Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 28
VIÐSKIPTI Iðnfyrirtœki Vanskil 200 milljónir við iðnaðinn y Viðtal við Olaf Davíðsson, framkvœmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda. Hafa íslensk iðnfyrirtæki orðið fyrir mikl- um skakkaföllum vegna jaldþrota annarra fyrirtaekja? — Enn sem komið er hafa þessi mál ekki verið gerð endanlega upp. Við teljum hins- vegar að alvarleg vanskil séu komin hátt í 200 milljónir króna. í þessum efnum eru þó ekki nálagt því öll kurl komin til grafar. Vanskilin gætu orðið mun meiri, án þess þó að ég þori að nefna einhverjar tölur í því sambandi. Meginatriðið er hinsvegar það að þetta eru mun meiri vanskil en rnenn hafa áður staðið frammi fyrir, því fram til þessa hefur vart verið hægt að tala um tap í þessum viðskipt- um. Viðtal við Guðjón Magnússon aðstoðarlandlœkni —Skapist einhverskonar kreppuástand hér á laiuli, þá er fyllsta ástæða til þess að búa heilbrigðisstarfsfólk undir slíkt, segir Guð- jón Magnússon aðstoðarlandlæknir í viðtali við Þjóðlíf. Hann telur að ef komi til atvinnu- leysis hljóti hærri atvinnuleysisbætur að koma til.álita af heilsufarslegum ástæðum: — Hvaða iðnfyrirtæki hafa orðið verst fyrir barðinu á þessum vanskilum og gjaldþrot- um? — Það eru fyrst og fremst þau iðnfyrirtæki sem eru að selja vörur sínar á almennum neytendamarkaði og þá sérstaklega fyrirtæki í matvælaiðnaðinum. Önnur iðnfyrirtæki hafa einnig lent í erfiðleikum vegna þessa. Telurðu að einhver iðnfyrirtæki stefni í rekstrarstöðvun eða gjaldþrot vegna van- efnda hjá gjaldþrota viðskiptavinum þeirra? — Það er náttúrlega veruleg hætta á slíku, þó svo að enn séu ekki dæmi um slíkt. Við hjá Félagi íslenskra iðnrekenda höfum ekki gert neina úttekt á þessari hættu innan okkar raða, en höfum varað stjórnendur iðnfyrir- tækja við henni og hvatt þá til að gera varúð- arráðstafanir. Menn þurfa að vera á verði í öllum viðskiptum sínum þessa dagana. Ég sé hinsvegar fyrir mér miklar breytingar í við- skiptalífi okkar á næstu árum og þá til hins betra. Við búum víða við mikla samkeppni og menn verða auðvitað að laga sig að henni. Og um það er ekkert nema gott að segja. Telurðu að efnahagsstjórnun landsins hafi brugðist? — Það er náttúrlega auðvelt að vera vitur eftir á. Ef maður lítur hinsvegar yfir fram- vinduna síðastliðin tvö ár, þá held ég að hvorki ríkisstjórnin né aðilar vinnumarkað- arins hafi áttað sig nægjilega vel á þeim breytingum sem voru að gerast á síðari hluta ársins 1986. Þá var mikill uppgangur í út- flutningsatvinnuvegunum. Afleiðingarnar af því komu síðan fram í mikilli þenslu á því tímabili og á fyrri hluta ársins 1987. Eftir á að hyggja er það greinilegt, að það hefði þurft að grípa til miklu strangari aðhaldsaðgerða, bæði hvað varðar opinbera búskapinn og er- lendar lántökur. En það létu flestir blekkjast af því að allt virtist leika í lyndi, því verðbólg- an fór hjaðnandi og utanríkisviðskipti voru að komast í jafnvægi. Síðan gerðist það að þessi uppgangur hélt áfram fram eftir árinu 1987 og þá var orðið nokkuð seint að grípa inn í málin. Hefurðu einhverjar tölur handbærar um hve margir hafa misst vinnuna vegna gjald- þrota hjá iðnfyrirtækjum? — Ég hygg að innan fata- og ullariðnaðar- ins hafi störfum fækkað mest. Þar hafa lík- lega um að 400 til 500 manns misst vinnuna Heilbrigðisyfirvöld í við Vissulega á landlæknisembættið að fylgj- ast með mismunandi heilsufarslegum áhrif- um efnahagslífsins á líðan fólks. Við fylgjumst með álaginu á heilbrigðiskerf- ið, notkun lyfja, áfengis og fíkniefna og þess háttar í tengslum við alls konar þjóðfélags- legar breytingar og þar á meðal í efnahags- málunum. Þetta gerum við, hvort sem um er að ræða hagvöxt eða samdrátt í efnahagslíf- inu. Mikill samdráttur, eða kreppa, hefur ekki átt sér stað í langan tíma þannig að við höfum ekki svo mikla reynslu af því og þar af leiðandi ekki af atvinnuleysi né öðrum fylgi- fiskum slíks ástands. Hver er munurinn, almennt séð, á líðan fólks á annarsvegar uppgangstímum í efna- hagslífinu og hinsvegar á samdráttartím- um? — Samdráttarárin einkennast fyrst og fremst af auknu öryggisleysi fólks, depurð og auk- inni notkun róandi lyfja. Fólk leitar einnig í auknum mæli til lækna. Eitt fyrsta einkenni þess að kreppa og samdráttur sé kominn í efnahagslífið er aukinn þrýstingur á innlagn- ir á spítala og aðrar stofnanir. Áhrif efna- hagssamdráttar lenda mjög þungt á einstæð- ingum og gamalmennum og þá verður meiri þrýstingur frá aðstandendum að koma þeim inn á stofnanir í ákveðið öryggi, því þar þarf þetta fólk ekki að hafa áhyggjur af fram- færslu sinni. — Uppgangstímar felast hinsvegar í meiri hraða á öllu saman. Þá koma fram annar- skonar streitu einkenni, t.d. vinnustreita, vöðvabólga og magasár. Almenn kaupmátt- araukning leiðir til aukinnar áfengisneyslu heildarinnar. Slysatíðni vex vegna hins mikla hraða og fólk virðist taka meiri áhættu. — Undanfarandi þensla í efnahagslífinu hef- ur haft að hluta til óheppileg áhrif á velferð fólks. Fólk hefur unnið of mikið og e.t.v.lagt fullmikið á sig mikið á sig í þessu svo kallaða „ltfsgæðakapphlaupi". Slíkt hefur mjög óheppileg áhrif á fjölskyldulífið og bitnar lík- lega harðast á börnunum og uppeldi þeirra. Svokölluðum „lyklabörnum" hefur t.d. fjölgað til muna því mikil eftirspurn eftir vinnuafli hefur leitt til þess að báðir foreldrar vinna meir—. Almennt séð, þá tel ég að miklir upp- sveiflutímar séu meiri ógnvaldur gagnvart hjónaböndum og barnauppeldi heldur en 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.