) hefur gengið enn lengra og í blaði eftir blaði sem og í dreifiritum birt nöfn þessara lög- reglumanna sem og myndir. Hafa þeir eðli- Iega brugðist ókvæða við og krefjast hárra skaðabóta. Er ólíklegt annað en þeir fái þær svo fremi ekki takist áður að sanna sekt þeirra en heldur má það teljast ólíklegt. Grunsemdir í garð lögreglunnar hafa verið svo sterkar, að þingið tilnefndi sérstaka nefnd til að fara í saumana á henni. Var það samdóma niðurstaða nefndarinnar að ekkert lægi fyrir sem réttlæti þessa grunsemd. Lítt hefur þessi niðurstaða þó slegið á grunsemd- irnar, meðal annars sökum þess að nefndin byggir sínar niðurstöður að stórum hluta á gögnum sem hún ein (ásamt lögreglunni) hefur fengið aðgang að. Þá þykir gagnrýn- endum sem um of hafi verið treyst þeim at- hugunum og mælingum sem lögreglan sjálf og öryggislögreglan hafa staðið að. Er svo komið að nokkrir þekktir aðilar úr þjóðlífinu hafa tekið sig saman og myndað óháða nefnd sem á að reyna að komast til botns í málinu. Má því ganga að því vísu að grunsemdir í PALME AR DÖD Polisspáret lever! ■ ■ För tvá ár tcdnn. den 2H fcbruari 1986. vUúiv SvcHficv stalMninisier, Olof Palme pá iippen uata i Stoekhohn. Fortfa- rande har polisen och staLsmakten ingcn mördarc fast, int e heller nágon hállhar teori om varför Pahne mördades cller av tem. I öv er ett árs tid efter mordet ledde láns- polisniástare Hans llolnu-r systematiskt niordspaniiiKcn pá avvágar. Hegeringen tvingades pá grund av Holniérs handlande att av salta honom och sedan dess liar mord- spaningen successivt avtagit. Mll regeringen inte att iniirdaren ska hli fasttagcn och kánd? I)en frá|>an tvinuas svcnska folkct idag stálla. Speciellt soin flera viitnenai"iiit sá- dana vittncsni&l som om de ladcs tillsam- ntans skulle pcka i cn niyckcl bestámd rik I- ning och mot bestáinda pcrsoner. VÁND! Frank Baude, ordförande i KPML(r) Jörn Svensson. inedlem i Ldenniankominissio- ncn och riksdagsman llir Vpk. Lórdag 27 fehruari kl 13.30, Folkcta hus Malmö. — ——Arr: KP.ML(r) — ih'haitmöti' i Mahnö Dctta flv jiblad distribueras av KPML(r) i 500000 exemplar! í þessu dreifiriti frá samtökum yst á vinstri kantinum voru nafngreindir lög- reglumenn gerðir ábyrgir við morðinu. Þeir brugðust að sjálfsögðu ókvæða við, höfðuðu mál og kröfðust hárra skaða- bóta. garð lögreglunnar muni enn um langa hríð verða ofarlega á blaði við umræður um Palmemorðið. Ekki bætir úr skák að þeir er næstir stóðu rannsókninni í upphafi hafa gerólíkar skoð- anir á flestum eða öllum þáttum málsins. Hans Holmer sem stýrði rannsókninni fyrsta árið virðist enn sannfærður um að morðingj- ann sé að finna meðal Kúrda. Claes Zeime sem lengi var yfirákærandi í málinu og háði sem slíkur marga hildi við Holmer er hinn síðarnefndi vildi ýta flestum réttarforsend- um til hliðar, telur í viðtali við mánaðarritið Z að morðið sé verk brjálæðings. Raunar segir hann einnig í þessu viðtali að sá er fyrstur kom Holmér á spor Kúrda sé alkó- hólisti og þekktur sagnahöfundur og hafi verið fullur er hann fyrst hafði samband við lögregluna. Zeime er mjög gagnrýninn á störf lögregl- unnar og telur hana hafa klúðrað flestu er hún tók á. Og þriðji aðilinn er sitja á inni með flestar upplýsingar, Inge Renborg lögreglu- fulltrúi, segist „hafa á tilfinningunni“ að ein- hver samtök standi á bak við morðið. í stuttu máli sagt virðist því svo sem rannsókn máls- ins sé ekkert nær því að vera lokið en þegar hún hófst. Og meðan svo er ástatt munu grunsemdirnar og tortryggnin aukast, bók- um og blaðagreinum fjölga og sár sænskrar þjóðarsálar haldast opið. Það grær ekki þó enn séu lagðar rósir á hverjum degi á gang- stéttina við hornið á Sveavagen og Tunn- elgatan. Ingólfur V. Gíslason/Lundi 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.