Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 58

Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 58
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Þar bankar dauðinn að dyrum Gömul kona á tíræðisaldri, andlega hress og áhugasöm um lífið lenti inn á 8 manna herbergi þar sem dauðinn bankar oft að dyrum „Hún fór til útlanda að heimsækja ætt- ingja sína í ágúst á síðasta ári, 95 ára gömul. Svo fékk hún blæðinguna í desember. Daginn áður en hún hné niður bakaði hún þrjár sortir af smákökum, sem hún hefði átt að fá níufimm fyrir á húsmæðraskólanum, sem hún var á úti í Dannmörku fyrir sjötíu árum. Hún hefur haldið andlegri heilsu sinni rnjög vel og það hefur að sumu leyti gert illt verra. Það er eins og kerfið geri ekki ráð fyrir slíku. Nánast virðist gert ráð fyrir, að fólk fjari út á réttum tíma. Falli inn í ellirammann." Það er dóttir gömlu konunnar sem segir frá móður sinni. „Hún átti heima úti á landi. Bjó þar alla tíð með manni sínum og þjónaði ríki og bæ vel. Svo dó hann fyrir þremur árum. Hún hafði stutt hann vel í erfiðum veikindum og mikilli kölkun síðustu árin. Þá stóð hún frammi fyrir því að við ættingjarnir vorum öll flutt í bæinn. Hún var ein eftir. Við gátum ekki hugsað okkur að vita af henni einni þarna. Það var ósköp kuldaleg tilhugsun. En hún var ekkert blávatn. Vildi flytja suður, en samt ekki vera upp á okkur komin. Hún fékk litla íbúð hér í borginni, sem hentaði henni mjög vel. Þar hóf hún búskap 92 ára gömul. „Eins og einstæð móðuramma,“ sögðu stelp- urnar okkar. Hún var bjartsýn. Kannski of bjartsýn. Hún áttaði sig á því hvernig ellin getur birst. Getan var kannski líka of mikil. Hún vildi ekki þiggja neina hjálp. Vildi fara sjálf í bankann o.s.frv. Ég segi ekki, að þetta hafi ekki kostað okkur fyrirhöfn. Mér var auðvit- að ekki alveg rótt að vita af 92 ára gamalli manneskju einni í íbúð, og margt lögðum við þessvegna á okkur, sem við hefðum auðvitað viljað sleppa við. En hún vildi fá að lifa sínu lífi, þótt hún væri görnul. Hún borgaði sína skatta og skyldur. Hún vildi vera sjálfstæð, ekki öðrum háð. Þetta hefði ég kannski ekki átt að leyfa henni; ég sé það núna. Þetta gekk svona þar til í desember síðast- liðnum. Þá fékk hún blæðinguna og hné nið- ur. Þar með var hún úr leik. Og þá byrjuðu ósköpin. Umskiptin eru snögg hjá svona gömlu fólki. Hún lamaðist að hluta, en hélt sér hins vegar mjög vel andlega. Hjá henni stangast á andleg geta annars vegar og líkamleg hins vegar. Læknarnir á spítalanum sáu þetta, og vildu koma í veg fyrir að hún færi inn á deild með mjög rugluðu fólki. En í Reykjavík var ekkert pláss fyrir hana á neinni stofnun. Okkur var sagt að það væru pláss til sums- staðar úti á landi og við gætum sent hana þangað. Ég man, að Stykkishólmur var með- al annars nefndur. Svo fór hins vegar að lokum, að hún fékk pláss í sínu gamla byggð- arlagi. Þangað fórum við með hana í lok febrúar og þar var tekið rnjög vel á móti henni. Síðan urðum við að skilja hana þar eftir einsamla. Ég reyndi áfram, að fá pláss fyrir hana í Reykjavík, enda leið mér ekki vel, að vita af henni einni svona langt í burtu. Ég gekk á milli stofnana og í það fór mikill tími. Mér var tekið vel alls staðar og allir sögðu að þetta væri ákaflega sárt. Hins vegar væru þúsund manns á biðlista. Síðan var hringt frá Grund og sagt að hún gæti fengið pláss. Mér skildist að hún gæti þar fengið rúm í tveggja eða þriggja manna herbergi, og ákvað eftir að hafa talað við gömlu konuna, að taka því. Síðan sótti ég hana, og fór með hana upp á Grund. Þegar þangað kom, varð mér hins vegar ljóst, að henni var ekki ætlað pláss í tveggja eða þriggja manna herbergi heldur átta manna. Svo hittist einmitt á, að þegar við komum þarna inn í herbergið, að kvöldað- hlynning í fullum gangi, og sex bossar stóðu út í loftið . . . Engin tjöld eru á milli rúmanna. þannig að ekkert fer framhjá neinum, sem þarna fer fram. Þegar gamla konan sá herbergið og það, sem þar fór fram, sagði hún við mig eitthvað á þá leið, að þetta hlyti nú að vera einhver misskilningur. Þá var hins vegar sagt við mig, að vegna þess að hún væri svona mikill hjúkrunarsjúklingur, þyrfti hún að fara í svona herbergi. Slíkt væri ekki hægt á minni stofu. Ég gat ekki annað gert, en skilja hana þarna eftir. Hún varð að sætta sig við þetta. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.