Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 21

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 21
INNLENT Fyrir Dubai-ævintýrið hafði ísland best náð 12. sæti á Ólympíuskákmóti, en það var í Havana 1966, þar sem þessi mynd er tekin. Þá var Friðrik Ólafsson eini stórmeistari okkar, en Ingi R. Jóhannsson tefldi á öðru borði. Hér sést hann að tafli við Mikhail Tal í viðureigninni við Sovétmenn. Eins og þeir sem fylgst hafa með Heimsbikarmótinu geta séð hefur tímans tönn sett mark sitt á töframanninn frá Riga á þeim 22 árum sem liðin eru frá því að þessi mynd var tekin. Skammt stórra högga á milli í skákinni / — Olympíuskákmót í Þessalóníku í nóvember — Nú þegar ekkasog fjölmiðlanna vegna frammistöðu landans á Ólympíuleikunum eru óðum að hljóðna, er annar ólympískur viðburður á næstu grösum; 27. Ólympíu- skákmótið í grísku borginni Þessaloníku. Mót þessi eru haldin annað hvert ár og eru einskonar heimsmeistaramót í sveitakeppni. Teflt er í opnum flokki og kvennaflokki og á hvert hinna rúmlega 120 aðildarlanda Al- þjóðaskáksambandsins FIDE á rétt á að senda eina sveit í hvorn flokk. f þetta sinn munu íslendingar einungis taka þátt í opnum 21

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.