Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 72

Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 72
NEYTENDUR anirnar hafa m.a. sýnt að vörur með hand- skrifaðri merkingu selja hátt í helmingi betur en þær sem prentaðar eru. í leiðinni má geta þess að rauðir verðnriðar verða nú æ algeng- ari, þeir vekja meiri athygli, rauður litur er samkvæmt sálfræðinni hlýlegur, þó „eggj- andi" sé og jafnframt traustvekjandi. Tvær verðmerkingar á sömu vöru fullvissa okkur unt að verðlækkun hafi átt sér stað. Ef t.d. skyrta er seld á 790 krónur en er sögð vera 1090 króna virði „græðum við" 300 krónur eða sem svarar meira en heilu tíma- kaupi verkamanns með kaupunum. Tilboðs- merkingar af þessu tagi eru algengar á óþekktum vörumerkjum sem framleiða- ndinn er að reyna að koma á markað og um leið kanna hversu dýrt hann getur selt vör- una í framtíðinni. Þegar okkur er gefinn svokallaður kynningarafsláttur eða þá að vara er seld á kynningarverði er það varla okkar hagur, heldur erum við að borga fyrir tilraunastarfsemi framleiðandans eða um- boðsaðilans. „Aðlaðandi“ upphæðir Þó svo lítill munur sé á verði mismunandi merkja sömu vörutegundar liggur viss sál- fræði að baki verðlagningunni, sumar upp- hæðir hafa meira aðdráttarafl en aðrar. Til dæmis selst meira af kexpakka sem kostar 64.50 kr. en þeim sem kostar 64 kr. sléttar. Slétta krónutalan er ekki eins traustvekjandi í okkar augum, virðist sem hún sé einhver „ágiskun" sem slegin hefur verið utan á urn- búðirnar. Svo er það 90 eða 99 sálfræðin. Dýrar vörur, t.d. föt kosta kannski 2990 og seljast mun betur en þau sem kosta 3010 kr. þrátt fyrir að mismunurinn er aðeins 20 kr. Verðlagning sem þessi er orðin að einhvers konar náttúrulögmáli víða um heim. Þegar kílóverð á matvælum er orðið hátt virðist nokkuð augljóst að erfitt er að selja viðkomandi vörutegund. Nú hafa ýmsar verslanir tekið upp á þeirri vafasömu ný- breytni að gefa upp einingaverð í hektó- 0 $ 1~T > I skipulagi vörumarkaða er reynt að haga málum þannig að viðskiptavinurinn hafi komið við á sem flestum stöðum. Reynt er að draga athyglina að ákveðnum vör- um, sem eiga að seljast. Uppdráttur af ferðalagi um markaðinn. grömmum, þ.e.a.s. á hver 100 grömm. Sér- staklega gildir þetta um sælgætisverslanir sem hafa á boðstólum sætindi í lausu og kaupandinn fyllir sjálfur í pokann að eigin vali. í flestum tilfellum eru þarna börn og unglingar á ferð sem sjá að t.d. súkkulaði- molar kosta 350 kr. hektóið. Ef í versluninni stæði hins vegar 3500 kr/kg mundu þau ef- laust hugsa sig tvisvar um áður en rennt er í pokann. Sá er þetta skrifar fór í eina slíka verslun á dögunum, kannaði þar verðlagið og gekk síðan yfir í næsta söluturn. Til að gera langa sögu stutta var hægt að kaupa sams konar súkkulaðimola í söluturninum fyrir 190 kr. hektóið og voru þeir vel varðir í poka frá framleiðanda. Mörg stykki í einum pakka Á síðustu árum hefur færst í vöxt að seldar eru nokkrar einingar sömu vöru í einum pakka og í flestum tilfellum virkar þetta sem kjarakaup fyrir kaupandann eða sem nokk- urs konar magninnkaup þar sem veittur er magnafsláttur. I einhverjum tilfellum er verðið á hverri einingu í pakka lægra en í stykkjatali, en sjaldan svo um munar. Undir- ritaður rakst fyrir skömmu á þrjú sápustykki í pakka og kostaði hann 119.70 kr. Fáeinum skrefum frá var hægt að taka sér aðeins eitt stykki sem kostaði 39.90 kr. Sem sagt, í þessu tilfelli var enginn gróði af því að kaupa þrjú í einu. Hærra verð „tryggir“ gæðin Þegar við rekumst á nýja og óþekkta vöru sem ekki hefur verið auglýst tökum við henni með varúð, sérstaklega ef hún er grunsam- lega ódýr. í nýlegri könnun sænsku Neytend- astofnunarinnar um viðbrögð kaupenda var notast við ryðfríar skálar. Helmingur þeirra kostaði sem svarar 390 kr. hinn helntingur- inn 590 kr. Verðið var það eina sem gefið var upp, hvorki nafn framleiðanda né fram- leiðslustaðar var að finna á skálunum. I ljós kom að dýrari skálarnar seldust ca 49% bet- ur en þær sem ódýrari voru. Stór hluti kaup- enda áleit að hærra verð tryggði það að gæð- in væru meiri. Niðurstöður sem þessar eru umhugsunarverðar. Of reglubundin uppröðun. Of fáar dósir og enginn verðmiði. Of skipulagðar raðir og of lítt aðlaðandi verðmiði. M 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.