Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 5

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 5
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Aldraðir á íslandi. Örbirgð og niðurlæging. Frásögn og úttekt á málefnum aldraðra, viðtöl o.m.fl.......................... 51 VIÐSKIPTI Þeir fóru líka á hausinn! I gjaldþrotahrinunni sem gengur yfir íslenskt efnahagslíf er vert að minnast sögunnar. Sagt frá tveimur gjaldþrota mönnum; Skúla fógeta og Thor Jensen .......................... 65 NEYTENDUR Blekkingar og sölusálfræði. Tvíræðni í verðmerkingum. Adolf Fi. Petersen skrifar neytendaþátt...................... 71 UPPELDISMAL Fanný Jónsdóttir umsjónarfóstra. Viðtal og sagt frá samstarfi barnaheimilanna Hálsaborg og Hálsakots og 6 ára bekkjardeilda í Seljaskóla............. 75 Barnalíf............................... 49 Krossgáta ............................. 78 Af stælum skálda 43-46 Einar Kárason rithöfundur skrifar um sögulegt Pen-þing í Kóreu en Einar sem er formaður Rithöfundasambandsins var þar á þingi ásamt Sigfúsi Bjartmarssyni og fleiri sérstaklega frásagnarverðum skáldum. Leiðciri Vandaða samninga um álver Nú er skammt í þaö að íslendingar þurfi að taka afstöðu til þess hvort þeir vilja ganga til samninga um nýtt álver eöa ekki. Málið er þegar komið vel áleiöis og auðvitað fráleitt að ætla að stööva málið á rannsóknarstigi áöur en vitaö er hvort hér er um hagstæðan kost að ræða eða ekki. Ríkisstjórnin nýja getur heldur ekki aö órannsökuðu máli verið annað hvort með eða á móti álverinu. Margir þykjast samt geta tekið hatramma afstöðu annað hvort með eða á móti, áður en rannsóknum er lokið. Hinn eðlilegi gangur málsins hlýtur að vera sá, að fslendingar afli sér allrar þeirrar þekkingar og vitneskju sem hægt er að fá um málið, þeir dragi fram rök með og á móti, vegi þau siðan og meti og taki þá afstöðu til málsins. Og einmitt nú fer fram hagkvæmnirannsókn og annars konar öflun þekkingar um málið, sem ástæða er til að bíða með eftirvæntingu. Að mörgu leyti eru aðstæður í dag margfait betri til að taka afstööu til nýs álvers en fyrir tuttugu árum, þegar ákvörðunin um álverið í Straumsvík var tekin. í dag erum við reynslunni ríkari. Við vitum að I samningum þurfa að vera skýr ákvæði um mengunarvamir, orkuverðið þarf að vera Ijóst frá upphafi og kurteisleg samskipti og gagnkvæmur réttur þarf að vera tryggðurfrá upphafi þannig aö ekki skapist tortryggni eða tilefni til leiðinda eins og verið hafa í samskiptum fslendinga við Alusuisse. Það er óneitanlega margt sem ýtir undir nýtt álver um þessar mundir. Fiskifræðingar telja að draga þurfi saman þorskveiðar á næstu árum, jafnvel um 90 þúsund tonn á ári, þar sem þorskstofnar þriggja ára samfellt séu í lakasta lagi. Ofan á þetta kemur að frysting I fiskvinnsluhús- um er að verða úrelt atvinnugrein og fiskvinnslan líkleg til að krefjast minni mannafla á næstu árum. Þannig verður þörf á viðbót inn í íslenska efnahagslífið. Þess utan eru þensluáhrif á efnahagskerfið meö fyrirhuguðum framkvæmdum mun minni en ætla mætti, eins og fram kemur í viðtali Þjóölífs við Friörik Sophusson fyrrverandi iðnaöarráðherra . fslendingar framleiða nú þegar umframorku. Það er einnig Ijóst að eftir að Blanda verður komin í full not verður um verulega umframorkuframleiðslu að ræða og með skynsamlegri orkuvæðingu til viðbótar verður hægt með tiltölulega litlum tilkostnaði að framleiða orku fyrir mikla stóriðju. Stóriðja eins og álver er auðvitað ekki „skemmtilegur“ kostur I atvinnulífi þessarar þjóðar á tímum þar sem hvarvetna er lagt ofurkapp á lítil atvinnutæki þar sem ekki er minnsta hætta á umhverfisröskun. En aðstæður eru sérstæðar hér á landi. Nýtt álver í dag á auk þess að vera hættulítið, það á að vera hægt að komast hjá mengun og umverfisspjöllum. Það er óneitanlega galli á samningum við erlenda aðila hversu mikil leynd hvílir yfirleitt yfir samningagerð. Sömuleiðis er það ekki til að draga úr tortryggni meðal þjóöarinnar að fulltrúar nokkurra stjórnmálaflokka eru algera útilckaðir frá því að fá upplýsingar um gang mála. Á þessu verður að vera breyting. Ef hagkvæmnirannsóknin leiðir endanlega í Ijós jákvæðar niðurstöður, skiptir mestu að vandað sé til samninga sem aldrei fyrr. Þar þarf að vera tryggilega um hnúta búiö í samningum, ákvæði um fullkomnar mengunarvarnir, góðan aðbúnað starfsfólks, eðlilegt orkuverð og þar fram eftir götum. Hafa ber I huga að ef samningar komast á, verða örfá erlend stórfyrirtæki komin með sérstaka aðstöðu í raforkukaupum; munu kaupa 60%-70% allrar raforkuframleiðslu landsins. Það segir sig sjálft að (slendingar líta á málið út frá grundvelli sjálfstæðrar þjóðar. Og það þarf að vanda til samninga eins og um milliríkjasamninga væri að ræða. Ef rannsóknir leiða í Ijós að álver sé heppilegur kostur fyrir íslendinga, á að ræða um samningana á opinskáan hátt — almenningur á rétt á því að vita um samningsatriði og hafa áhrif á samningana. Það þarf vandaða samninga. Óskar Guðmundsson. Útj'cfandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10. box 1752. 121 Reykjavík. sími 621880. Stjórn Fclugsútgáf- unnar: Svanur Kristjánsson, Björn Jónasson, Asgeir Sigurgestsson, Jóhann Antonsson. Pétur Reimar- sson. Varamcnn: Árni Sigurjónsson. Brynjar Guömundsson. Framkvæmdnstjóri: Ólafur Sigurösson. Ritstjóri Þjódlífs: Óskar Guðmundsson. Blaðamenn: Einar Heimisson. Kristján Ari Arason. Erlcndir frcttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Munchen), Ásgeir Friðgeirsson (London). Einar Karl Hara- Idsson (Stokkhólmi), Guörún Helga Siguröardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (Nevv Haven). Ragnar Baldursson (Tokyo). Innlcndir frcttaritarar: Jóhannes Sigurjónsson (Húsavík). Páll Ásgeirsson ((safjöröur), Sntári Geirsson (Neskaupstaöur), Sveinn Helgason (Selfoss). Sctn. og 11. María Sigurðardóttir. Ljósmyndir: Marissa Arason. Auglýsingastjóri: Porkell Steinar Vikt- orsson. Auglvsingar: Höröur Pálmarsson. Skrifstufustjóri: Guörún Björk Kristjánsdóttir. Askriftar- stjórnun m.m.: Kristinn H. Einarsson. Tölvuumbrot, fllmuvinna, prentun og hókband: Prentstofa G. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. 5

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.