Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 44

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 44
MENNING ✓ Ovæntar hliðar á Megasi Drukknuð böm sækja í brunnmn Megas spjallar um nýju plötuna sína, Höfuðlausnir „Hvað er svona tœlandi við Tailand?“ „þeir bræða & og þeir grœða í þér íshjartað sjúka“ I»að er skammt stórra högga á milli hjá Megasi um þessar mundir. Fyrir jólin í fyrra sendi hann frá sér hina bráðskemmtilegu plötu Loftmynd þar sem mannlífið í Reykjavík var skoðað niður í kjölinn úr hæstu hæðum og nú í byrjun apríl lítur nýtt fullskapað atkvæmi dagsins Ijós, LP-platan Höfuðlausnir þar sem meistarinn sýnir á sér enn nýjar og óvæntar hliðar. Þessi nýja plata er að verulegu leyti unnin með hljóðgervlum og öðrum nútímalegum hátæknibúnaði og mun gömlum Megasaraðdáendum þykja kveða við nýjan tón frá hefðbundnu rafmagnshljóð- færunum í fyrri verkum hans. Auk Megasar eru það Hilmar Örn Hilm- arsson og Guðlaugur Óttarsson sem eru heil- arnir á bakvið Höfuðlausnirnar, en þeir eiga báðir litríkan feril að baki í rokkmúsikinni. Hilmar Örn var textahöfundur Þeys, gat sér frægðarorð fyrir að vera um tíma meðlimur ensku sveitarinnar Psychic T.V. og gaf fyrir skömmu frá sér plötuna Crowleymass sem er mikil hljóðveisla til heiðurs hinum sálaða galdramanni. Guðlaugur er hinn nafntogaði gítarleikari Þeys og Kukls og „þriðja eyrað" á Loftmynd Megasar. Lykillinn að tœkninni „Þegar ég heyrði Crowley-messuna hans Hilmars fékk ég hugljómun," segir Megas og horfir til himna. „Þarna heyrði ég sánd sem mér fannst afskaplega kræsilegt að nota við þau lög sem ég átti í fórum mínum og ekki höfðu fallið að Loftmyndarhugmyndinni. Þó að ég hafi heyrt eitthvað þessu líkt áður opn- uðust nú eyru mín fyrir þeim möguleika að nota hátæknibúnað í mínum eigin lögum. Ég hafði fram að þessu alltaf verið hallur undir einhvers konar grasrótarrokk. Þetta höfðu gjarnan verið mjög kalvínískar útsetningar hjá mér. En ég er ekki haldinn þeirri firru að vilja vera fastur í einhverju, það er ekki mín hugmyndafræði. Ég geng ekki um með nein- ar grillur um það að ég sé búinn að finna einhverjar lausnir í eitt skipti fyrir öll. Ég vil að allar dyr séu opnar. Og Crowley-messa Hilmars var kannski sá lykill sem lauk upp þessum dyrum að tækninni. Upphaflega ætlaði ég að vísu bara að nota ónýttan tíma í stúdíói meðan eigendurnir átu jólasteikurnar og taka upp nokkur lög með Hilmari, ekki með útgáfu í huga heldur fyrir sjálfan mig að hlusta á í ellinni í ruggustóln- um með þykkt teppi breitt yfir mig á meðan ég yljaði kulvísa fætur við arineldinn. Svo kom í ljós að útilokað var að fá ókeypis stúd- íó á þessum tíma vegna þess að öll hljóðver 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.