Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 41

Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 41
MENNING að búa til kvikmynd byggða á skáldsögu. Kvikmyndin er uppspuni. Hún er: „Hvað ef?“ Hún á að spyrja spurninga og ég skil ekki þessa menn. Ég er ekki að ráðast á trúna eða trúarbrögð. Ég er að gera kvik- mynd. Listaverk." (Martin Scorsese). I myndinni leikur fjöldi frægra leikara og fyrstan ber auðvitað að nefna Willem Dafoe (Platoon), sem leikur Krist. Hann er mjög sannfærandi í leik sínum en þó hafa nokkrir gagnrýnendur sagt að honum sé svo mikið í mun að sýna mannlegu hliðina á Kristi að hið guðlega, það sem togast á við þetta mann- lega og skapar þessa togstreitu, farist alveg fyrir. Bestan leik sýnir sviðsleikarinn Harvey Keitel, hann er alveg frábær í hlutverki Júd- asar og sýnir okkur örlítið öðruvísi Júdas heldur en við höfum líklega flest ímyndað okkur. Aðrir leikarar eu m.a. Barbara Hershey (Hannah and Her Sisters), sem leikur Maríu Magdalenu og David Bowie en hann birtist sem Pontíus Pílatus. Peter Gabriel semur tónlistina og á hún stóran þátt í að skapa andrúmsloft myndarinnar. Hann hafði áður séð um tónlistina í mynd Alan Parker, „Bir- dy“, en þar endurvann hann gömul lög sín. í „The Last Temptation", er hann algjörlega með frumsamda tónlist. Michael Ballhaus sér um kvikmyndatöku og að venju svíkur hann ekki. Hann hefur áður unnið með Scorsese að „After Hours“ og „The Color of Money". Sumir segja að Ballhaus sé besti kvikmyndatökumaður í heiminum í dag. Búningar og allar sviðsetningar eru mjög sannfærandi og ná að undirstrika það sem maður ímyndar sér um þennan forna tíma, fólkið og andrúmsloftið (það má náttúrlega endalaust deila um það hvort amerískir Hollywood leikarar séu rétta fólkið til að túlka rómverja og gyðinga). Laugarásbíó hefur tryggt sér sýningarrétt- inn að myndinni og er vonandi að hún verði sýnd sem fyrst. Það er öruggt að hér á landi eiga eftir að skapast heitar umræður eins og alls staðar sem hún hefur verið sýnd. Við skulum bara vona að kirkjunnar menn hér á landi reyni ekki að banna hana eins og reynt hefur verið annars staðar, því að myndin er listaverk sem fjallar um Krist, hvernig hann HEFÐI getað verið í baráttu við sjálfan sig og trú sína, en er ekki afskræming á Bibl- íunni eða ritningum hennar. Marteinn St. Þórsson ORIENT ORIENT WATCH CO.,LTD. Ef þú gerir kröfur um gæði veldu þá Fallegu ORIENT armbandsúrin hjá úrsmiðnum ORIENT ORIENT WATCH CO..LTD. 41

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.