Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 34

Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 34
MENNING BILAGEYMSLAN Ný þjónusta iflð blfreiða- eigendur Bílageymsla aö Bakkastíg 16, Njarövík. • Bíll sóttur að flugstöð og skilað stuttu óður en þú kemur aftur. • Þú getur fengið: þvott, bónun, djúphreinsun ó teppum og sœtum, tjöruþvott. • Upplýsingar ó söluskrifstofum Arnarflugs og Flugleiða og ferðaskrifstofum. • Dróttarbíll allan sólarhringinn. 985-24418 og 92-11659 BÍLAGEYMSLAN þess að hann biðjist afsökunar á því að efni verksins sé ekki mjög frumlegt en bendir á að fremstu snillingar hafi gerst djarftækir til verka annarra „hvað þá um minni spámenn- ina.“ Síðan heldur hann áfram: „Skal það nú gert heyrinkunnugt, að í þessari gestaþraut er margt um gamla húsganga, enda þótt hér sé ekki sérstaklega á þá bent. Pað er efni fyrir bókmenntafræðinga. En hafa verður hugfast að leikurinn hefur frá upphafi verið nefndur gestaþraut. Mér hefur verið borið á brýn, að ég skreyttist lánsfjöðrum. Að mínu viti er sá, sem dylur sig, ekki að skreyta sig. í dulnefn- inu liggur einmitt afsökunarbeiðni á því, sem betur mætti fara. Sú afsökunarbeiðni á því að vera mín buslubæn. I syndinni er ég aftur á móti forhertur.“ Hver var „Yðar einlægur"? Það umtal sem Gimbill fékk á sínum tíma hefði á okkar tímum dugað til að gera hann gífurlega vinsælan. En því var ekki að heilsa þá. Um haustið gekk hann aðeins nokkrum sinnum. Hins vegar var hann settur upp á ísafirði vorið 1955 og ef til vill víðar seinna meir. En hver var þá „Yðar einlægur“? Hvaða maður gerðist sekur um það sem Morgun- blaðið kallaði blygðunarlaust athæfi? Það var aldrei gert opinbert. Að sögn Steindórs Hjörleifssonar vissu allir í Iðnó hver hann var en um það var heiðursmannasamkomu- lag að það færi ekki lengra og yrði ekki gert opinbert. Þjóðlíf ræddi við nokkra sem voru á kafi í leikhúslífi höfuðstaðarins á þessum tíma og voru allir með það á hreinu hver „höfundurinn" var, allir nefndu einn og sama manninn, — að fyrra bragði. En er einhver ástæða til að Ijóstra upp um það hver „Yðar einlægur“ var? Tilefni þess- arar greinar var ekki að finna sökudólg held- ur að rifja upp rithnupl aldarinnar á íslandi. Hverjum skyldi það líka vera í hag að nafn „höfundarins" verði skjalfest nú þrem ára- tugum síðar? Er ekki rétt að halda heiðurs- mannasamkomulagið sem gert var í Iðnó? Strangheiðarlegur maður, eins og hann kaus að kalla sig, sagði í samtali við Þjóðlíf á dög- unum um Gimbilsmálið: „Þeir sem vita, þeir vita og hinir vita það ekki“, — og er ekki réttast að láta þar við sitja? Pétur Már Ólafsson Ásta Guðrún Eyvindsdóttir sýnir um þessar mundir olíumálverk á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Sýningin stendur til 13. nóvember n.k. 34

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.