Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 69
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL
Kveldúlfshöfða og átti að verða einkennis-
merki Kveldúlfs. Einhverju sinni kom Sam-
úel Eggertsson (faðir Guðjóns húsameistara)
sem var að gera uppdrætti að hlutabréfum
Eimskips í heimsókn til Thors á Kveldúlfs-
höfða og sér merkið í anddyrinu og dettur
strax í hug að það sé tilvalið fyrir Eimskipa-
félagið og fleiri fylgdu þessu eftir, þar til
Thor lét til leiðast og gaf eftir merkið.
í fyrri heimstyrjöldinni var Thor formaður
útflutningsnefndarinnar sem annaðist öll ut-
anríkisviðskipti fyrir þjóðina. Það var gífur-
lega erilsamt og viðamikið starf, umdeilt í
þokkabót. Pví starfi lauk ekki fyrr en í árslok
1920. Um það leyti hætti hann beinum störf-
um hjá Kveldúlfi, en synir hans stjórnuðu
fyrirtækinu áfram . Um það leyti sem hann
hætti þar átti fyrirtækið 11 skip, 4 togara,
fimm vélbáta, tvö flutningskip og var um
tíma áreiðanlega stærsta fiskútflutnings-
firma í heimi, segir í minningum Thors Jen-
sen sem Valtýr Stefánsson skráði og vitnað er
til í frásögn þessari. Og enn átti Kveldúlfur
fyrir sér að vaxa.
Ævintýrið í sveitinni
Sjálfur skipti Thor starfsævi sinni í þjú
tímabil; verslun, útgerð og landbúnað á síð-
asta æviskeiði. Og meðfram verslunarrekstr-
inum við Godthaab, eftir að betur fór að
ganga, keypti hann upp árið 1909 jarðir og
laxveiðiréttindi, fyrst Kolbeinsstaðatorfuna
í Hnappadalssýslu, með fjölda bæja og lands-
eta, — laxveiðiréttindum í Haffjarðará.
1920-21 reisti hann mikil veiðihús við ána og
hafði umleikis. Árið 1914 keypti hann jörð-
ina Bjarnarhöfn í Helgafellssveit ásamt
fjölda jarða þar í nágrenninu. 1918 hóf Thor
mikinn búskap þar og lét reisa fjárhús fyrir
600 fjár. Bjarnarhöfn seldi hann 1929. Eins
og áður er fram komið hafði Thor um tíma
búskap í Bráðræði í Reykjavík og síðar mik-
inn búskap í Melshúsum á Seltjarnanesi en
þar var fjós fyrir 54 kýr.
Þannig hafði Thor komið víða við í bú-
skapnum áður en hann festi kaup á landi
Korpúlfsstaða 1922 og hóf stórfelldari land-
rækt og byggingar en áður höfðu þekkst á
íslandi og þótt víðar væri leitað í löndum. Á
næstu árum keypti hann í nágrenni Korpúlfs-
staða; Lágafell, Lambhaga, Varmá og á
Kjalarnesi Arnarholt og Brekku. En mikl-
fenglegast af öllu var sjálft Korpúlfstaðabúið
með um 300 nautgripi. Grunnflötur bygging-
arinnar var 2400 fermetrar og hún var á
tveimur hæðum. Þar var nýtísku fjós, mjólk-
urvinnslustöð og tækjabúnaður af fullkomn-
ustu gerð, tugir íbúðaherbergja og þar fram
eftir götum. Erlendir sérfræðingar voru
fengnir til að koma stöðinni af stað en til
búsins var ráðinn bústjóri auk tuga annnarra
starfsmanna.
Lengst af var mikill hagnaður af Korpúlfs-
staðarbúinu sem sá borgarbúum fyrir kar-
töflum og mjólk. Mjólkin fór á lokuðum
kældum flöskum frá búinu og var seld beint
til neytenda um bæinn og á árunum 1921 til
1935 voru umsvif búsins vaxandi. Aðrir
Lorentz Thors var
bústjóri á Korpúlfs-
stöðum um langa
hríð. Hér er hann
ásamt öðru starfs-
fólki búsins sumar-
ið 1935. Allir synir
Thors gengu á
unga aldri inn í
stjórnun fyrirtækj-
anna.
framleiðendur seldu sína mjólk í gegnum
mjólkurbúðir og högnuðust ekki að sama
skapi og Korpúlfsstaðabúið. 1935 tóku svo
„mjólkurlögin" gildi og þá mátti Korpúlf-
staðabúið ekki lengur selja sína eigin mjólk.
Tekjumissirinn varð verulegur af þessum
umskiptum en Thor þrjóskaðist við að halda
áfram búskapnum til 1941. Þá var Korpúlfs-
staðabúið glæsilega selt Reykjavíkurborg
sem rak það í nokkur ár, og enn fremur seldi
Thor allar jarðir sínar í Mosfellssveit nema
Lágafellslandið, þar sem hann bjó sjálfur í
hárri elli þar til yfir lauk í september 1947.
Þangað höfðu þau hjón flutt 1939 og selt
húseignina að Fríkirkjuvegi 11.
Korpúlfstaðahúsin glæsilegu eru enn í eigu
Reykjavíkur og grotna þar niður í ræktar-
leysi. Kveldúlfur varð einnig gjaldþrota og
tók áratugi að ljúka því máli eins og frægt er.
Og síðustu leifarnar af byggingunum reisi-
legu á Kveldúlfshöfða við Skúlagötu urðu
jarðýtum borgarstjórnar að bráð í sumar.
Margir telja að Thor Jensen hafi ekki verið
sýnd verðug virðing, og hans sé ekki minnst
eins og efni standa til. Þessa frumkvöðuls
nýrra atvinnuhátta í landinu og í Reykjavík
sérstaklega ætti að minnast með verðugum
hætti. Það væri t.d. smekklegt að reisa minn-
ismerki af Thor Jensen í hlaðinu á Korpúlfs-
stöðum um leið og byggingarnar þar væru
færðar í viðunandi horf og til almennings-
nota fyrir Reykvíkinga. Ætli höfuðborginni
væri það ofrausn?
Óskar Guðmundsson
69