Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 19

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 19
INNLENT lllugi og Hrafn Jökulssynir: „Fengum þau svör að skjöl, sem snertu persónu- iega ógæfu einstaklinga yrðu ekki látin út úr ráðuneytinu um alla eilífð ...“ hann í blaðinu eftir atburðina á Austurvelli 30. mars 1949. Ritstjórinn fór fram á það í sinni málsvörn að fá aðgang að öllum þeim skjölum, sem ráðuneytið átti varðandi þenn- an mann, 54 að tölu. Ráðuneytið neitaði og úr því varð mikill málarekstur. Niðurstaðan varð sú, að dómari í málinu fór yfir skjölin, og komst að þeirri niðurstöðu, að einungis tvö þeirra skiptu máli í þessu sambandi. Að auki höfum við á tilfinningunni að ein- hver skjöl séu ekki til varðandi þessa hluti. Niðurstaða okkar hlýtur því að vera sú, að reynt sé að halda hlífiskildi yfir vissum ein- staklingum og sömuleiðis sé reynt að koma í veg fyrir að stjórnarathafnir þessa tíma séu dregnar fram í dagsljósið. Ljóst er að stjórn- völd lögðu gjörsamlega óskiljanlega áherslu á að fá þessa dæmdu stríðsglæpamenn og samverkamenn nasista lausa. Okkur hefur þegar verið hótað lögbanni af tveimur aðilum, vegna þessarar bókar. Sjálf- sagt eru fleiri, sem hugsa sér til hreyfings. Við höfum komist yfir mjög merk skjöl og myndir varðandi íslensku þjóðernishreyfing- una, sem ekki hafa áður verið dregin fram í dagsljósið. Nokkrum hurðum hefur þó verið skellt og nokkur símtól lögð niður á síðustu mánuðum. Sumir hafa hins vegar verið mjög viðræðugóðir. Pátttaka í íslensku þjóðernishreyfingunni virðist vera mikið feimnismál hjá þessum mönnum. Það er dálítið kynlegt því þessi hreyfing drýgði í sjálfu sér enga glæpi og var engu ofstækiskenndari en til dæmis Komm- únistahreyfingin. Þeir eru margir, sem telja það æskilegt að þessi saga verði ekki sögð. Þó er bók okkar ekki hin endanlega saga íslenskra nasista. Hin sagnfræðilega rann- sókn ofan í kjöl er eftir. En þar sem við erum ekki sagnfræðingar, heldur fyrst og fremst blaðamenn, erum við ekki bundnir akadem- ískum hefðum og þá getum við leyft okkur , ýmislegt. Þó er auðvitað allt satt, sem í bók- inni kemur fram eftir því sem við best vitum. eh Tryggingafélög tala um samruna Preifingar um samruna Sjóvár og Almennra trygginga Sjóvá hefur styrkt stöðu sína í íslensku efna- hagslífí síðustu misseri og samkvæmt heim- ildum Þjóðlífs hefur myndast áhugi á því að fyrirtækið tæki yfir Almennar Tryggingar og yrði þannig eitt allra voldugasta fyrirtæk- ið í landinu. Þreifingar hafa staðið í marga mánuði um þetta mál, samkvæmt heimildum Þjóðlífs, en eins og kunnugt er átti Sjóvá hlut að kaupunum á Granda af Reykavíkurborg nú nýverið. Fyrir fáum árum keypti Sjóvá 60 milljón króna hlut í Eimskipum. Þeir sem ráða Sjóvá eru Engeyjarættin og afkomend- ur Hallgríms Benediktssonar. í stjórn Sjóvá eru: Benedikt Sveinsson (Bendiktssonar), Ágúst Fjelsted, Kristinn Björnsson( Hall- grímssonar), Teitur Finnbogason og Kri- stján Loftsson. Framkvæmdastjóri er bróðir Benedikts Einar Sveinsson. Benedikt er í stjórn Eimskipafélagsins og stjórnarmenn Sjóvár eru flestir í stjórnum margra annarra fyrirtækja. Sjálft á fyrirtækið Sjóvá hlutabréf í eftir- töldum hlutafélögum: Artek, Alpan, Björg- unarfélagið, Eimskipafélagið, Festing, Frumkvæði, Hagtrygging, Hampiðjan, ís- lensk endurtrygging, Könnun, Líftrygg- ingafélagið Sjóvá, Lýsing, Sameinaða líft- ryggingafélagið, Sýningarsamtök atvinnu- veganna, Verslunarbankinn, Þróunarfélagið og Grandi. Almennar tryggingar eiga í mörgum þess- ara sömu fyrirtækja og skarast félögin þann- ig einnig í gegnum þau: Almennar líftrygg- ingar, Björgunarfélagið, Eimskipafélagið, Frumkvæði, Heykögglar, Félgsheimili tón- listarmanna, íslensk endurtrygging, Tjóna- skoðunarstöðin, Útgerðarfélag Akureyrar, Verslunarfélag Austurlands, Verslunar- bankinn, Þórshamar og Þróunarfélagið. í stjórn Almennra trygginga eiga sæti Hjalti Geir Kristjánsson, Gunnar S. Björns- son, Davíð Sch. Thosteinsson, Ólafur Dav- íðsson og Jóhann Bergþórsson. Forstjóri er Ólafur B. Thors. Þannig eru fulltrúar gömlu ættanna vel í velferðarhold komnir við stjórnvöl þessara tryggingafélaga beggja. Hins vegar er það engin trygging fyrir því að önnur fyrirtæki þeirra gangi vel eða geti ekki orðið gjaldþrota. í þessu sambandi er athyglisvert að Hag- virki skuli eiga í Almennum tryggingum og greinilegt að fyrirtækið reynir að tryggja rekstur sinn með því að vera sem víðast í atvinnulífinu. Hagvirkismenn hafa auk verktakastarfsemi sinnar tekið þátt í fiskeldi í Grindavík og víðar, eiga hluti í Hvaleyri í Hafnarfirði, Arnarflugi, Almennum trygg- ingum og síðast keyptu þeir hlut Sambands- ins í Marel. Hugsunin á bak við fjárfestingar í mörgum atvinnugreinum er áreiðanlega sú, að með því að vera sem víðast séu meiri líkur á því að standa af sér áföll í einni atvinnugreininni og ná sem víðtækastri tryggingu fyrir áframhaldandi viðgangi fyrirtækisins. Auðvitað er ekkert eðlilegra. Margir óttast hins vegar að myndist hálf- gerð einokunaraðstaða í efnahagslífinu verði eitt fyrirtæki mjög stórt og teygi anga sína hvarvetna. Og þannig er stemmningin víða gagnvart Sjóvá í viðskiptalífinu. Að sönnu telja flestir að sameining tryggingafé- laga geti orðið til góðs; til að lækka rekstrar- kostnað og til lækkunar iðgjalda. Gagnrýn- endur telja margir eðlilegra að miðlungs stóru tryggingafélgin eins og t.d. Almennar tryggingar, Tryggingamiðstöðin og Trygg- ing, sameinist til að geta veitt þeim stóru eðlilega samkeppni. Sjóvá er mun sterkara félag en Almennar tryggingar. Þannig er t .d. eigið fé AT 60 milljónir og eigin trygginga- sjóðir 358 milljónir en eigið fé Sjóvár er 140 milljónir og eigin tryggingasjóðir um 1000 milljónir. í því dæmi væri Sjóvá einfaldlega að gleypa AT að mati efasemdarmanna um þessa sameiningu. Þessar vangaveltur í heimi tryggingafé- laganna eru í sama dúr og áform og viðræð- ur víða annars staðar í viðskiptalífinu um samvinnu og samruna fyrirtækja. Gerjunin er gífurleg og ekki séð fyrir endann á þeirri uppstokkun sem fram fer í efnahagslífi landsmanna. Óskar Guðmundsson 19

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.