Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 14
INNLENT Námslaun næsta skrefið! Námsmenn hafa búið við margvíslegar reglur, en ríkissjóður stynur undan fjárþörf- inni. Fyrrverandi fjármálaráðherra kvað íslenska námslánakerfið vera eitt hið dýrasta í heimi. Nýju hugmyndirnar þykja líklegri til að koma til móts við þarfir bæði ríkssjóðs og námsmanna. Hugmyndir uppi um görbyltingu námslánakerfisins. Námslaun tekin upp að hluta, en vextir settir á lán. Fjárhagsgrundvöllur núverandi lánakerfis brostinn. Fjöldi námsmanna í Bandaríkjunum sem sækja um námslán kominn upp í 759 manns. Allar áætlanir hafa hrunið. Starfshópur á vegum síðustu ríkisstjórnar skilaði áliti nýverið um endurskoðun á lög- um og reglum Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Skýrsla nefndarinnar hefur verið kynnt ráðamönnum mennta— og fjármála og telja má líklegt að meginhugmyndir nefndarinnar verði að veruleika. I starfs- hópnum voru Guðmundur Magnússon pró- fessor, Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Jón Bragi Bjarnason prófessor og starfsmaður nefndarinnar var Guðmundur Ólafsson stud. oecon. Nefnd- inni var falið að endurskoða lög og reglur með það að markmiði, að LÍN geti áfram tryggt jafnan rétt allra til náms og eigið fé lánasjóðsins aukist, en framlög ríkis minnki að sama skapi, þannig að endurgreiðslur námslána geti orðið burðarás í fjármögnun sjóðsins í framtíðinni. Áætlanir kolrangar Áætlanir um fjárþörf lánasóðsins hafa reynst kolrangar. Þannig var t.d. gert ráð fyrir því árið 1982 þegar núgildandi lög um sjóðinn voru sett, að á árinu 1988(júní) yrði fjöldi lánanna 4400, meðallánið yrði urn 160 þúsund krónur og heildarlán sjóðsins yrði um milljarður. í reynd var staðan sú, að fjöldi lána er um 6000, meðallánið um 225 þúsund og heildalán 1.5 milljarður króna. (miðað við verðlag í júní 1988) Bandaríkin soga til sín kapitalið Ástæðan fyrir því að að fjárþörf sjóðsins er mun meiri en gert var ráð fyrir á sínum tíma eru aðallega tvær, samkvæmt trúnaðar- skýrslu sérfræðinganna. í fyrsta lagi hefur lánshæfishugtakið, þ.e. hverjir mega fá lán, þanist út. Nefnd eru dæmi um, að nemar yngri en 20 ára fengu ekki námslán fyrir sex árum, en reglan er í reynd fallin, þannig að t.d. 515 iðnnemar fengu lán á næstsíðasta námsári og núverandi reglur sjóðsins eru þannig, að hugsanlega gæti 12 ára tónlistar- nemi fengið fullt námslán! Þá hefur orðið gjörbreyting á námi, þann- ig að mun fleiri en áður fara í langt og dýrt nám einkum í Bandan'kjunum. Námsárið 1975—76 fengu 80 rnanns lán frá LÍN vegna náms í Bandaríkjunum, námsárið 1983—84 fengu 519 manns lán þar, námsárið 1986—87 672 einstaklingar og í vetur er talið allt að 800 manns sæki urn lán vegna náms í Banda- ríkjunum. Þetta veldur sprengingu í náms- lánakerfinu. Bandaríkin eru eitt dýrasta land til að nema í sem finnst. Ástæðan fyrir þessari gjörbreytingu er m.a. sú, að lánasjóðurinn er tekinn að lána fyrir skólagjöldum í Banda- ríkjunum sem hann gerði ekki áður. Þess utan spila menn á kerfið þannig, að þeir fara í kringum reglur um lán til náms, sem hægt er að stunda heima á íslandi. En það er sama hvað veldur; kostnaðaraukinn er gífurlegur vegna þessarar breytingar. Námslaun og námslán með vöxtum Starfhópurinn um LÍN reifar hugmyndir um gjörbyltingu á starfsemi sjóðsins. Sam- kvæmt þeim hugmyndum er gert ráð fyrir að ná niður fjárþörf sjóðsins um 1000 milljónir króna á næstu 10 árum. Hugmyndin er sú að skipta stuðningi ríkis- ins við menntun í tvennt. Annars vegar verði urn beint framlag, styrki, að ræða og hins vegar lán gegn vöxtum. Styrkirnir eru í raun námslaun sem allir í framhaldsnámi fengju á öðru námsári og eftir það þar til námi lýkur. Á fyrsta ári fengist enginn styrkur, á öðru námsári 30% fjárþarfar, þriðja ári 30%, 50% á fjórða ári og eftir það. Námslánin yrðu með þeim hætti, sam- kvæmt hugmyndum þessum, að allir ættu kost á þeim nánast eftir vild og þörfum, en þau þyrfti að greiða til baka með 4% vöxt- um. Lánstími yrði breytilegur, 5 til 25 ár eftir lengd námsins eða upphæð lánsins. Endur- greiðsluhámark yrði tiltekið eða að tekið yrði tillit til aðstæðana tekjulítilla greiðenda eftir öðrurn leiðum. Reiknað er með að með þessu kerfi styrktist sjóðurinn þannig, að framlag ríkisins minnki úr 1500 millljónum króna á ári í 500 milljónir króna á tíu árum. Hugmyndir þessar eu settar fram sem mögu- leiki, en ekki beinlínis tekin afstaða til út- færslu þeirra. Þær eru nú til umfjöllunar í stjórnkerfinu en starfshópurinn hefur lokið störfum. Margir námsmenn munu vera sammála nauðsyn þess að stokka upp kerfið, en hins vegar telja þeir að útfærsla slíkra hugmynda skipti öllu máli. Þess vegna má gera ráð fyrir kröfum af þeirra hálfu um þátttöku í útfærslu á þessum tillögum. Óskar Guðmundsson. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.