Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 77

Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 77
UPPELDISMÁL Þarf að taka mið af grasrótartarfinu Selma Dóra Þorsteinsdóttir er forstöðukona Hálsaborgar. í samtali við Þjóðlíf hvaðst hún binda miklar vonir við þetta samvinnuverk- efni. „Mikilvægast er að nú hafa fóstrur og kennarar byrjað að taka á málunum í sam- einingu. Samstarfið er hafið þó það hafi enn ekki skilað þeim árangri sem við vonumst eftir. Stjórnvöld verða að móta sér skýrari stefnu varðandi dagvistaruppeldið og von- andi taka þau mið af því grasrótarstarfi sem hér hefur verið unnið“, sagði Selma Dóra. Hún bætti því jafnframt við, að nauðsynlegt væri að samræma þyrfti menntun fóstra og kennara til muna, því einungis þannig væri hægt að skapa eðlilega samfellu í uppeldi og menntun barnanna. fannst okkur við vera komin nær því sjónar- miði að litið væri á dagvistarheimili sem raunverulegar uppeldisstofnanir. Það verð- ur að segjast eins og er að því miður er oft litið á okkur sem einhverskonar félagslegt úrræði, — úrræði til að fleyta þjóðfélaginu áfram vegna þarfa atvinnulífsins og foreldra. Þessum viðhorfum viljum við breyta. Eg tel eðlilegt að dagvistarheimilin fái opinberlega viðurkenningu á því að vera uppeldis- og menntastofnanir, á sama hátt og skólarnir, í stað þess að vera einhverskonar félagslegt úrræði. Skólarnir hafa fengið þessa viður- kenningu og því ekki aðrar uppeldisstofnan- ir. Þú talar um að litið sé á dagvistarheimilin sem nokkurskonar félagslega úrlausn en að skólarnir hafi fengið opinbera viðurkenn- ingu á því að vera menntastofnanir, tilkomn- ar barnanna vegna. Hver er að þínu mati meginmunurinn á starfsháttum skóla og dagvistarheimila? — Það er þó nokkur munur á starfshátt- um skóla og dagvistarstofnana, þó svo að markmiðið sé það sama, þ.e.a.s. að koma börnunum til mennta og þroska. T.d. er hópastærðin mjög ólík. Við erum yfirleitt með mun færri börn í hópum heldur en skól- arnir, því við þurfum að taka tillit til mun fleiri sérþarfa hjá börnunum. Og eins og ég minntist á áðan höfum við börnin mun leng- ur yfir daginn en skólarnir, eða allt upp í 9 tíma á dag. Hvað varðar leikrými eða vinnu- aðstöðu eru yfirleitt tvær stofur fyrir hvern hóp á dagvistarheimilunum, en í skólunum er einungis um eina kennslustofu að ræða. Og síðast en ekki síst eru námsgögn og náms- efni mjög ólík hjá þessum stofnunum. Að hluta til orsakast þetta af því að við erum með ólíka aldurshópa sem eðlilega þurfa ólík námsgögn, en hinsvegar er ástæðan e.t.v. sú að við á dagvistarheimilunum höfum ekki aðgang að neinni námsgagnastofnun á sama hátt og skólarnir. Og einmitt hér erum við komin að býsna mikilvægu atriði. Kennara- háskólinn hefur samkvæmt lögum þeirri skyldu að gegna að stunda rannsóknir á sviði kennslu í grunnskólum. En þar sem fóstur- skólinn er ekki á háskólastigi er ekki krafist neinna rannsókna eða neins þróunarstarfs í tengslum við dagvistarheimilin. Meðan svo er má vera ljóst að erfiðleikum er bundið að stunda markvisst og heppilegt uppeldisstarf innan dagvistargeirans. Telur þú að undirstrika þurfi markmið dagvistaruppeldis betur en nú er með lögum, þannig að dagvistarheimili verði eitthvað annað og meira en félagsleg úrræði foreldra og vinnumarkaðar? — Það hlýtur að vera alveg ljóst að að- gerða er þorf. Ég get ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að líta einungis á skólann sem einu menntastofnunina, þar sem allt alvöru- nám á sér stað. En til þess að hægt sé að vinna markvisst að slíku þarf skilning stjórn- valda og síðast en ekki síst vilja til að gera betur. Þingsályktunartillaga Hjörleifs Gutt- ormssonar leggur að mínu mati aukna áherslu á menntunarhlutverk dagvistar- heimila. Tillaga hans er að miklu leyti í sam- ræmi við stefnu Evrópuráðsins í uppeldis- og menntamálum. í nýútkominni skýrslu Evrópuráðsins segir einmitt eitthvað á þá leið ... að það sé mjög mikilvægt að sam- ræma uppeldi og menntun barna í aðildar- ríkjum Evrópuráðsins. Og í þessu sambandi tel ég rétt að benda á þá staðreynd að víðast hvar í aðildarríkjum Evrópuráðsins er Leikurinn er aðferð til að læra Hafdís Ágústsdóttir, er kennari í yngstu bekkjardeildum Seljaskóla. í samtali við Þjóðlíf tók hún undir þau orð Selmu Dóru og Fannýjar, að stjórnvöld þyrftu að sinna má- lefnum yngstu barnanna mun betur en verið hefur. Hún hvaðst binda miklar vonir við þetta verkefni og taldi að skólarnir gætu tek- ið sér margt til fyrirmyndar frá dagvistar- heimilunum. „Við erum oft gagnrýnd fyrir það af foreldrum og öðrum, sem standa utan við skólastarfið, að ekki sé lögð nægjanleg áhersla á bóklega kennslu í upphafi skólag- öngunnar. Ég tel leik barnanna hinsvegar mjög mikilvægan fyrir þroska þeirra, því að á þann hátt geta þau tileinkað sér ákveðið sjálfstæði í vinnubrögðum og aukið hæfni sína til samvinnu. Leikurinn er aðferð barns- ins til að læra. Að þessu leytinu koma dagv- istarheimilin betur til móts við þarfir barn- anna en við“, sagði Hafdís um leið og hún undirstrikaði miklvægi þess að fóstrur og kennarar fengju aukin tíma til að efla sam- starfið milli þessara uppeldisstofnana. fræðsluskylda barna frá 2ja-3ja ára aldri. Að sjálfsögðu ætti ísland að vera á meðal þess- ara ríkja. En ég tel hinsvegar eðlilegt að ganga lengra, því ég tel eðlilegt að fræðslu- skyldan hefjist þegar fæðingarorlofi lýkur. Um þetta hefur verið mikið rætt á Norður- löndum og þess vildi ég óska að samstaða næðist um þetta mál. Ég tel rétt að Norður- löndin gangi fram með fordæmi á þessu sviði og hafi þannig áhrif á stefnu annarra Evrópuþjóða í dagvistunarmálum. Við vit- um það öll að börn frá unga aldri hafa þörf fyrir fræðslu og aðgang að leik og starfi með jafnokum. Að loka augunum fyrir þessu er það sama og stinga höfðinu ofaní sandinn. Nú höfðu dagvistarheimilin Hálsaborg og Hálsakot samstarf við Seljaskóla síðastliðinn vetur. Telurðu að það samstarf hafi orðið til góðs og má vænta að fleiri geri slíkt hið sama? — Ég tel svo sannarlega að hér hafi tekist vel til. Sumpart byggðist þessi samvinna á frumkvæði þess fólks sem við þessar stofnan- ir vinnur og ég tel eðlilegt að stutt verði vel við bakið á því við þessa vinnu. Til að sam- starf á borð við það sem var í Seljahverfi síðastliðinn vetur geti breiðst út í önnur hverfi þarf að efla umræðuna um þessi mál, skipuleggja fundi og jafnvel koma á fót nám- skeiðum fyrir fóstrur og kennara. Það þarf að móta einhverja fyrirmynd fyrir þetta sam- starf skóla og dagvistarheimila, því annars er hætt við að þetta frumkvæði úr Seljahverfinu renni út í sandinn. Það þarf að hlúa verulega að þróunarverkefninu og sýna þessum brautryðjendum þann áhuga sem starf þeirra vissulega verðskuldar, sagði Fanný Jóns- dóttir að lokum. Kristján Ari. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.