Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 31

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 31
MENNING Slegið á létta strengi í dagsstofu Hádalshjónanna í „gestaþrautinni“ Gimbill, sem sýnd var á fjölum Iðnó 1954. Leikendur voru þau Brynjólfur Jóhannesson, Emilía Jónasdóttir, Valdimar Lárusson, Margrét Ólafsdóttir, Einar Ingi Sigurðsson, Guðmundur Pálsson, Helga Bachmann og Birgir Brynjólfsson. Leikararnir höfðu litla hugmynd um höfund verksins. Sérkennilegt rithnupl - íslenskt leikrit reyndist enskt Eftir Pétur Má Olafsson í maí árið 1954 frumsýndi Leikfélag Reykja- víkur nýtt íslenskt leikrit. Slíkur viðburður var nú ekki daglegur þá frekar en nú og vakti því mikla athygli. Verkið hét Gimbill og gerðist í Keflavík í samtímanum. Höfundur faldi sig bak við dulnefnið „Yðar einlægur“ og í lok frumsýningar var blómakarfa þögull fulltrúi hans á sviðinu. Aldrei var gert opin- bert hver hann var. En seinna þetta sama sumar kom upp úr kafinu að leikritið var ekki íslenskt heldur staðfærður enskur gam- anleikur eftir Gerald Savory: George and Margaret. Og haföi gengið jjar vel og lengi. Gimbill kemur fram Um miðjan febrúar 1954 lagði Brynjólfur Jó- hannesson fram leikritið Gimbil í stjórn Leikfélags Reykjavíkur sem hugsanlegt verkefni með vorinu en hann var þá formað- ur félagsins. Einar Pálsson fékk verkið til umsagnar ásamt Frænku Charles. 26. febr- úar hefur hann ákeðið sig og mælir eindregið 31

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.