Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 49
MENNING
„Ég var hrifinn af klausturdagbók Halldórs litla“, segir Þórarinn bóndi á Gullbringu.
(Mynd Björn Haraldsson)
Skáld í berjamó
Mál og mennig gefur út stórbók
með verkum Þórarins Eldjárns.
Höfundur með skáldsögu í smíð-
um
„Það er vitaskuld mikill heiður fyrir mig að
vera gefinn út í stórbók“, segir Þórarinn Eld-
járn kankvís á svip. „Aður hafa tveir af mín-
um uppáhalds höfundum verið gefnir út á
þennan hátt, þau Þorbergur Þórðarson og
Helga Sigurðardóttir, höfundur hins gagn-
merka rits, Matur og drykkur. Mér er þess
vegna ánægja af því að vera settur á bekk
með þeim...“
Fyrir skömmu gaf Mál og menning út stór-
bók Þórarins sem inniheldur ljóðabækurnar
Kvæði, Erindi og Disneyrímur; smásagna-
safnið Ofsögum sagt og skáldsöguna Kyrr
kjör.
Rit Þórarins hafa jafnan náð miklum vin-
sældum og má til dæmis nefna að ljóðabókin
Kvæði kemur nú í fimmtu útgáfu og þá verð-
ur búið að þrykkja í hana í tæpum tíu þúsund
eintökum. Og það er svo sem allt á sömu
bókina lært: Disneyrímurnar hafa náð jafn-
vel enn meiri útbreiðslu, sem og smásagna-
kverið.
„Já, það er dálítið skrítið," segir Þórarinn
,að það sem hefur selst best eru annarsvegar
rímur og hinsvegar smásögur!"
— Þannig að eftir þessu að dæma er hið
hefðbundna ljóðform alls ekki dautt, eins og
einn góður maður hélt einu sinni fram.
„Það er náttúrulega eins og hvert annað
kjaftæði", segir skáldið. „Annars hef ég
aldrei skilið af hverju ljóðabækur seljast yfir-
leitt illa, en svo þegar blásið er til upplestrar
koma sjö sinnum fleiri en keyptu nýjustu
bókina. Ég held að það sé áhugi á ljóðum, en
einhvern veginn hefur forlögunum gengið
illa að virkja hann.“
Við vendum okkar kvæði í kross og tíð-
indamaður Þjóðlífs spyr Þórarinn hvort út-
gáfufyrirtæki hans, Gullbringa, sé nokkuð
að leggja upp laupana.
„Nei, þvert á móti: Gullbringa dafnar. En
það er ágætt fyrirkomulag að höfundur gefi
fyrst út bækur sínar og fleyti rjómann ofan
af“. Þórarinn hugsar sig um og útskýrir síðan
mál sitt með dæmisögu: „Við getum sagt að
höfundurinn sé eins og bóndi sem á gott
berjaland. Á haustin fer hann auðvitað fyrst-
ur og kembir bestu staðina. Svo hleypir hann
öðrum að... Það er líka annað íþessu", segir
skáldið „það er erfitt að gefa út bækur sínar
sjálfur og verða að auglýsa upp eigin verð-
leika. Það vita auðvitað allir hver er þar að
verki. Þess vegna er gott að fá svona forlag til
að sjá um þá hlið málanna öðru hvoru!“
Gullbringa lifir og Þórarinn upplýsir að í
haust gefi forlagið út skáldsögu eftir hann.
„Nei, auðvitað vil ég ekkert segja þér frá
þessari bók. Ef við tölum sarnan aftur eftir
svona tvö til þrjú ár skal ég hinsvegar glaður
segja þér allt um hana“.
Svona eru flestir höfundar því miður þegar
talið berst að því sem liggur á púltinu. Það
eru því nokkur tíðindi að Þórarinn upplýsti
að þessi nýja skáldsaga gerist ekki jafn langt
aftur á öldum og síðasta skáldsaga hans,
Kyrr kjör. Eða eins og hann sagði orðrétt:
Þessi saga er meira í nútímanum.
Talið berst að síðustu skáldsagnavertíð,
sem Þórarni fannst vera góð. „Ég er búinn að
lesa nokkrar skáldsögur: Svövu, Vigdísi,
Kristján Jóhann og Þórhalla sögu Eiríks
Laxdal. Það er stórlega athyglisverð bók...
Jú svo las ég klausturdagbók Halldórs litla.
Og ungu mennina, Gyrði og Sjón. Já, þetta
var góð vertíð“.
Um svipað leyti og stórbókin kom út flutti
Háskólakórinn hinar frægu Disneyrímur
Þórarins, undir stjórn Árna Halldórssonar.
„Ég fylgdist nú ekki náið með gangi mála“ ,
segir Þórarinn „en þetta er svona sambland
af rammíslenskum stemmum og amerískri
kvikmyndagerð. Það er góð blanda".
hj.
49