Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 75

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 75
BILAR Trooperinn var útnefndur „jeppi ársins" af útbreiddu jeppablaði 1985. Reynsluakstur á Isuzu Trooper: Þýðgengur, alhliða brúkunarhestur ISUZU ER NÝJASTA JAPANSKA TEG- UNDIN á bifreiðamarkaðnum hér á landi, kom ekki hingað fyrr en í upphafi þessa ára- tugar. Þó er hún engan veginn ný í heima- landinu. Þar hafa starfsmenn fyrirtækisins unað sér við að framleiða bfla og vélar frá því 1 fyrri heimsstyrjöldinni, reyndar undir öðr- um nöfnum framan af. Sérstaklega hafa þeir verið iðnir við það síðustu 40-50 árin að smíða dísel-vélar og flutningabfla af ýmsum gerðum og eru nú afkastamesti vörubfla- íramleiðandi landsins. Þar á bættu menn og konur því að vita hvað þau eru að gera. Árið 1971 urðu þau tímamót í sögu fyrir- I^kisins að það gekk í eina sæng með banda- r*ska stórfyrirtækinu General Motors (Chevrolet, Buick o.fl.). Síðan hafa Isuzu- bflar jafnframt verið seldir í Bandaríkjunum undir tegundarheitinu Chevrolet, fyrst og fremst litlir fólksbflar og skúffubflar („pick- up“), en Trooper-jeppinn sem hér verður fjallað um, hefur alltaf heitið Isuzu vestan- hafs. Þar voru menn raunar það ánægðir með Trooperinn að hann var útnefndur „Jeppi ársins“ af útbreiddu jeppablaði 1985. JEPPASAGA ÍSLENDINGA hefur enn ekki verið skráð, en þegar að því kemur verður þar væntanlega að finna kafla um japönsku jeppana. Sá kafli hefst með gamla, góða Toyota Landcruiser-jeppanum á sjöunda áratugnum og er hann aðalsöguhetj- an lengi vel. Um og fyrir 1980 koma síðan til sögunnar þeir jeppar japanskir sem hvað mest hefur borið á síðan: Mitsubishi Pajero, Toyota Landcruiser (nýrri gerðin), Nissan Patrol og nú síðast Isuzu Trooper og Dai- hatsu Rocky. (Pínujeppinn Suzuki Fox er af dálítið öðru sauðahúsi, en alls góðs makleg- ur sem slíkur). Þessir bílar eiga það sam- merkt að vera ágætum hæfileikum búnir sem jeppar til almennra nota: Þægilegir í akstri á vegum úti, yfirleitt notadrjúgir í torfærum, ríkulega búnir og liprir í bæjarsnattinu. Sem sagt prýðilegir ferðabflar um vegi og vegleys- ur og þreyta engan í innkaupaferðum og bankastússi. Er hægt að biðja um meira? ISUZU TROOPER var ekkert alltof vel tekið þegar hann kom hingað fyrst. Ég er ekki frá því að jafnvel sölumennirnir hjá um- boðinu, Bílvangi hf., hafi á þeim árum átt fullt í fangi með að sannfæra sjálfa sig, hvað þá kúnnana, um kosti hans umfram keppi- nautana, og í hjarta sínu fundist hann bæði ófríður og máttlaus. En í þeim efnum hefur orðið á mikil breyting og sölumennirnir geta nú talað um ágæti Troopersins af fullri sann- færingu. Bfllinn er nefnilega orðinn allrar athygli verður og þarf hvorki að skammast sín fyrir vélarafl né útlit. Hvað það síðar- nefnda varðar hefur hann nýjasta árgerðin breyst mjög til hins betra, línur orðnar mýkri og rennilegri og komið á hann nýtt andlit, 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.