Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 5
Leiðari Argentína Peronistar sigurstranglegir. Kristín Sævarsdóttir skrifar um kosningarnar í Argentínu sem einkennist af baráttu innan flokka radikala og peronista .... 48 Svíþjóð. Við erum hvorki sósíalistar né borgaraleg, segir málpípa sænskra græningja í viðtali við Ingólf V. Gíslason um umhverfismál, græningja- pólitíkina eftir kosningarnar og fleira .. 49 England Bandaríki Evrópu ekki til umræðu að mati Thatchers ..................... 52 MENNING Af lágu leiði. Kafli úr nýri bók Björns Th. Björnssonar um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ......... 55 Kvikmyndir Marteinn St. Þórsson skrifar um kvikmyndir. Brazil og baráttan við skrifræðið, Blús berfættu lögreglunnar, innlendar og erlendar kvikmynda- fréttir — og stjörnugjöf.............. 57 Saltfiskur og steindir gluggar. Sigríður Ásgeirsdóttir myndlistarmaður ........ 60 Það hjálpar enginn skáldum. Spjallað við Gyrði Elíasson rithöfund, sem er að senda frá sér nýja bók.......... 62 Nýjar bækur Fréttamolar um væntanlegar jólabækur nokkurra bókaforlaga.................. 63 UPPELDI Börn hafa það ekki alltaf gott. Vilborg G. Guðnadóttir skólahjúkrunar- fræðingur segir frá óhugnanlegum aðstæðum barna í Reykjavík ............. 69 Bjartsýn þjóð gegn gjaldþrotum Það er ekki ný bóla að íslenska veiðimannasamfélagið sjái framan í hallæri endrum og sinnum . Það er hins vegar nýtt að það fari að kreppa að í miðju góðæri eins og hér hefur verið að gerast síðustu misseri. Ástæður þess samdráttar sem nú er tekinn að hrjá landsmenn, eru auðvitaö margvíslegar, en flestir eru þó á eitt sáttir um að íslenska efnahagslífið hafi ekki risið undir hávöxtunum sem pínt hafa einstaklinga og fyrirtæki að undanförnu. Og nú er svo komið að atvinnulífið nær varla andanum. Sífellt fleiri eru farnir aö átta sig á því, að sú peningastefna sem rekin hefur verið á drjúga sök að máli. En jafnframt hefur ótrúlegt sinnuleysi stjórnvalda bæði gagnvart útflutningsatvinnuvegunum og samdráttarþróuninni einkennt ástandið í þjóðfélaginu síðustu mánuði. Og það var einnig þessi þróun sem átti hlut að falli síðustu ríkisstjórn- ar. Landsmenn ætlast nú til þess, að ríkisstjórn taki þátt í að leysa vanda, sem að ýmsu leyti má rekja til fyrri ríkisstjórna. Pólitískt andrúmsloft er gerbreytt í landinu og það er ekki lengur litið á háa vexti sem náttúrulögmál. Efnahagskreppa er ekki heldur náttúrulögmál, það má vinna gegn henni. Samdráttareinkennin hafa hvarvetna í landinu komið fram. Og nú er málum svo háttað að harkalegustu einkenni samdráttar; gjaldþrot og lokun fyrirtækja, eru algeng- ust orðin á höfuðborgarsvæðinu. En þessi þjóð lifir á sjávarútvegi og þegar þrengir að honum koma keðjuverkanirnar í Ijós. Þær þrengingar sem nú hafa orðið í þjónustu- greinum á höfuðborgarsvæöinu eru þannig til komnar m.a. vegna þrenginga í sjávar- útvegnum. Þannig er þjóðin ein heild í efnahagslegu tilliti, ein þjóð. Og vandi lands- byggðar, eða vandi höfuðborgar, er þannig ekki einkavandi fólks á viðkomandi lands- svæðum, heldur sameiginlegur vandi þjóðarinnar. í Þjóðlífi að þessu sinni er fjallað um gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja. Afleiðing- arnar eru hrikalegar eins og fram kemur í umfjölluninni. Þau vandamál sem upp koma; atvinnuleysi og óhamingja, eru þess eðlis að samfélagið þarf að koma til móts við fólkið og draga úr þjáningunni bæði félagslega og efnahagslega. Það er iskyggilegt í þessu efni, hversu seinlegt og óskilvirkt upplýsingakerfi stjórnvalda er í málefnum atvinnu- og efnahagslífsins. Þannig er t.d. ekki nákvæmlega fylgst með fjölda gjald- þrota eða þróuninni í efnahagslífinu. En það segir sig sjálft að því fyrr sem upplýsingar berast um ástandið, þeim mun fyrr er hægt að grípa til ráða, sem hugsanlega gætu dregið úr afleiðingunum. Og komið í veg fyrir harkalegri afleiðingar eins og t.d. fjöldaatvinnuleysi. Menn greinir á um það hversu lengi samdrátturinn muni vara. Hitt er Ijóst að því fyrr sem stjórnvöld og þjóðin brettir upp ermarnar, þeim mun fyrr tekst okkur að leysa vandann. Fólk er nefnilega sammála um að lífsgleði og bjartsýni skipti atvinnulífið mestu máli. íslendingar vilja ekki atvinnuleysi og það verður aldrei þolað. Það er því bjartsýn þjóð sem nú ræðst til atlögu við gjaldþrotin og hefur nýja sókn í efnahagslífinu. Það er engin ástæða til að örvænta. íslendingar hafa áður séð í sortann. Bjartsýn þjóö á þrátt fyrir stundar samdrátt í efnahagslífinu glæsta framtíð fyrir höndum. Óskar Guðmundsson BÍLAR Ingibergur Elíasson skrifar bílaþátt, Listin að nema staðar ásamt formála .. 75 ÝMISLEGT Barnalíf.............................. 73 Krossgáta ............................ 78 Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752, 121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn Félagsútgáf- unnar: Svanur Kristjánsson, Björn Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Jóhann Antonsson, Pétur Reimars- son. Varamenn: Árni Sigurjónsson, Brynjar Guðmundsson. Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurðsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Biaðamenn: Einar Heimisson, Kristján Ari Arason. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Miinchen), Ásgeir Friðgeirsson (London), Einar Karl Haralds- son (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Fínnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Asgeir Sigurðsson (New Haven), Yngvi Kjartansson (Osló). Innlendir fréttaritarar: Jóhannes Sigurjónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (ísafjörður), Smári Geirsson (Neskaupstaður), Sveinn Helgason (Selfoss). Setn. og fl. María Sigurðardóttir. Ljósmyndir: Marisa Arason. Forsíða, hönnun: Erlingur Páll Ingvars- son. Ljósmvnd á forsíðu: Guðmundur Ingólfsson. Auglýsingastjóri: Steinar Viktorsson. Auglýsingar: Hörður Pálmarsson. Skrifstofustjóri: Guðrún Björk Kristjánsdóttir. Áskriftarstjórnun m.m.: Kristinn H. Einarsson. Tölvuumbrot, filmuvinna, prentun og bókband: PrentstofaG. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.