Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 77

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 77
BÍLAR þessari stærð sem getur rúmað jafn marga. klæðning í hliðum og þykk gólfteppi gerðu auk þess sitt til að gefa bílnum hlýlegan blæ. Mér varð hugsað til þess að hægt er að halda fund í svona bíl. Allt að níu manna fund. Eins og hann var búinn þá stundina voru sæti fyrir fimm, og ágætlega rúmt um alla. En valkostirnir eru fleiri. Sé fundurinn sjö manna má fá þverstæðan bekk fyrir tvo til viðbótar (kostar 20 þús. kr.) og enn fer vel þokkalega um alla. Ef enn bætast tveir fundarmenn við er kostur á sætum fyrir fjóra sem þá snúa baki að hliðum bílsins aftast í honum. Þar með eru komnir níu, en ekki á ég von á að fundar- menn aftur í staldri lengur við en nauðsyn krefur; sætin og plássið býður ekki upp á það, enda ekki við að búast. En það er leitun að bíl af þessari stærð sem getur rúmað jafn- marga. Verktakar sem þurfa að flytja vinnu- hópa og skólabílstjórar í dreifbýlinu sem þurfa ekki að aka börnunum þeim mun lengri veg skyldu huga að því. Þá er þess að geta að rýmið aftan hins venjulega aftursætis gefur verulegt pláss fyrir farangur, ef engum sætum er þar fyrir kom- ið, svo ekki sé talað um það pláss sem gefst þegar aftursætið er fellt niður. f>á er kominn til sögunnar sendibíll. FYRIR FÁUM ÁRUM HVÍLDU ALLIR JEPPAR Á SJÁLFSTÆÐRI GRIND, þ.e.a.s. að undirvagninn, með vél, drif-, stýris- og fjöðrunarbúnaði var ein heild og yfirbyggingin skrúfuð ofan á sem önnur heild. Nokkrar jeppategundir eru þannig enn, en í sumum þeirra nýrri er burðurinn og styrkurinn fólginn í yfirbyggingunni, eins og gerist með flesta nýrri fólksbfla, og eiginleg grind í hefðbundinni merkingu lítt eða ekki fyrir hendi. Jeppakallar deila auðvitað af niikilli festu um kosti og gaila þessara tveggja gerða. Trooperinn er hefðbundinn í þessu tilliti, yfirbyggingin hvflir á mjög sterklegri grind. Hann er hins vegar frábrugðinn gömlu jeppunum að því leyti að sjálfstæð fjöðrun er á hvoru framhjóli, í stað hefðbundins búnað- ar þar sem framhjólin sitja hvort á sínum enda á heilum ás, en það hefur í för með sér að högg á annað hjólið hefur áhrif á allan öxulinn og þar með hitt hjólið. Sú tilhögun sem er í Troopernum ryður sér æ meir til rúms og hefur ótvíræða kosti hvað varðar akstureiginleika, en hefðbundna fyrirkomulagið gerir hins vegar kleift að hækka bílinn upp (auka bilið milli grindar og yfirbyggingar), og setja undir hann mun stærri dekk. Það er aftur erfitt viðureignar þegar sjálfstæð fjöðrun er á framhjólunum. Trooperinn hefur reyndar það rúmar hjól- skálar að koma má undir hann töluvert stærri dekkjum án breytinga og með því má hækka hann nokkuð, hafi menn þörf fyrir það. Það er þó ljóst að Isuzu Trooper verður ekki háfætt jöklatryllitæki, fremur en aðrir þann- ig byggðir jeppar. EKKI ER VERJANDI AÐ REYNSLU- AKA JEPPA án þess að skemmta sér svolítið í torfærum: Snjó, drullu, bröttum brekkum og öðrum vegleysum. Á svo splúnkunýjum bfl hlýtur maður þó að fara varlega og lætur aldrei reyna á til fulls. En engu að síður dugði reynsluaksturinn til þess að staðfesta prýðilega hæfileika Troopersins í þessum efnum. Sérstaklega þótti mér fjöðrunin skila góðu verki; hún er hæfilega mjúk á venjuleg- um vegi, en þó ekki það mjúk í torfærum að undirvagninn skelli niður eða bíllinn velti um of. Dagsdaglega ek ég á jeppa með gamal- dags fjöðrun (heilum ásum að aftan og fram- an) og munurinn var umtalsverður, Troop- ernum í hag. Þetta kemur ekki síst til góða á þjóðlegum vegum þar sem hola er við holu, og sé ekki hola þá er a.m.k. kröpp beygja með þvottabretti; við slíkar aðstæður mátti aka ótrúlega hratt án þess að örygginu væri fórnað. Auk þess er Trooperinn það langur milli hjóla að hann skvettir ekki til rassinum þegar svona stendur á, eins og jeppar með hefð- bundnu lagi hafa tilhneygingu til að gera. Að þessu leyti er hann í flokki með t.d. lengri gerðinni af Mitsubishi Pajero, sem sagt mik- ill „keyrslubfll" hvort sem vegur er góður eða vondur, og nýtur sín nánast betur eftir því sem vegurinn er verri. Og hann rann ljúflega í framdrifið og lága drifið með aðstoð lítillar stangar í gólfi við hlið gírstangar. FYRR í ÞESSARI GREIN GAT ÉG ÞESS að spurning hefði vaknað við fyrstu kynni um vélarafl Troopersins. Satt að segja fannst mér hann dálítið kraftlaus. Sú skoðun breyttist reyndar nokkuð eftir því sem við kynntumst betur, ekki þó vegna þess að Trooperinn yrði kröftugri, heldur vegna þess að bílstjórinn lærði betur að leika á bensín- gjöf og gíra. Þar verð ég aftur að vitna til þess bfls sem ég ek að jafnaði og er búinn sex strokka amerískum „togara“, hefur sem sé í sér fólginn mikinn kraft við lágan snúning. Vélin í Troopernum sem ég hafði undir höndum hefur að vísu álíka mörg hestöfl, en meiri snúning þarf til að leysa þau úr læðingi. Þarna koma því líka til viðjar vanans. Með 2.3 lítra bensínvélinni hefur Trooperinn al- veg nægjanlegt afl til flestra verka, séu gír- arnir notaðir rétt. Hinu er ekki að leyna að hann er ugglaust töluvert skemmtilegri með 2.6 lítra vélinni sem hefur það snúningsvægi (tog) til viðbótar sem ég saknaði á stundum, sérstaklega í framúrakstri á góðum vegi. Gallinn er bara sá hvað hann verður miklu dýrari með þeirri vél. Á ÞVÍ LEIKUR EKKI VAFI að Isuzu Trooper er mjög frambærilegur bfll sem sam- einar kosti fólksbfls og jeppa án þess að það sé á kostnað torfærueiginleika og styrkleika, að því er best verður séð. Hann hlýtur því að blanda sér í samkeppnina um þær gerðir bif- reiða sem henta að mörgu leyti betur en aðrar gerðir hérlendis: Lipur í bænum, renn- ur ljúft og hljótt eftir góðum vegum, líður enn betur á vondum vegum og notadrjúgur í snjó og vegleysum. Og rými innandyra er feikinóg, sæti fáanleg fyrir allt að níu manns, tæknilegur búnaður prýðilegur og vélarafl nægjanlegt. Sem sagt góður alhliða brúkun- arhestur fyrir menn og konur. Hvað verð snertir er hann líka samkeppnisfær, þó ekk- ert ódýrari en sambærilega búnir jeppar. Þeir sem hafa efni á bíl sem sameinar alla þessa kosti hljóta að skoða Isuzu Trooper, jafnt og hina sem ef til vill eru þekktari. Ásgeir Sigurgestsson 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.