Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 65
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL
Skúli Magnússon fógeti. Brautryðjandi í atvinnulífinu og varð
sterkefnaður. Um tíma lang ríkasti maður landsins. En hann
varð gjaldþrota og tók yfir 40 ár að gera þrotabú hans upp.
Thor Jensen. Ævintýralegur ferill í atvinnulífinu. Varð gjald-
þrota en reis upp með umsvifamiklum atvinnurekstri og var
frumkvöðull nýrra atvinnuhátta í mörgum atvinnugreinum.
Þeir fóru
Sagtfrá Skúla
Magnússyni og
Thor Jensen
líka á hausinn!
Þau hundruð gjaldþrota sem orðið hafa á
síðustu misserum hafa skilið marga eftir
vonsvikna í valnum viðskipta, — og algengt
að menn telji öliu lokið fyrir sér eftir slík
áföll. Um þessar mundir er t.d. verið að
stofna félag gjaldþrota cinstaklinga á Islandi.
í þessu samhengi er vert að velta fyrir sér
örlögum athafnamanna fyrr á tímum; því
það er nefnilega leitun á athafnamönnum ís-
lenskum sem ekki fóru á hausinn. Allir helstu
frumkvöðlar íslendinga í atvinnulífinu lentu
í gjaldþroti.
Það er þess vegna óhætt að byrja á upp-
hafinu. Skúli Magnússon landfógeti, fæddur
1711, er að margra mati fyrsti athafnamaður-
inn. Á unga aldri varð hann sýslumaður,
fyrst í Skaftafellssýslu og síðan í Skagafjarð-
arsýslu, 1773. Skúli þótti nokkuð drykkfelld-
ur og upp á kvenhöndina og lenti í málaþrasi
af þeim sökum. Hann giftist Steinunni
Björnsdóttur 1738 og áttu þau níu börn. Jafn-
framt sýslumannsstörfum hafði hann forsjá
Hólastóls; búrekstur, útgerð, jarðeignir
prentverkið og annað á vegum stólsins um
nokkurra ára skeið. Honum þótti takast um-
sýsla þessi með miklum ágætum og varð
landfógeti 1750. Eins og kunnugt er var Við-
eyjarstofa byggð fyrir Skúla og á eynni bjó
hann á fimmta áratug.
Að aldarhætti var Skúli drykkfelldur og
65