Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 3
BRÉFFRÁLESENDUM Farið varlega Ég les reglulega blaðið og hef kunnað því vel. Hins vegar fannst mér þið fara alveg á mörkin með njósnamálinu. Eiginlega get ég ekki betur séð en þið hafið vakið athygli á manninum sem er saklaus. Þannig hafið þið orðið til þess að benda öllum á hann og það gæti komið honum illa í framtíðinni. Auðvit- að vita allir að það er njósnað á Islandi, en það er ekki að ástæðulausu. Það er alls stað- ar gert. Mér finnst þið komin ansi nálægt Helgarpóstinum með því að gera svona og skora á ykkur að fara varlega í þessum efn- um. Bragi Vestfirðingur. Loksins, loksins.. Auðvitað grunaði mann að það væri njósnað hér á landi, en að það væri gert með svona opinskáum hætti grunaði mann ekki. Það var í samræmi við ótrúverðugan málflutning yfirmanna lögreglunnar í Reykjavík að lesa í Þjóðlífi að yfirlögregluþjónninn í Reykjavík segði þetta allt „tilviljanir“ og að þeir hefðu verið á þjófavakt. Lögreglustjórinn var þó skárri með því að játa hvorki né neita — til að byrja með. Hins vegar fór ekki mikið fyrir staðfestingu lögreglustjórans þegar hann viðurkenndi njósnirnar. Þarna tókuð þið á máli, sem alltof lengi hefur legið í þagnar- gildi og sýnir svo ekki verður um villst að einstaklingurinn getur ekki verið öruggur um sig, lýðræðið tryggir honum ekki vernd og kerfið viðurkennir ekki persónuhelgi þrátt fyrir stjórnarskrá. Borgararnir eiga rétt á friðhelgi, til þess höfum við lög, stjórnar- skrá og samskiptareglur. Það má líka segja þeim þingmönnum til hróss sem tóku málið upp á alþingi, að þeir gera sér grein fyrir Þjóðlíf FRÉTTA TlMARIT lögrcglan ábyrgð löggjafans í mikilvægu máli. Loksins, loksins var fjallað um mál með vönduðum hætti, sem skiptir alla miklu máli, og snýst um sjálfan kjarnann: mannréttindi borgar- anna. Hafið þökk. Guðmundur í Garðabæ. Klám úr sögunni Vissulega var greinin um „herferð gegn klámi" býsna fróðleg, þó þið liggið undir grun um að hafa haft gaman af þessu. Hins vegar held ég að óhætt sé að fullyrða að á Islandi sé tæpast hægt að tala um klám af því að hér eru engar klámbúðir eða svoleiðis eins og er út í Þýskalandi eða annars staðar í Evrópu. Þegar svo hræðslan við eyðni bætist við, þarf enginn að hafa áhyggjur að mínu mati af klámfaraldri á íslandi, það er bara úr sögunni, hafi það einhvern tímann verið hér á landi. Kristbjörn Tvíbent umfjöllun Umfjöllun ykkar í síðasta Þjóðlífi um barátt- una gegn klámi var forvitnileg, en bar þess merki að það var karlmaður sem skrifaði. Svo fannst mér það orka tvímælis hversu margar og stórar myndir þið tölduð ykkur þurfa að birta með greininni. Lilja, Reykjavík. Ögnvekjandi upplýsingar Greinin í síðasta tölublaði Þjóðlífs um per- sónunjósnir var gífurlega athyglisverð og vakti mig og marga aðra til umhugsunar um það þjóðfélag sem við búum í. Viðbrögð lögreglustjóra og yfirlögregluþjóns voru með ólíkindum og ljóst að trúnaðarbrestur hefur orðið milli lögreglunnar og fólksins í land- inu. Það er afar brýnt að farið verði í saum- ana á því sem raunverulega gerðist til þess að hreinsa andrúmsloftið. Hermann, Reykjavík. Til hamingju! Ég hef verið áskrifandi að Þjóðlífi nánast frá upphafi og fylgst með því í gegnum súrt og sætt. Sú þróun sem nú er að verða á blaðinu í átt að vönduðu fréttatímariti er mjög ánægjuleg, enda ekkert annað tímarit á þeim markaði. Ég les erlend fréttatímarit að staðaldri og þó auðvitað sé ekki réttlátt að bera saman svona blöð, þá finnst mér mesta furða hvernig þetta gengur hjá ykkur. Ég sé ástæðu til að óska ykkur til hamningju. Jóhanna TRYGGING ÞADVARORDID TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.