Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 42

Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 42
MENNING Reglulíf Regla Druida Stonehenge fornminjarnar í Englandi eru taldar síðustu leifar hins keltneska helgi- dóms Druida. Regla Druida sækir enn kraft í þessi sjö metra háu steinbjörg. Eftir Svein Pedersen í Noregi Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt, bæði sögulega og menningarlega. Sérstaklega eru hin sögulegu bönd á milli íslands og Noregs mjög sterk. Druidstúkan er starfandi í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku. Við í Noregi vilj- um mjög gjarnan geta stofnað svona stúku á Islandi og á þann hátt opnað möguleika fyrir nýja og jákvæða kynningu á milli landanna tveggja. Til að ná sambandi við fólk, höfum við skrifað stutta kynningu um Druidis- mann. Winston Chruchill sem var æðsti Druid á sínum tíma sagði að gamli Druidisminn væri grundvöllur fyrir alla þá menningu sem heimurinn hefur notið síðustu tvö þúsund ár. Ef hreyfingin vex áfram um allan heim, þá næst ef til vill það markmið sem er allra ósk. Friður á milli allra þjóða og meðal allra manna. Nú reka kannski einhverjir upp stór augu. Hvaða dularfulli félagsskapur er þetta? Fáir hérlendis vita hvað orðið druid þýðir, hvað þá Druidismi. Er þetta fyrir einhverjar sérstakar manneskjur eða er þetta eitthvað sérstakt, eða er þetta eitthvað dularfullt þar sem einungis einhverjir útvaldir fá að vera með? Rétta svarið er: Hreyfingin vinnur að því markmiði að binda saman þjóðir með bræðralagshugsjón í öndvegi og þolinmæði einstaklinganna að leiðarljósi. Hreyfingin reynir að skapa meiri hamingju og lífsþróun fyrir fólk innan sinna vébanda og eyða stétt- arrnun og tortryggni. Staða eða nafnbót skiptir engu. Einstaklingar innan hreyfingar- innar eiga að afla sér fróðleiks og byggja þannig upp sjálfstraust sitt. Þetta gera þeir með því að flytja erindi um áhugamál sín og ræða um ólík sjónarmið í okkar hóp og gera sjálfum sér og öðrum gott með því. Svona félagsskapur myndi á íslandi trú- lega kallast regla eða stúka, vegna þess á hvern hátt félagið er skipulagt. Stúkan er ekki einungis staður fyrir umfjöllun áhuga- mála í friði og ró, heldur einnig staður sem hægt er að njóta samverunnar í spekt og vináttu. Um sögu Druida segir: Druidar voru keltneskir prestar og lærðir menn, sérstak- lega í Frakklandi og Englandi. Elstu heim- ildir um þá eru frá því um 200 árum fyrir Krists burð. En fræði þeirra voru bæði trúar- leg og þjóðfélagsleg. Þeir töldu að manneskj- an gengi í gegnum mismunandi þróunar- tímabil og hún smámsaman lærði að yfir- vinna það vonda í huga sér og ná valdi yfir huga sínum. Þeir trúðu á kraft sem fer í gegnum allt og gefur öllu líf. Framferði þeirra bar trúnni fagurt vitni. Druidar mættu bæði vondu og góðu í lífinu með stillingu og ró. Þeir voru líka opnir fyrir því sem gerðist í hvunndagslífinu og lögðu kapp á nauðsyn bræðralagsins. Allar manneskjur eru systk- ini vegna þess að þær eru hluti af sama guð- dómi. Rómverjar voru á móti kenningum Druida því allir urðu að sýna keisaranum lotningu, og voru Druidar drepnir fyrir kenningar sínar. En kenningar þeirra lifðu af hremmingar miðalda og nýrra tíma. Árið 1781 varð sam- einaða gamla Druidareglan stofnuð að nýju af manni sem hét Henry Hurle í London. Þaðan hefur reglan breiðst út um allan heim. Reglan nam land í Ameríku 1830 og Ástralíu 10 árurn síðar. Og á meginlandi Evrópu (Þýskalandi) var fyrsta Druidastúkan stofn- uð 1872. Þaðan hefur stúkan síðan borist til Norðurlanda á okkar öld. Þetta var stutt lýsing á sögu Druida. í Nor- egi fer útbreiðsla reglunnar sívaxandi, það eru 25 stúkur starfandií austur, vestur og suður Noregi. Eins og áður sagði er fólk úr öllum stéttum í þessum félagsskap. Það er bræðralagið sem er stofn og aðalhugmynd hreyfingarinnar. Við styðjum fjárhagslega ýmsar stofnanir sem hjálpa þeim sem eiga erfitt í okkar samfélagi. Fundir eru haldnir 14. hvern dag og eru byggðir upp með sér- stökum reglum. Stúkan vinnur bæði innávið og úti á meðal fólks. Vinátta bræðranna hefur mikið að segja og stúkurnar hafa mjög nána samvinnu sín á milli. Við reynum að hjálpa og vernda hvern annan. Þegar eitthvað kemur fyrir reglubróður eða við andlát hjálpa eftirlifandi bræður fjölskyldu hins látna á allan hátt. Þetta hefur mikið að segja fyrir hvern ein- stakling. Hvernig er þessi félagsskapur byggður upp? Allri starfsemi hér í Noregi er stjórnað í gegnum svokallaða ríkisstórstúku. Á alþjóðlegum vettvangi er I.G.L.D. (Int- ernational Grand Lodge of Druidism) æðsta stjórn, og ritstjórn er í Englandi. Alheims- forsetaembætti gengur á milli landa. í gegn- um þessa grein viljum við kynna okkur á íslandi. Það sem er ef til vill athyglisverðast er að það er mikið af ungu fólki sem leitar til þess- arar hreyfingar. Ef til vill leitar það eftir fögru bræðralagssamfélagi, ef til vill eftir meiri dýpt og skilningi milli manna í hörðum heimi. Er þetta einhverskonar sjálfsbjargar- viðleitni á erfiðum tímum, hræðsla við að við lifum of hátt, (kannski okkar eigin dauða- dóm). Þessi hreyfing bindur engan til að lifa ákveðnu lífi, einungis að reyna að byggja lífið á föstum grundvelli, sem á að koma okkur öllum til góða. Þeirsem kynnu að hafa áhuga á þessari reglu geta haft samband við: Vilmar Pedersen, sími 72402, eða Magnús Sigtryggsson, sími 71335. Með kveðju Sveinn Pedersen, Noregi. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.