Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 70

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 70
ERLENT Nicaragua Uppreisn í rénun DC 3 vélin hristist dálítið, en lendir þó mjúk- lega á flugvellinum í Bluefields, sem er um- kringdur hitabeltisgróðri. Það er lágskýjað og súld. og hitinn skellur á okkur. Flugstöðv- arbyggingin er lágreist timburhús og farang- urinn er afhentur við flugbrautina, meðan farþegarnir til Managua stilla sér upp í bið- röð. Brátt erum við á leið inn til bæjarins í hrörlegum leigubíl. Vegurinn er ntjór og meðfram honum lág timburhús. Húsin eru reist á staurum og í kringum þau hlaupa hænsni, svín, hundar og apakettir. Nóg er af börnum. Ekkert gler er í gluggunum heldur loka menn mcð hlerunum, ef þeir þurfa að bregða sér frá. Við húsin eru litlir garðar með ávaxtatrjám, banönum, appelsínum, sítrónum, mandarínum, papaya og brauð- ávöxtum. Sumar plönturnar þekkjum við sem stofublóm að heiman, svo sem hibiscus og stofubirki. Göturnar líkjast helst troðn- ingum og meðfram þeim liggur mjó, steypt og upphækkuð gangstétt. Ástæðan er degin- um Ijósari, þegar fer að rigna. Úrhelli í stutt- an tíma og troðningarnir verða að lækjum. Hér rignir árið urn kring, mest þó í júlí og ágúst, þegar ekki er hægt að þurrka fötin nema með heitu straujárni. Á götunum sjá- um við hermenn í fullum skrúða, búna vopn- um. Herjeppar og ámóta farartæki eru áber- andi, enda ríkir hér eldsneytisskortur og her- inn situr fyrir um bensín. Menn þurfa sérstakt leyfi til að geta ferðast til Atlants- hafsstrandarinnar (Costa Atlantica) og án þess er ekki einu sinni hægt að kaupa flug- miða. Náttúruauðlindir í austri Bluefields er stærsti bærinn hér á austur- ströndinni með um 25.000 íbúa. Þessi hluti landsins er um það bil helmingur af flatar- máli þess en hér búa aðeins um 10% lands- manna. Næststærsti bærinn er Puerto Ca- bezas sem liggur nálægt landamærum Hond- úras. Þar búa um 12.000 manns. íbúarnir eru af mörgum ólíkum kynþátt- um og menning þeirra margvísleg. Þeir eru dreifðir urn allt svæðið. Vegir eru fáir og lélegir og surnir þeirra eru lokaðir meðan á regntímanum stendur. Einnig er hægt að fljúga rnilli nokkurra staða í héraðinu, en Einar Hjörleifsson og Kristiina Björklund skrifa frá Nicaragua annars er siglt eftir fljótunum, smáum og stórum, sem setja svip sinn á þennan lands- hluta. Hér er mikið af málmum, t.d. bæði gull og silfurnámur (Bonanza og La Rosita) og í víðáttumiklum skógunum má finna flest- ar þær trjátegundir, sem húsgagnaiðnaður iðnríkjanna notar. í Karabíska hafinu er ógrynni fiskjar og skeldýra. Auk þess eru hér góð skilyrði til að stunda landbúnað. Náttúruauðlindirnar voru fyrir byltinguna árið 1979 nýttar að hluta til, en þeir, sem hirtu afraksturinn voru bandarískir eigendur fiskvinnslu- og námafyrirtækja, sem stund- uðu þennan atvinnurekstur í skjóli Somoza- fjölskyldunnar. Uppbygging samgangna og annarrar nauðsynlegrar þjónustu á svæðinu laut lögmálum framleiðslunnar og tók ekk- ert tillit til þarfa íbúanna. Nær sambands- laust var milli austur- og vesturstrandarinn- ar. Sandinistar tóku því við tvískiptu landi. landfræðilega og menningarlega, eftir bylt- ingarsigurinn. í september árið 1987 voru samþykkt ný lög á þjóðþingi Nicaragua um sjálfstæði íbúa austurhlutans. Plaggið er einstakt í sinni röð, enda eru þjóðarbrotum héraðanna tveggja (Atlantico Sur og Atlantico Norte) tryggð þar víðtæk réttindi. M.a. er héraðsþinginu tryggður réttur til að ráðstafa náttúrulegum auðlindum svæðisins í samráði við stjórnvöld í Managua. Kveðið er á urn algert jafnrétti íbúa á svæðinu, sjálfræði þeirra í mennta-og menningarmálum, svo dæmi séu tekin. Fjöl- breytileika laganna má marka af því, að þar er m.a. kveðið á um að leitast skuli við að safna saman vitneskju um náttúrulækningar. sem íbúar svæðisins búa yfir. En hver var undanfari þessarar lagasetn- ingar, sem fulltrúar innfæddra (indigenous) hópa víðs vegar að úr heiminum lýsa sem hinni framfarasinnuðustu sinnar tegundar? Menningaráfall Sandinistar gerðu sér frá upphafi grein fyrir sérstöðu íbúa austurhéraðanna. M.a. af Ibúar í austri íbúar austurstrundarinnar, eins og þeir skiptast eftir kynþáttum og tungum: Miskito-indíánar (miskító og spænska) ............................ 75.000 Kynblendingar (mestizoar) (spænska) .............................. 182.000 Criollar (criollos) (enska og spænska) ........................... 26.000 Sumu-indíánar (sumu og spænska) .................................. 9.000 Garífunu-indíánar (garífuna og enska) ............................ 1.750 Rama-indíánar (rama, enska og spænska) ........................... 850 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.