Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 7
INNLENT
Birgir Arnason hagfræðingur
Tækifæri fyrir stóran
flokk jafnaðarmanna
Birgir Arnason, hagfræðingur í viðskiptaráðu-
neytinu, er nýkjörinn formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna en hann var til skamms
tíma í Alþýðubandalaginu. Hér á dögunum
þegar stefndi í myndun „lifrarbandalags“ Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags (Jóns Baldv-
ins og Ólafs Ragnars) var raunar talað um kjör
hans til formennsku í SUJ sem tímanna tákn
þar sem nú hefði flokksbundinn Alþýðu-
bandalagsmaður verið kjörinn formaður SUJ.
Birgir tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í
Viðtal við Birgi
Arnason hagfrœðing
og nýkjörinn
formann SUJ
— Ég tel að áhugafólk um einn
stóran flokk jafnaðarmanna eigi
að nota tœkifœrið sem stjórnar-
samstarfið gefur og rœða saman
um málefnin, það yrði bœði
stjórnarsamstarfinu til góðs sem
ogframtíðarsýninni um einn stór-
an frjálslyndan flokk jafnaðar-
manna, segir Birgir Árnason
m.a. í viðtali við Þjóðlíf. Hann
viðurkennir að hann beri ákveð-
inn kvíðboga fyrir stjórnarsam-
starfinu. En fyrst var hann spurð-
ur um meint sinnaskipti:
Reykjavík árið 1977. Hann lauk síðan B.A.prófi
í stærðfræði og eðlisfræði frá Brandeis há-
skóla í Boston, M.Sc. prófi í verkfræði frá
Princeton-háskóla í samnefndri borg og M.A.
prófi í hagfræði frá sama skóla. Þegar hann
kom úr námi til íslands hóf hann störf hjá Þjóð-
hagsstofnun þar til hann flutti sig um set — í
viðskiptaráðuneytið þar sem hann situr við
hlið frænda síns, Jóns Sigurðssonar við-
skipta- og iðnaðarráðherra. Birgir er af kyni
Gautlendinga og ísafjarðarkrata....
Nú varstþú í Alþýðubandalaginu til skamms
tíma en ert nú nýkjörínn formaður SUJ.
Hvað olli þessum sinnaskiptum hjá þér?
— Eg held að sinnaskiptin hjá mér séu
ekki ýkja mikil. Ég var og er jafnaðarmaður
og ég er eindreginn talsmaður þess að hér á
landi verði stofnaður einn stór jafnaðar-
mannaflokkur fyrst og fremst með samein-
ingu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Ég
held að ég geti allt eins og jafnvel betur unnið
að framgangi þess máls í Alþýðuflokknum
eins og í Alþýðubandalaginu. En þetta er
ekki höfuðástæða þess að ég sagði skilið við
Alþýðubandalagið. Það er í raun langt síðan
ég missti trú á Alþýðubandalaginu. Ég kaus
t.d. Alþýðuflokkinn í síðustu kosningum
þótt ég væri þá enn flokksbundinn í Alþýðu-
bandalaginu. Það hefur mikið verið rætt og
ritað um innanflokksátök í Alþýðubandalag-
inu á undanförnum árum og vissulega áttu
þau sinn þátt í því að ég varð afhuga stuðn-
ingi við það. En mestu máli skiptir að mér
finnst Alþýðubandalagið hafa verið og raun-
ar enn vera stefnulaust.
— Mér finnst langt frá því að það hafi gert
nógu rækileg reikningsskil við fortíð sína og
mótað sér stefnu fyrir framtíðina. Ég þekki
margt ágætis jafnaðarmanna í Alþýðubanda-
laginu og raunar á ég fleiri vini í þeim hópi en
meðal Alþýðuflokksmanna. Ég get hæglega
unnið með þessu fólki í stjórnmálum og ég
7