Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 71

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 71
ERLENT Áhersla er lögð á að koma fram við íbúana af fullri virðingu, en þeir urðu í byrjun byltingar fyrir „menningarsjokki". þessum sökum hófst herferðin gegn ólæsi þar nokkru seinna en annars staðar, því finna þurfti heppilegt kennsluefni á ensku og hin- um ýmsu málum indíána. Ymis mistök voru gerð í samskiptum við íbúana. T.d. var lögð á það áhersla að byggja upp ýmis konar fjöldasamtök, enda var það talin besta leiðin til að festa byltinguna í sessi. Ákafir stuðn- ingsmenn FSLN gerðu sér ekki grein fyrir gjörólíkri gerð indíánasamfélaganna. Til- raunir til þess að þröngva fjöldasamtökum upp á íbúana mæltust illa fyrir og tortryggni gætti á báða bóga. Formaður nefndar, sem undirbjó sjálfræðislögin, Johnny Hodgson, lýsir þessu þannig: „Þegar árásir voru gerðar á byggðarlögin, þurfti að senda þangað hersveitir. Nærvera þeirra skapaði síðan önnur vandamál, þar eð hermennirnir voru yfirleitt frá Kyrrahafs- ströndinni og höfðu annan menningarlegan bakhjarl. Þeir töluðu ekki einu sinni mál fólksins." Þarna átti sér því stað nokkurs konar,. menningarsjokk", þar sem sögulega skilyrt sambandsleysi milli landshlutanna tveggja sagði til sín. Þetta varð ákjósanleg gróðrastía vopnaðra gagnbyltingarsveita, sem nutu stuðnings bandarísku leyniþjónust- unnar. Sandinistar gerðu sér brátt grein fyrir því, að fullur sjálfsákvörðunarréttur væri það eina, sem dygði til að halda hinum ólíku þjóðarbrotum austurstrandarinnar saman innan eins ríkis. Þeir léðu hins vegar ekki máls á sjálfstæði, en þess höfðu sumir leið- togar uppreisnarmanna krafist. Undirbúningurinn að gerð laganna hófst í lok 1984, þegar mynduð var Þjóðlega sjálf- stæðisnefndin eða: Landsnefndin um sjálf- ræði (Comisión Nacional de Autonomía). í framhaldi af því voru myndaðar tvær héraðs- nefndir á Atlantshafsströndinni, ein í norð- urhlutanum, önnur í þeim syðri. Nefndar- menn fóru út til fólksins, í íbúðahverfin, á vinnustaðina og í afskekkt byggðarlög. Alls staðar var viðkvæðið hið sama: „Hvernig getum við fært okkur í nyt þær auðlindir, sem við búum yfir, hvernig eigum við að byggja upp svæðisstjórnir?" Að sögn Hodgsons var hver einasti viðmælandi nefndarinnar fylgj- andi hugmyndum um sjálfræði, en ýmsir voru þó tortryggnir á að stjórnvöld myndu leggja blessun sína yfir þær. Með tillögur íbúanna að veganesti sömdu svæðisnefndirnar síðan plagg, sem dreift var meðal íbúanna. Þeir sem nýlega höfðu lært að lesa fengu sérstaka útgáfu á einföldu máli, skreytta teikningum. Meðal lykilatriða voru nýting auðlinda, skipulag svæðisstjórna, samskipti við önnur ríki á Karíbahafsvæðinu og uppbygging samyrkjubúa. Þetta plagg var síðan rætt á fjölþjóðaþingi (Multiethnic As- sembly) í tvígang, þar sem fulltrúar sérhvers byggðarlags áttu sæti. Lögin voru síðan sam- þykkt nær óbreytt í september 1987. Til móts við uppreisnarmenn Samtímis undirbúningnum að fullu sjálf- ræði, leituðust sandinistar við að koma til móts við uppreisnarmenn. Árið 1985 gekk í gildi sakaruppgjöf fyrir þá, sem gripið höfðu til vopna og mikil áhersla hefur verið lögð á að koma fram við íbúana af fullri virðingu fyrir lifnaðarháttum þeirra og menningu. Hermenn, þ.á.m. háttsettir foringjar, sem ekki hlýðnast þessu, eru annað hvort fjar- lægðir og fluttir annað, eða refsað á annan hátt. Tekist hefur að ná samkomulagi við meg- inþorra þeirra vopnuðu skæruliða, sem börðust gegn sandinistastjórninni. Reynaldo Reyes, Uriel Vanega og Juan Salgado eru dæmi um foringja indíána, sem samið hafa við sandinista. Indíánarnir hafa fengið að halda vopnum sínum, enda gegna þeir hlut- verki varnarsveita í heimabyggðunum. Aft- ur á móti eru þeir ekki kallaðir í her sandin- ista, EPS. Víða snúa þessar sveitir og EPS bökum saman og verjast í sameiningu árás- um kontrasveitanna. Um miðjan janúar bættist síðan einn leið- toginn enn í hópinn, Brooklyn Rivera. Samningaviðræður standa nú yfir milli sam- taka hans, YATAMA og stjórnvalda, með innanríkisráðherrann, Tomás Borge í broddi fylkingar. Þótt Rivera hafi nýlega í viðtali við La Prensa komið með ýmsar harðorðar yfir- lýsingar, má telja líklegt, að einhvers konar samkomulag náist. Þá verða ekki margir skæruliðar eftir úr röðum indíána og friður á næsta leiti á Atlantshafsströndinni. Mest er þó um vert, ef lögin verða til þess að færa landshlutana tvo nær hvor öðrum og byggja upp raunverulegan sjálfsákvörðunar- rétt íbúanna. Einar Hjörleifsson og Kristiina Björklund 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.