Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 63

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 63
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL í nýrri íbúðabyggingu Sunnuhlíðarsam- takanna á Kópavogsbær og ráðstafar 4 vernduðum þjónustuíbúðum. íbúar þar, auk þess að hafa húsvörslu og öryggiskerfi í íbúð- um sínum, njóta heimilishjálpar og heima- hjúkrunar á borð við aðra aldraða Kópa- vogsbúa. Að öðru leyti eru þar 36 verndaðar þjónustuíbúðir á vegum Sunnuhlíðarsam- takanna, þar sem íbúar hafa í flestum tilvik- um keypt sinn íbúðarrétt. Sambýlið Skjólbrekka Við Skjólbraut 1A rekur Kópavogsbær lít- ið dvalarheimili, sem við köllum sambýli og ber nafnið Skjólbrekka. þar eru íbúar 14 og njóta þjónustu hvað varðar mat, þvott og aðstoð við böðun o.fl. Þar eru starfsstúlkur 7, þar af 5 fastráðnar en 2 til afleysinga. Hugmyndin að baki þessu er sú að litlar ein- ingar bjóða upp á það að skapa heimilislegt andrúmsloft þar sem samkennd og persónu- leg staðfesting getur þróast meðal íbúanna. Að auki hefur einkaaðili sett á laggirnar í Kópavogi hafa aldraðir sjálfir fengið að- stöðu í gömlu timburhúsi við íbúðirnar í Vogatungu, svonefndu „Prestshúsi“. Þar lagfæra þeir m.a. leikföng frá barna- heimilum bæjarins. sambýli þar sem nú búa 5 ellilífeyrisþegar, þar af ein hjón. Það er mín skoðun að í framtíðinni eigi dvalarheimili einungis að vera á stærð við Skjólbrekku. Reynslan af því heimili hefur verið mjög góð og það er tvímælalaust mín skoðun að stór heimili eins og Grund og Hrafnista ættu að heyra fortíð- inni til. Síðast en ekki sist er í Kópavogi rekið hjúkrunarheimili að Sunnuhlíð. Þetta heim- ili er í eigu Sunnuhlíðarsamtakanna, sem eru samtök 10 klúbba í Kópavogi, sem stóðu fyrir byggingu heimilisins á sínum tíma. í Sunnuhlíð eru vistrými fyrir 42 aldraða hjúkrunarsjúklinga. I Kópavogi er starfandi þjónustuhópur og hefur svo verið frá því Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð hóf starfsemi sína. Þar eiga sæti forstöðumenn heimilishjálpar og heima- hjúkrunar, öldrunarfulltrúi Kópavogs og hjúkrunarforstjóri og læknir Hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar. Þessi hópur metur sérstaklega allar umsóknir og þörf hverju sinni þegar um er að ræða nýtingu vistunar- úrræða er greiðast af daggjöldum ríkisins. Hvfldarinnlagnir eru þar meðtaldar. Þannig er vistrýmum ráðstafað í náinni samvinnu við starfsmenn heimilishjálpar og heima- hjúkrunar, sem best þekkja heimilisaðstæð- ur og hagi umsækjenda hverju sinni.“ — eh Þarf hún að selja íbúðina sína? 65 ára ekkja á þriggja herbergja íbúð. Hún þarf að láta gera við hana og er kostnaður- inn 300 þúsund krónur. Konan á 100 þús- und krónur í banka, en hefur engar tekjur og er ekki orðin ellilífeyrisþegi. Hún er nýbúin að missa manninn sinn, hefur alltaf unnið heima, og getur nú hvergi fengið vinnu. Hún leitar til Hús- næðisstofnunar en fær þau svör að bið eftir aðstoð við viðgerðir á gömlum hús- um . . . 63

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.