Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 59
MENNING
Stjörnugjöfin:
The Beast of War (Stjörnubíó) ***
Látið nafnið ekki villa um fyrir ykkur.
Einföld, áhrifamikil, óvænt.
The Unbearable Lightness of Being (Bíó-
borgin) ***l/2
Ljúffengur moli. Léttleikinn svífur yfír
manni næstu vikur, mánuði, ár.
Die Hard (Bíóborgin) ***
Ofurtryllir. Háhýsið var sprengt í alvör-
unni. Já þeir eiga peninga í Hollywood.
Bruce Willis sérlega skemmtilegur.
Big (Bíóböllin) **l/2
Tom Hanks frábær í átakalítilli mynd
með góðan boðskap og skemmtilegt and-
rúmsloft.
I skugga hrafnsins (Laugarásbíó) ***
Líður fyrir lengd og slæmt „döbb“ á ís-
lensku útgáfunni, en er samt sem áður
stórgóð mynd frá okkar athyglisverðasta
leikstjóra. Sviðsmynd og búningar með
því besta sem gerist. Geysilega fallegar
senur.
Coming to America (Háskólabíó) **l/2
Það skemmtilegasta við þessa mynd er að
sjá Eddie Murphy í fjórum hlutverkum.
John Landis (Animal House, Blues Brot-
hers, An American Werewolf in London),
verður að taka sig á. St. Martin
Kathrine Helmond fær andlitslyftingu í
Brazil.
landi sem sýnd er í THX-sound. en það er
hljóðkerfi sem fyrirtæki Georg Lucas hann-
aði fyrir kvikmyndahús og á að vera það
fullkomnasta í heiminum í dag. (Fyrsta
myndin hans Lucasar hét einmitt THX1138).
Þið ættuð ekki að verða fyrir vonbrigðum
með þessa mynd. en óskaplega er mannslífið
orðið lítils virði.
Ef við segjum að fjórar stjörnur sé það
hæsta, þá fær Die Hard þrjár.
Marteinn St. Þórsson
Filmubútar
ísland:
* Hilmar Oddsson, Jón Ólafsson og SC-Ent-
ertainment í kanada, hafa frestað tökum á
kvikmyndinni Meffí, fram á vor. Ástæðan er
sögð vera sú að ekkert trygingarfyrirtæki
fékkst til að tryggja myndina á meðan á tök-
um átti að standa í nóvember og desember.
Fyrirtækin treystu sem sagt ekki íslenskri
veðráttu. Tökum hefur verið frestað fram í
maí. Óstaðfestar fréttir segja að Eric
Roberts (Runaway Train, The Pope of
Greenwich Village, The CocaCola Kid), eigi
að leika aðalhlutverkið. I öðrum stórum
hlutverkum verða Helgi Björnsson, Þröstur
Leó Gunnarsson, Ylfa Edelstein og fleiri.
* Þráinn Bertelsson er nú að gera myndina
Magnús. Og segja þeir sem lesið hafa hand-
ritið að hér sé komið hans besta til þessa.
Ekki meiri fimmaura húmor. í aðalhlutverki
er söngvarinn með gullbarkann, Egill Ólafs-
son. Gangi ykkur vel strákar.
* Umba-konur hafa verið sveittar í sumar við
að kvikmynda Kristnihald undir Jökli, sem
að sjálfsögðu er byggð á bókinni eftir Kiljan.
Veður og önnur óáran fór eitthvað illa með
þær í sumar, m.a. fauk sviðsmyndin þeirra
niður, en þær létu það nú ekki á sig fá heldur
héldu ótrauðar áfram. Standið ykkur stelp-
ur.
* Hrafn Gunnlaugsson er auðvitað búinn að
frumsýna nýjustu afurð sína, í skugga
hrafnsins, og við vonum að allt gangi upp í
erlendri dreifingu, sem það og hlýtur að
gera. Annars erþað helst að frétta af Hrafni,
að hann hefur fengið 4 ára frí frá Sjónvarpinu
til að ráðast í eitthvert samnorrænt sjón-
varpsverkefni. „Up, up and away“.
* Næsta sumar fara líklega eftirfarandi af
stað með myndir: Hilmar Oddsson og Meffí,
Kristín Jóhannesdóttir (Á hjara veraldar, Líf
til einhvers, Glerbrot) með Porqui Pas?.
Lárus Ýmir Óskarsson og Sigurjón Sighvats-
son með Bflaverkstæði Badda. Og vonandi
eitthvað fleira gott.
Matti
Erlendir filmubútar:
* Það verða margar athyglisverðar myndir
frumsýndar vestan hafs um jólin og hér á
eftir fer smá upptalning á þeim helstu.
* Frá Paramount kemur „Scrooged" með
Bill Murray í aðalhlutverki. Leikstjóri er
Richard Donner (Lethal Weapon).
* 20th Century Fox er með „Working Girl“
sem skartar engum öðrum en Harrison Ford
í aðalhlutverki, en með aðal kvenrulluna fer
Melanie Griffith (Something Wild, Body
Úr myndinni Scrooged. Bill Murray sem
sjónvarpskóngur, en hans hugmynd um
jóladagskrá sjónvarps er að sýna myndir
á borð við „ Morðið á jólasveininum".
Double). Leikstjóri er Mike Nichols (Biloxi
Blues).
* Columbia verður með „Old Gringo“. í
henni fer Jane Fonda með aðalhlutverkið.
Þetta ku vera stórmynd sem á að gerast í
Mexíkó.
* Orion spilar út „Mississippi Burning" með
Gene Hackman og Willem Dafoe. Leikstjóri
er enginn annar en Alan Parker (The Wall,
Bugsy Malone, Fame, Birdy, Angel Heart).
Önnur Orion mynd er „Dirty Rotten
Scoundrel“, með Steve Martin og Michael
Caine. Þeirri mynd stjórnar Frank Oz (Little
Shop of Horrors, The Muppets Take Man-
hattan).
Aðrar myndir eru: The Land Before Time
(Universal). Þetta er teiknimynd frá Don
Bluth (An American Tail).
* Twins (Columbia) er, þótt ótrúlegt megi
virðast, með þeim Danny DeVito og Arnold
Schwarzenegger. Ivan „Ghostbusters"
Reitman leikstýrir.
* Coccoon: The Return, mun vera beint
framhald af fyrirrennara sínum og með sömu
leikurum. Daniel Petrie stjórnar leik.
* Kainman er með athyglisverðari myndum
sem frumsýndar verða um jólin. Ótrúlega
mikið hefur gengið á við gerð þessarar
myndar og hafa margir leikstjórar reynt að
spreyta sig á myndinni en ekki gengið sem
skyldi. Er þá aðallega kennt um sérvisku
leikaranna sem eru engir aðrir en Dustin
Hoffman og Tom Cruise. Leikstjórinn sem
hamdi þá er Barry Levinson (Diner, Good
Morning Vietnam).
* Talk Radio er nýjasta mynd Oliver Stone.
Hún verður frumsýnd þarna á jólavertíðinni,
en myndin fjallar víst um morð á þekktum
útvarpsmanni í Bandaríkjunum. Með aðal-
hlutverkið fer hinn stórefnilegi Alec Baldwin
(Married to the Mob, She’s Having a Baby).
Matti
59