Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 33

Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 33
MENNING Emilía Jónasdóttir í hlutverki Malín, konu Skarphéðins Hádals útgerðarmanns í Keflavík, í „gestaþrautinni" Gimbiil. í leik- skrá var „Yðar einlægur" ranglega titlað- ur höfundur verksins. dómi um Gimbil 22. maí 1954. Þó er hann ekki á sama máli um hreinleik gamansins, segir víða alvöru á bak við gáskann. „Höf- undurinn hefur glöggt auga fyrir góðlátleri kímni, án þess þó að undan svíði.“ Og bætir því við að ekki hafi verið kastað höndum til verksins, — hér sé greinilega á ferð maður gjörkunnugur leikhúsi. „Stendur höfundur- inn í þessu efni framar flestum ef ekki öllum þeim íslenzku rithöfundum er á síðustu tím- um hafa samið leikrit. Þá stillir höfundurinn gáska sínum og háði fullkomlega í hóf og er aldrei klúr þótt hann drepi á kynferðismál og ástamál. Er það vissulega athyglisvert og gleðilegt þegar fram koma menn, sem geta talað um þau mál eins og heilbrigðum og menntuðum mönnum sæmir. í stuttu máli, — það er haldið á efninu í þessum leik af fágaðri heimsmennsku, er bendir til þess að höfundurinn hafi ekki alltaf verið bundinn hér við heimahagana." Leikritinu var sumsé ágætlegga tekið og hlaut góða aðsókn. Sýningar féllu niður í lok júní en stóð til að setja það aftur upp með haustinu. Upp komast svik um síðir Um það leyti sem æfingar áttu að hefjast að nýju fyrir sýningar á Gimbli um haustið kom stúlka að máli við leikfélagsmenn sen hún hafði verið við nám í London. Hún fullyrti að hún kannaðist við svipinn á Gimbli, — þarna færi George and Margaret eftir Gerald Sa- vory. Menn nálgast verkið og sjá að kven- maðurinn hefur lög að mæla. Að vísu hafði aukapersóna verið skrifuð út úr verkinu og einu atriði bætt inn í en annars var þetta bein þýðing. Þarf víst engan að undra að stjórn Leikfélags Reykjavíkur hafi orðið bilt við. Hún átti sér einskis ills von, - allra síst frá heiðursmanninum „Yðar einlægum". „Þetta er náttúrlega nokkuð sem maður hefur hvorki vitað um fyrr né síðar,“ sagði Stein- dór Hjörleifsson við Þjóðlíf. Því miður verð- ur að láta duga munnlegar heimildir þegar hér er komið sögu þar sem fundargerðar- bækur L.R. frá og með leikárinu 1954-5 urðu eldi að bráð í brunanum hjá félaginu árið 1986. Morgunblaðið tók málið upp, — eitt blaða. í lok júlí birtist á baksíðu þess grein eftir Sigurð Grímsson gagnrýnanda blaðsins. Þar talar hann um það að vegur höfundarins hafi vaxið með degi hverjum og vangavelt- urnar um hann einnig. „Og nú hefur það atvikast svo, að gátan er ráðin, — höfund- urinn fundinn. —En hann er því miður ekki íslenzkur, — ekki „Yðar einlægur“, sem ávarpaði leikhúsgesti í leikskránni undir fyrirsögninni: vinsamlegast frá höfundi, og lýsti þar svo átakanlega erfiðleikum sínum við að koma leikritinu saman, heldur er höf- undurinn þekktur enskur rithöfundur, Ger- ald Savory og heitir leikritið á ensku,, George and Margaret“. Var það frumsýnt í London í janúarmánuði 1937.“ Sigurður fer síðan hörðum orðum um „blygðunarlausan rit- stuld“ „Yðar einlægs". „Hefur hann með þessu athæfi orðið sér og íslenzku þjóðinni til lítils sóma. — Og lítilþægur er sá maður, sem þannig skreytir sig með annarra fjöðrum og lætur hylla sig fyrir í þokkabót." Morgunblaðið tekur viðtal við Sigurð dag- inn eftir þar sem hann segir að höfundurinn verði að koma fram svo að saklausir menn liggi ekki undir grun. Blaðið spyr hvort það breyti einhverju að „Yðar einlægur“ fái leyfi hjá Savory til að nýta sér verkið en Sigurður Grímsson fær ekki séð það. „Rithnuplið hef- ur þegar verið framið og verður ekki aftur tekið. Hin fjárhagslega hlið málsins er vitan- lega algert aukaatriði.“ Gimbill fer aftur á stjá Eftir þetta var hljótt um Gimbil á opinberum vettvangi. Leikfélagið hafði eins og fyrr segir í hyggju að taka Gimbil aftur til sýninga um haustið en nú datt það að sjálfsögðu upp fyrir. L.R. gat átt von á skaðabótakröfum frá réttum höfundi. Vitanlega var þetta erfitt fyrir félagið þar sem leikritið hafði fráleitt verið sýnt fyrir kostnaði þennan stutta tíma um vorið. En eftir að „Yðar einlægur" hafði komist að samkomulagi við Savory um að mega nýta sér hugverk hans var Gimbill sýndur á ný í Iðnó. Þegar leikritið fór aftur af stað var það auglýst með eftirfarandi hætti: „GIMBILL Gestaþraut í þrem þáttum eftir Yðar einlæg- an, sniðin eftir „George and Margaret" eftir G. Savory.“ Leikritinu fylgdi einnig ný leik- skrá með öðru ávarpi „höfundar“ til leikhús- gesta en um vorið (þar sem hann talaði um erfiðið við samningu verksins). I seinna áv- arpinu segir hann að ýmsir muni ætlast til 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.