Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 76

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 76
BÍLAR ferköntuð ljós og nýtt grill. Þá er LS-gerðin með snyrtilegum álfelgum sem gera sitt. Hann er beinlínis orðinn laglegur að mínu mati. TROOPERINN SEM ÉG HAFÐI UNDIR HÖNDUM eina helgi var af gerðinni LS, með 111 hestafla 2.3 lítra bensínvél, aflstýri, fimm dyrum og jafnmörgum gírum, auk þess að hafa lágt drif eins og allar gerðirnar. Par með verða gírarnir áfram í rauninni tíu tals- ins. Þá var hann búinn rafdrifnum rúðum, álfelgum og miðstýrðum hurðalæsingu, en sá búnaður er fólginn í þessari gerð. Þannig kostar hann rúmlega 1400 þús. kr., ryðvarinn og skráður. Hægt er að fá ódýrari gerð, DLX, sem hefur ekki til að bera síðasttöldu atriðin, en er a.ö.l. alveg sami bíllinn (tæp 1300 þúsund), sem og þriggja dyra útgáfu sem aftur er talsvert ódýrari (rétt rúm millj- ón). Pá er fáanlegur LS-bíll með 115 hestafla 2.6 lítra bensínvél og sama gerð með 110 hestafla 2.8 lítra túrbó-díselvél. Þeir eru vita- skuld nokkuð dýrari, sá fyrrnefndi kostar um 1600 þúsund og sá síðarnefndi rúm 1700 þús- und. Það vekur athygli hve mikill verðmunur er á LSgerðinni með 2.3 lítra og 2.6 lítra bensínvél, hátt á annað hundrað þúsund, en þar er ekki síður við ríkisvaldið að sakast. Sá með stærri vélinni fær á sig töluvert hærra aðflutningsgjald (47% í stað 37%) vegna meira rúmtaks vélar. Og þeir sem vilja spandera í díselvél þurfa að púnga út enn meiru. Einhver kann að spyrja hvað sé þá unnið við að hafa díselvél í bílnum, fyrst hún er svona miklu dýrari. Því er til að svara að sá sem ekur meira en 20 þúsund km á ári fer að spara eldneytiskostn- að þegar komið er yfir það mark. Sumir vilja bæta því við að slíkar vélar séu viðhalds- minni og ekki eins viðkvæmar fyrir bleytu. Aðrir hafa hins vegar bent á að sé verð- munur á bíl með bensínvél og díselvél ávaxt- aður með hagkvæmum hætti megi keyra bensínbílinn nokkur þúsund kílómetra fyrir vextina. Sé dæmið reiknað þannig má segja að díselbílar séu heppilegur kostur fyrir þá sem keyra mun meira en 20 þúsund km á ári, t.d. atvinnubifreiðastjóra. EN HVERNIG ER TROOPERINN Á SVIP OG í FASI? Það er ekki hægt að verjast fyrstu áhrifum af bfl, þeim sem maður verður fyrir þegar sest er undir stýri. Þar er fyrst til að taka að stýrishjólið er akkúrat eins og ég vil hafa það: Fyllir vel upp í greipina, er vel bólstrað og í minna lagi í þvcrmál. Ökumað- ur situr hátt og sér vel til allra átta; það á líka við um smávaxna japanska ökumenn og nettar frónskar frúr, því sætið má hækka og lækka. Þá eru gluggar stórir, engir glugga- póstar það breiðir að þeir byrgi sýn og spegl- ar áberandi stórir og bjartir. Það er reyndar mikilvægt öryggisatriði sem kostar fram- leiðandann sáralítið, en varðar ökumann miklu. Og allir mælar og gaumljós (prýðilegt nýyrði fyrir viðvörunarljós í mælaborði, sem ég sá fyrst í auglýsingabæklingi frá Heklu hf.) eru í beinni augsýn, og fætur og hægri hönd rata hiklaust á rétta staði. Það er frekar um búnað innandyra að segja að auk hraðamælis og snúningshraða- mælis fyrir vél er mælir fyrir smurþrýsting, eldsneyti og vélarhita. Gaumljós eru fyrir smurþrýsting, rafhleðslu, háu ljósin, stefnu- ljósin, handbremsuna og framdrif. Þá eru þrír mælar í samstæðu ofan á mælaborði: Einn sýnir hæð yfir sjó, annar gefur upp halla bílsins til hliðar og fram og aftur og sá þriðji Stýrishjólið fyllir vel upp í greipina, er vel bólstað og í minna lagi í þvermál. hitastig innan dyra og utan. Auk þess er þarna hefðbundinn stjórnbúnaður fyrir mið- stöð, útvarp með segulbandi, vindlakveikj- ari, rofi fyrir hita í afturrúðu og klukka í stokk á milli sætanna, svo flest sé nú talið. Allt þetta hefur jákvæð áhrif þegar ekið er af stað, en spurning vaknar um vélaraflið og ökumannssætið. Ég kem að því síðar. HÖNNUÐIR ISUZU-VERKSMIÐJANNA virðast hafa haft í huga að Trooperinn sé í akstri eins og venjulegur fólksbíll, þótt hann sé jeppi. Því vekur það nokkra furðu hvernig rofum fyrir ljós og þurrkur er fyrirkomið. Almennt tíðkast nú orðið á fólksbflum að þessir rofar séu á stýrisleggnum og ökumað- ur hafi þá við fingurgómana, án þess að sleppa stýrinu. í Troopernum er ljósarofinn hins vegar í mælaborðinu, vinstra meginn við stýrislegginn, rétt eins og í gamaldags amer- ískum köggum og rofi fyrir afturrúðuþurrku og -sprautu er neðarlega í mælaborðinu miðju. Þetta er ólán, ekki síst vegna þess að bílar sem eru þverir að aftan, eins og jeppar eru gjarnan, ausa miklum óhreinindum upp á afturrúðuna. Rofanum fyrir framrúðu- þurrkurnar er aftur á móti ágætlega fyrir komið á stýrisleggnum og venst vel. Svo enn sé fundið að er þess að geta að setan í framsætunum er full stutt, þannig að stuðning vantar við lærin. ÞAÐ VAR FÖSTUDAGSSÍÐDEGI, KALDRANALEG SÚLD OG DIMMVIÐRI þegar við kynntumst fyrst, ég og Trooper- inn. Það voru bílar á bæði borð og framund- an og afturundan. Og Reykvíkingar virtust vera að ganga af göflunum rétt eina ferðina og allir úti að aka, í bókstaflegum skilningi. Undir slíkum kringumstæðum er gott að vera á bíl eins og Isuzu Trooper, með útsýni eins og að framan greinir, og stýri, fótstig og gírstöng beint í æð. Og miðstöðin hlýjaði mér fljótt og vel, og yndisleg rödd Billie Holi- day og kaldhæðnislegur húmor IUuga Jök- ulssonar hljómaði bærilega úr fjórum hátöl- urum. Það var í sjálfu sér ágætt að vera bara á ferð um bæinn. Vandað tauáklæði á sætum, hliðstæð Tæknilegar upplýsingar: Lengd (cm) : 447 Breidd (cm) : 165 Hæð (cm) : 180 Eigin þyngd (kg) : 1480 Bensíntankur (ltr) : 83 Vél : 4 strokkar, 8 ventlar, 1 yfir liggjandi knastás Sprengirými (cm!) : 2254 Afl (DIN-hö/snún : 11R5000 Tog (NM/snún/mín) : 185/3000 Þjöppunarhlutfall : 8.3 : 1 Bensínkerfi : Tveggja hólfa blöndungur Fjöðrun, framan : Sjálfstæð fjöðrun á hvoru hjóli, jafnvægisstöng, - aftan : Heill ás, blaðfjaðrir Hemlar, framan : Diskar - aftan : Skálar Stýri : Aflstýri Beygjuradíus (m) : 5.4 Gírkassi : Fimm gírar áfram, hátt og lágt drif .Drif : Að aftan og framan Annar búnaður m.a.: Miðstýrðar hurðalæsingar; rafdrifnar rúður; mælar fyrir hita, halla og hæð; útvarp m/segulbandi; aukaljós að framan; álfelgur; handvirkar framdrifslokur o.fl. 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.