Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 55

Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 55
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL A dvalarheimilum sakir örbirgðar Fólk, sem fullfært væri um að sjá um sig sjálft er bundið stofnunum af fjárhagsástæðum. Margir aldraðir þekkja ekki þau réttindi, sem þeir hafa. 1100 á biðlistum. „Það er því miður alltaf nokkuð það, að aldrað fólk sé inni á dvalarheimilum af fé- lagslegum ástæðum,“ sagði Þórir S. Guð- bergsson forstöðumaður Ellimáladeildar Reykjavíkurborgar í samtali við Þjóðlíf. „Þetta fólk á þá ekki þak yfir höfuðið og verður að sækja um vist á heimilum, þótt það hafi hugsanlega alls ekki þörf fyrir alla þá þjónustu, sem þar er veitt.“ „Ellimáladeild Reykjavíkurborgar var sett á laggirnar 1967 um Ieið og Félagsmála- stofnun Borgarinnar hóf störf. Þá voru elli- Iífeyrisþegar í Reykjavík um 5000. Nú eru þeir orðnir um 11000. Verkefni Ellimála- deildar er fyrst og fremst í því fólgið að veita fólki 67 ára og eldri upplýsingar og ráðgjöf um þeirra réttindi og þeirra stöðu. Leiðrétta misskilning í sambandi við bætur Trygging- astofnunar o.s.frv. Stærsti málaflokkurinn er húsnæðis- og vistunarmálin, og þau mál hafa vaxið mjög í sniðum á síðustu árum. Fyrstu vernduðu íbúðirnar voru reistar árið 1972 að Norðurbrún, og síðan hafa verið reistar íbúðir í Furugerði, Lönguhlíð og Dal- braut, auk vistheimilanna að Droplaugar- stöðum og Seljahlíð. Aukningin hefur því verið ör. Stofnunin hefur einnig umsjón með félags- og tómstundastarfi aldraðra í borginni. 1972 var fyrsta félags- og þjónustumiðstöðin tekin í notkun að Norðurbrún 1. Nú eru þær orðn- ar níu, og flestar reistar beinlínis með þarfir aldraðra í huga. Tvær eru núna í byggingu, á Vesturgötu 7 og að Aflagranda. Hvað er mikill hluti aldraðra Reykvíkinga heima hjá sér og hve margir á stofnunum? „Líklega í kringum 10 prósent í einhvers konar verndaðri íbúð eða á dvalarheimili.“ Hvað eru margir á biðlistum? „Á biðlistum hjá Reykjavíkurborg eru 1000-1100 manns, fyrir utan þá, sem eru á biðlistum hjá einkastofnunum í borginni. Síðan fer það eftir því hvernig ástand hvers og eins er hve lengi hann þarf að bíða. Ekki er hægt að fara eftir því hve fólk hefur beðið lengi.“ Hvernig er ákveðið hver fer á hvaða heim- ili? „Þriggja manna starfshópur metur hvern þann, sem sækir um vist á dvalarheimili eða íbúð. Upplýsingunum er síðan safnað saman í einn gagnabanka með læknisvottorði, fé- lagslegum aðstæðum o.fl. Tökum einfalt dæmi: 75 ára einstaklingur sækir um. Hann hefur verið í leiguhúsnæði alla sína ævi. Kannski hrakist um á milli íbúða og verið sagt oft upp. Hann hefur sæmilega heilsu og vill bjarga sér sjálfur. Hann hefur ekki haft þörf fyrir heimilishjálp. Þessi einstaklingur myndi líklega fá pláss í verndaðri þjónustu- íbúð. Annar einstaklingur hefur orðið að fá mikla heimilishjálp o.s. frv. og honum yrði fengið pláss á dvalarheimili." Er þá lítið um, að fólk sé inni á dvalar- heimilum, sem alls ekki þyrfti að vera þar. Sé þar jafnvel af félagslegum ástæðum? „Því miður fer ekki á milli mála, að það þekkjast slíks dæmi. Ég hef heyrt starfsfólk tala um, að fólk komi þarna inn af félagsleg- um ástæðum. Þá er stundum um húsnæðis- vandræði að ræða. Fólk rekst um á almenn- um leigumarkaði, treystir sér ekki til að greiða háa húsaleigu af ellilífeyrnum sínum og getur það raunar ekki. Sumt af þessu fólki hefur sótt um hér hjá okkur að fá styrk til að greiða húsaleiguna, og margt af því á rétt á slíku, en aðrir sækja beinlínis um pláss á dvalarheimilum, þótt þeir þurfi ekki á þeirri þjónustu að halda, sem þar er veitt. Þetta er bláköld staðreynd.“ Er mikið af fólki á biðlistunum, sem er í algjörri húsnæðisneyð? „Um 27 prósent af fólkinu, eða 250-300 manns, býr í leiguhúsnæði eða hjá aðstand- endum. Um 70 prósent búa þá í eigin hús- næði eða óskiptu búi.“ Koma mörg mál til ykkar kasta, vegna þess að fólk, sem setið hefur í óskiptu búi, verður að selja og láta skipta arfi? „Ekki er hægt að segja að mörg slík mál komi upp á hverju ári. Þó eru þau nokkur á hverju ári. Þá er ekkillinn eða ekkjan neydd til að selja sína íbúð, og hefur oft og tíðum heldur ekki tök á að kaupa sér nýja íbúð á almennum sölumarkaði. Nú hefur hins vegar Þórir S. Guðbergsson: „Á biðlistum hjá Reykjavíkurborg eru 1000-1100 manns.“ Spjallað við Þóri S. Guðbergsson lögum verið breytt í þá átt að hjón geta gert með sér samning um, að það þeirra, sem lifir hitt, geti setið í óskiptu búi. Við höfum hins vegar orðið vör við að fólk veit almennt ekki af þessum reglum. Hins vegar er það mín skoðun, að það ættu að vera réttindi allra þeirra, sem sitja í óskiptu búi, að enginn geti krafist þess, að því sé skipt upp.“ Furðulegar reglur um ráðstöfunarfé „Eitt er það, sem ég vildi nefna að lokum, og okkur finnst mörgum einkennilegt. Það er í sambandi við ráðstöfunarfé fólks á dval- arheimilum og hjúkrunardeildum. Meðan 55

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.