Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 25

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 25
INNLENT Húsnæðismál: „Enn hafa stjórnvöld brugðist“ „Estragon: Förum. Vladimir: Við getum það ekki. Estragon: Því þá ekki ? Vladimir: Við erum að bíða eftir Godot.u Sögur, leikrit, ljóð eftir Samuel Beckett. Þýðing og umsjón. Arni Ibsen 308 bls. Verð kr. 2.390.- Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöfunda þessarar aldar og hefur ef til vill öðrum fremur stuðlað að róttækum breytingum á skáld- sagnagerð og leikritun eftir seinni heims- styrjöld. Beckett. sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969. er áleitinn höfundur. einstakur og frumlegur. en stendur jafnframt nær hinni klassísku evrópsku bókmenntahefð en flestir aðrir nútímahöfundar. Hann skilgreinir hlutskipti mannsins á guð- lausri atómöld. lýsir leitinni að tilvist og samastað í veröld sem er á mörkum lífs og dauða. þar sem tungumálið Iteyr varnarstríð við þögnina. Þrátt fyrir nær fullkomið getuleysi. niðurlægingu og algera örbirgð mannskepnunnar er henni lvst með miklum húmor og af ómótstæðilegri Ijóðrænni fegurð. í þessari bók eru sjö leikrit. sex sögur og fjórtán Ijóð frá fimmtíu ára ferli. þar á meðal þekktasta verk Becketts. leikritið Beðið eftir Godot, í nýrri þýðingu, og eitt nýjasta snilldar- verkið, hin stutta og magnaða skáldsaga Félagsskapur, frá 1980. Þýðandinn er Árni Ibsen sem hefur um árabil kannað verk þessa alvörugefna írska húmorista og hann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fyrsta skipti sem verk Samuels Beckett eru gefin út f íslenskri þýðingu. Húsnœðishópurinn kveður sér hljóðs og vekur athygli á erfið- leikum þúsunda íslendinga. Á bak við samtökin eru 40 þúsund landsmenn. „Ljóst er að stórir hópar fólks munu aldrei geta leyst húsnæðisvanda sinn með úrræðum séreignastefnunnar. Og þeir eru einnig fjöl- margir sem ekki vilja fara þá leið í húsnæðis- málum, ýmist í bráð eða lengd. Þetta fólk á sama rétt og aðrir þegnar þjóðfélagsins.“ Það eru 8 almannasamtök sem hafa tekið höndum saman til að knýja á um réttarbætur í húsnæðismálum á íslandi sem lýsa þarna veruleikanum í dag. Greinilega eru hér á ferðinni öflug samtök sem hafa á bak við sig u.þ.b. 40 þúsund landsmenn sem krefjast langþráöra úrbóta í þessum málum. Bak við húsnæðishópinn standa m.a. sam- tök stúdenta, Öryrkjabandalagið, Þroska- hjálp, Leigjendasamtökin og samtök aldr- aðra. Fulltrúar þessara samtaka í stjórn hús- næðishópsins benda á að enn hafa stjórnvöld brugðist þeim loforðum sem gefin hafa verið þrátt fyrir meinta „byltingu" í málum Bygg- ingarsjóðs ríkisins á síðustu árum. í raun hafi heildarframlag ríkisins til byggingarsjóð- anna farið lækkandi og hafi lækkað að raun- virði um rúmlega 30% á síðasta ári. „Félagslega húsnæðiskerfið býr við fjár- svelti og við skorum á félög og heildarsam- tök launafólks að láta húsnæðismál til sín taka og fylgja betur eftir samþykktum sínum og baráttumálum á þessu sviði“, segir í yfir- lýsingu húsnæðishópsins. Þessar kröfur koma fram við gerð kjarasamninga er þess er minnst að upphaflega áttu breytingarnar á húsnæðislögunum 1986 rætur sínar í samn- ingum aðila vinnumarkaðarins. ^vart á fivítu 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.