Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 55

Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 55
MENNING „Ég varð fyrir hálfgerðu kúltursjokki í Bombay en jólunum eyddi ég í nektarnýlendu í Goa og fann Kundalinisnákinn hríslast um mig“. á fyrirlestur hans í Washington og þá kom hann mér allt öðruvísi fyrir sjónir. Kannski ég hafi verið orðinn dómharðari, en mér fannst hann skorta húmor. Svokallaðir uppaheimspekingar eru mjög vinsælir í Bandaríkjunum, e.t.v. ekki hvað síst vegna þess að þeir ætlast ekki til eins eða neins af áhangendum sínum. Uppar eru jú þægileg- heitafólk sem engu vill fórna. Eiginlega finnst mér „Vegurinn" besta prósaljóðið sem Krishnamurti skrifaði. Pað var skrifað til að lýsa andlegri upphafningu hans í Ojai í Kaliforníu árið 1922. Nokkrum árum síðar skrifaði hann dæmisögu um mann sem kom í heiminn til að frelsa allt og alla og enginn vildi hlusta á. í Bandaríkjunum, sem Reagan kallar „land frelsisins", en Maya- indjánar „land hinna dauðu“, er líka örugg- lega meira gert af því að tala en að hlusta. Þar telur fólk sig hafa efni á því að hlusta ekki“. Fátækt „í Indlandi var ég um tíma í klaustri hjá hollenskum munkum. Einn þeirra var menntaður hagfræðingur og hann hafði gert úttekt á fylgninni milli fátæktar og áhuga á eilífðarmálum í ýmsum löndum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að trúin og fá- tæktin fylgdust að í flestum tilvikum. Aust- urlönd hafa löngum verið fremur fátæk, en andleg auðlegð er sjálfsagt hvergi meiri. Vipassana innsæishugleiðsla, sem ég byggði námskeiðið að nokkru leyti á, var sú hug- leiðsluaðferð sem ku hafa veitt sjálfum Búddha uppljómum. Krishnamurti notaði skyldar aðferðir sem þó voru í raun ekki aðferðir. Hann lagði mesta áherslu á að upp- lifa augnablikið í eilífðinni. Búddha var vel heima í öllum yogaaðferðum síns tíma og sama má segja um Krishnamurti. Þeir kump- ánar eru líka sammála um það að þú sért það sem þú sérð. Allar útskýringar á hinu óút- skýranlega eru álíka ankannalegar og lýsing- in fræga í ljóðinu um rósina þar sem sagði: „A rose is a rose is a rose“. Hvað með Bhagwan Rajneesh - eru hans aðferðir ólíkar þeim sem Krishnamurti beitti? „Rajneesh fer allt aðrar leiðir en Kris- hnamurti. Það má jafnvel líta á hann sem leikhúsmann. Hann hefur valið þá leið að leika með fjölmiðlunum í stað þess að leika gegn þeim eða lifa í einangrun. I von um athygli hefur hann t.a.m. fest kaup á ótal Rolls „Rósum“ - og eitt sinn bauð hann heimilislausum fátæklingum að dvelja að kostnaðarlausu á búgarði sínum í Oregon. Rajneesh á sér hugsjón um sósíalískt jafn- rétti og hefur ekki ósvipaðar hugmyndir og Thomas Jefferson í þeim efnum. Þótt Rajneesh hafi með fátækrahjálp sinni í Oreg- on valdið stjórnvöldum miklum ama, þá eru skoðanir hans í raun ekki andkapítalískar. Hann lítur ekki á fátæktina sem dyggð og álítur kapítalisma nauðsynlegan til að búa til fjárhagslegan grundvöll réttlátrar jafnaðar- stefnu; fyrst þyrfti að skapa auð og síðan að skipta honum. Sjálfur hefur Bhagwan Rajneesh safnað miklum auði með bóka- skrifum. Afköst hans eru enda ótrúleg; í kringum 450 bækur — og þær seljast margar hverjar í metupplögum.“ Zorbismi Þriðji dulspekingurinn sem þú tekur fyrir í lokaritgerðinni um „Byltingu vitundarinn- ar“ er gríski rithöfundurinn Nikos Kazant- zakis. Flestum kemur í hug Grikkinn Zorba þegar þeir heyra hans getið. Þú setur hann 55

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.