Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 29

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 29
VIÐSKIPTI Sameining flugfélaganna, Flugfélags íslands og Loftleiða 1973 var ekki sársaukalaus. Þá var reynt að mýkja ímynd sameiningarinnar með þessari mynd. Enn í dag deila Flugfélagsmenn og Loftleiðamenn um arftakann og ágæti hans. „Loftleiðir komnar á hausinn", segja Flugfélagsmenn. „Argasta bull. Flugleiðir lifa af eignum Loftleiða", segja Loftleiðamenn. vilji það, nema það verði knúið til þess vegna vanda Flugleiða eins og síðar verður vikið að. Fjármagnseign Eimskips leyfir hins veg- ar skýlausan rétt á þremur fulltrúum í stjórn Flugleiða. Loftleiðir á hausnum „Það sem raunverulega hefur gerst er að Loftleiðir eru komnar á hausinn", sagði hátt- settur starfmaður Flugleiða í samtali við Þjóðlíf um núverandi stöðu, „en Flugfélagið Eignasala Flugleiða Annað árið í röð eiga Flugleiðir sölu á eign- um að þakka að hægt er að sýna bókhalds- hagnað af rekstri fyrirtækisins. í fyrrasýndi ársskýrsla 156.6 milljóna króna hagnað af sölu eigna á árinu 1986 og á sl. ári varð um 400 milljón króna hagnaður af sölu eigna. Fjárfestingar eru nánast engar í nýjum vél- um. lifir og dafnar". Þá er bent á að Atlantshafs- flugið, sem Lofleiðir áttu heiðurinn af, hafi á sl. ári verið rekið með 400 milljón króna tapi. Ástæðurnar segja forystumenn Flugleiða vera að launakostnaður hafi hækkað um 35%-40%, eldsneytiskostnaður hafi hækkað svipað og að 11% rýrnun dollars gagnvart krónu setji stærsta strikið í reikninginn. En því fer víðs fjarri að allir séu sammála um þessar skýringar fyrirtækisins. Kostnaður við Ameríkuflugið er talinn hafa hækkað um 26% en tekjur ríflega 18%. Kostnaðurinn er talinn vera um 3400 mill- jónir króna en tekjurnar um 3 milljarðar króna. Hins vegar hafa viðskipti fyrirtækis- ins í auknum mæli beinst yfir á Evrópumark- að á síðustu misserum ekki síst vegna gengis- þróunar dollars og þróunar í flugmálum í heiminum. „Ævintýrið er búið, menn geta ekki lengur orðið ríkir á Ameríkufluginu", sagði Flugleiðamaður við Þjóðlíf. En eru allir á þeirri skoðun að Loftleiða- hluti Flugleiða sé farinn á hausinn en Flugfé- lagshlutinn vaxi og dafni? „Ég held að það sé alveg öfugt, sem sést best af því, að ef eignir Flugleiða í dag eru skoðaðar þá eru það ein- ungis eignir sem Loftleiðir áttu og komu með í búið eða urðu til eftir sameininguna", segir Kristjana Milla Thorsteinsson stjórnarmað- ur í Flugleiðum í samtali við Þjóðlíf. Hún bendir einnig á, að Loftleiðir hafi verið með helming Evrópuflugsins fyrir sameiningu auk Ameríkuflugsins. Ameríkuflugið standi líka að baki 60% til 70% tekna Flugleiða og það fjármagn hafi auðvitað verið notað til kaupa á vélum félagsins fyrir Evrópuflugið og öðrum eignum. „Loftleiðir fengu ekki grænan eyri fyrir uppbyggingu sína í Banda- ríkjunum og þá aðstöðu alla. Og Hótel Loft- leiðir fengu þeir alveg frítt, bara gefins", segir Kristjana Milla. Ráðgjafarfyrirtækið hefur verið að störf- um frá því sl. haust en skilar ekki af sér fyrr en í apríl. Talið er víst að firmað bendi á nokkrar leiðir til að losa Flugleiðir úr kreppu NAtlantshafsflugsins, en hins vegar verða forstöðumenn Flugleiða í þeirri leiðinlegu aðstöðu á aðalfundinum að þurfa að skýra frá afleitri stöðu á Bandaríkjafluginu án þess að geta bent á leiðir til úrlausnar í samræmi við niðurstöður ráðgjafarfyrirtækisins. Hitt er ljóst að Flugleiðir verða að bregð- ast við snarlega ef ekki á mjög illa að fara. Viðbrögð hafa verið þau til að byrja með að reyna að selja meira á N-Atlantshafsflugið hjá söluaðilum í Evrópu og fá þannig evrópskan gjaldmiðil í stað dollars fyrir þetta flug. Reynt hefur verið að skrúfa niður alla kostnaðarliði. Þá hefur fyrirtækið selt frá sér eignir. En menn eru engu að síður efins um að slíkar ráðstafanir nægi, framtíðarmögu- leikarnir séu einfaldlega of takmarkaðir. Reiknað er með að frjálsræði aukist mjög með tilslökunum á flugrekstrarleyfum og þess háttar í Evrópu og flugmarkaðurinn verði enn „villtari" en nú. Telja flugspekúl- antar að það muni leiða til þess að flugfélög- um fækki enn og erfiðara verði fyrir minni félögin að standa í samkeppninni en nú. Enn fremur ganga í gildi evrópskar reglur um hávaðamengun árið 1992, sem leiða til þess að vélar Flugleiða, Boeing 727 og DC8 verða úr leik nema með meiriháttar endurbótum. Þar með er verið að segja að ef Flugleiðir ætluðu sér óskertan hlut á næstu árum á am- erísk/evrópskum markaði yrði firmað að festa kaup á nýjum flugvélum. Með núver- andi ískyggilegum hallarekstri gengur það dæmi ekki upp. Og það þykir mönnum enn verra, því allur íslenski farþegaflugvélaflot- inn þarfnist endurnýjunar, ef hann á að ná hagkvæmni í rekstri og verða samkeppnis- hæfur á alþjóðamarkaði. * Ut úr öngstrœtinu? Meðal þeirra leiða sem koma til álita út úr vandanum er sú, að fá flugfélag til samstarfs 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.