Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 66

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 66
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL Fríkirkjuvegur 11. Þetta stærsta íbúðarhús á íslandi byggði Thor Jensen og bjó fjöl- skyldan þar þangað til hún flutti að Lágafelli í Mosfellssveit. stórbokki, en það dró ekki úr ótrúlegri at- hafnasemi hans. Umsýsla Skúla snerist mest um atvinnumál, Innréttingarnar í Reykja- vík, iðnað, verslun og útgerð. Hann stóð í látlausu málaþrasi og átökum um reksturinn innan lands og utan. I þau 44 ár sem hann stóð í þessum rekstri var hann 23 vetur er- lendis og naut þar fulltingis manna eins og Jóns Eiríkssonar. Skúli þótti búa yfir ýmsum kostum bísnissmanna; slægvitur, þrjóskur og fylginn sér. Enginn íslenskur komst með tærnar þar sem hann hafði hælana í við- skiptalífinu á seinni hluta 18. aldar. Uppgjör dróst í 40 ár Þegar Skúli gamlaðist tók að syrta í álinn í peningamálum hans. Margir telja að börn hans og tengdabörn hafi orðið til þess að gera hann gjaldþrota. Hann varð fyrir hverju áfallinu á fætur öðru í tengslum við þau. Ein dóttir hans vár gift Jóni Snorrasyni sýslu- ntanni í Skagafirði, sem dó 1771 og lét eftir sig miklar skuldir sem Skúli þurfti að standa undir. Annar tengdasonur hans, Jón Arnórs- son sýslumaður í Snæfellsnessýslu varð gjald- þrota eftir móðuharðindin og féll mikill kostnaður á Skúla gamla. Sonur hans Jón Skúlason aðstoðarfógeti drukknaði og lét eftir sig skuldir. Tengdasonur hans Bjarni Pálsson landlæknir sem dó 1779 var einnig gjaldþrota og þurfti Skúli að standa straum af því þrotabúi. Keppinautar Skúla gengu á eftir honum af mikilli harðneskju og það átti einnig við um menn eins og Ólaf Stefánsson ættföður Stephánunga sem sótti Skúla til saka vegna fjárreiða. Um þetta leyti var ævi Skúla orðin hálfgerð martröð, hann hafði verið fógeti í 40 ár en gat ekki farið á eftir- laun, trúlega ekki treyst sér til reikningsskila eða að yfirgefa Viðey. Ólafur Stefánsson varð stiftamtmaður 1790 og átti að hafa eftir- lit með fjárreiðum landfógeta og eitt fyrsta embættisverk hans var að fara út í Viðey og taka fé til geymslu af fógeta. Hann fram- kvæmdi einnig bráðabirgðarannsókn á fjár- reiðum Skúla og þóttist verða var við fjár- þurrð, sem Skúli viðurkenndi ekki. Þá inn- siglaði Ólafur fjárhirslu embættisins og lét leggja löghald í búið í Viðey. Gekk á með kárínum milli Skúla fógeta og Ólafs stiftamt- manns í nokkur misseri. 1793 skipaði Ólafur Magnús Stephensen son sinn til að gegna störfum fógeta en Skúli var þá kominn að fótum fram. Erfiðlega gekk að ná skjölum úr höndum Skúla, þar til þau voru sótt með fógetaaðgerð 1794. Ekki bætti úr skák að Skúli varð að afsala sér Viðey, þar sem Ólafur hafði kosið sér hana sem bústað. Fékk Skúli til afnota tvö herbergi uppi á lofti í Viðeyjarstofu, þar sem nú er glæsilegur samkomusalur. Ólafur hafði eins og Skúli áhyggjur af væntanlegu sambýli þeirra og skrifaði stjórninni: „Sá ókostur fylgir þó þessu vali mínu, að ég verð að sitja uppi með hinn gamla nöldrunarsama landfó- geta, Skúla Magnússon, er varla getur skrið- ið á fótum lengur..“ En Skúli orti hins vegar stöku um ákvörð- un stiftamtmanns: Stiftamtmaðurinn Stephensen frá Stórahólmi voldugur þó í Viðey svanili, verður ei hræddur Skúli gamli. Bú Skúla í Viðey var leyst upp og selt 'f/iXt Frá Viðey á dögum Milljónafélagsins. Báðir þeirsem sagterfrá ígreininni,Skúli fógeti og Thor, komu við sögu Viðeyjar. upp í skuldir snemma árs 1794. Eftirlaun hans áttu að ganga upp í skuldir, en þeirri ákvörðun var breytt, þannig að hluti þeirra fór til Skúla. Það var Ólafi stiftamtmanni tilefni til að kalla Skúla „íslands stærsta pensionista". Þannig varð ríkasti maður ís- lands gjaldþrota á gamals aldri. Síðustu mán- uðina lifði hann við smánarkjör. Þegar hann dó í nóvember 1794 stóðu öll spjót á honum en uppgjöri á þrotabúinu var ekki lokið. Reikningsskilin urðu örðug og taldi Ólafur að skuldirnar næmu 5000 ríkisdölum en eign- irnar 3000 dölum. Fullnaðarskil drógust á langinn — í áratugi. Árið 1834 úrskurðuðu stjórnvöld í Danmörku að innheimta ábyrgð á hendur Skúla Magnússyni eða búi hans. Þá voru fjórir áratugir liðnir frá andlátinu. Þæfðist málið um hríð og voru reikningarnir loks undirritaðir 1837 og kom í ljós að vant- aði 1300 ríkisdali upp á að eignir dygðu fyrir skuldum dánarbús Skúla Magnússonar. (Heimild: Skúli fógeti, eftir Lýð Björnsson) íslendingur frá Danmörku Flestir Islendingar minnast Thors Jensens með hlýju og stolti, því þó hann væri upp runninn í Danmörku varð hann e.t.v. meiri Islendingur en margur annar í hópi athafna- manna aldamótanna. Hann fæddist í Dan- mörku 1863 og kom sem verslunarsveinn til Borðeyrar 1878,13 ára gamall. Þá hafði hann verið á heimavistarskóla fyrir fátæk munað- arlaus börn um margra ára skeið. Á Borð- eyri lærði hann fljótt og vel íslensku og lifði þar og hrærðist í íslenskri sveitamenningu. Þar kynntist hann konuefni sínu Margréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur frænku Sveins 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.