Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 40

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 40
ERLENT Walesa, leiðtogi Einingar, ásamt verkfallsmönnum. borga. Bflstjórinn, kona um fertugt, vildi að ég settist inn í bflinn á meðan við gerðum upp reikninginn. Við höfðum rætt um að ég borg- aði í erlendum gjaldeyri, sem er mjög eftir- sóttur í Póllandi. Lögreglumennirnir óein- kennisklæddu vildu ekki hleypa mér inn í leigubflinn, svo konan varð að setja upp verð fyrir aksturinn í pólskri mynt. Tíu þúsund slótí. (Rúmlega þrjú hundruð krónur ís- lenskar, miðað við svart gengi, fyrir klukku- stundar akstur). — Nó próblem, sagði hún svo og settist inn um leið og löggan skráði bílnúmerið. Sá sem virtist vera foringi lögreglumann- anna ítrekaði að þeir vildu fá mig að bifreið sinni. Ég kann ekki pólsku og aðeins einn þeirra gat sagt nokkur orð á ensku. Ég fékk samt enga skýringu á þessari uppákomu. Ég var orðinn nokkuð áhyggjufullur og fylgdi þeim tregur, þrátt fyrir sefunarorð leigubíl- stjórans. Pegar að lögreglubifreiðinni kom varð mér ljóst að þeir vildu að ég færi inn í bflinn, gamlan sendibíl, af austur-evrópskri gerð. Hvað ætluðust þeir fyrir? Hafði ég brotið eitthvað af mér, eða var þessi aðgerð utan laga og réttar? Ég reyndi að halda ró minni, og sýna ákveðni. Ég ætlaði ekki upp í bílinn. Þá þreif einn rumurinn í öxlina á mér, svo mér fannst skynsamlegast að gefa eftir. Inn settist ég og fimm þeirra röðuðu sér í kringum mig. Sá sjötti ók bílnum af stað. Ég spurði hvert ferðinni værri heitið. Ekk- ert svar. Mér komu í hug örlög prestsins Jerzy Popieluszko, sem var myrtur af tveim- ur lögreglumönnum haustið 1985. Ég sá fyrir mér líkneskið af honum inni í kirkju heilagr- ar Birgittu, og rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Samferðamenn mínir í bílnum virt- ust til alls líklegir. Ég gat þó ekki skilið að pólskum yfiröldum yrði nokkur hagur að því að gera fréttaritara Útvarpsins mein. Leiðin lá frá miðborg Gdansk. Mér fannst tíminn lengi að líða. Eftir nokkra stund var komið að stórri byggingu, sem hlaut að vera lögreglustöð. Fjöldi lögregluþjóna og lög- reglubfla við bygginguna benti til þess. Þarna fyrir utan var beðið í bflnum dágóða stund, og fámálir leiðsögumenn mínir skoðuðu vegabréf mitt í bak og fyrir. Ég reyndi að tala við þá á ensku og þýsku, en það var tilgangs- lítið. Seint og um síðir bentu þeir mér á að fylgja sér inn á lögreglustöðina. Þegar við vorum komnir inn um útidyrahurð tók við læst rimlahurð. Lögregluvörður opnaði fyrir okkur — og læsti á eftir. Þeir bentu mér á að fylgja sér upp breiðar steintröppur. Hersing- in þrammaði upp á þriðju hæð með feng sinn. Þar var numið staðar fyrir framan skrif- stofu. Við borð þar inni sat einkennisklædd- ur maður. Foringi fylgdarmanna minna sagði eitthvað, en sá einkennisklæddi svar- aði með því að hreyta einhverjum skömmum út úr sér. Þá var þrammað niður stigana. Á neðstu hæðinni fórum við inn um aðra rimla- hurð. Mér var bent á að bíða á löngum gangi með mörgum stólum í röð við þann vegg er sneri á móti skrifstofuhurðum. „í misgripum“ Á ganginum voru fjórir fyrir. Á klæðnaði þriggja mátti greinilega sjá að þar voru mót- orhjólamenn á ferð. Sá fjórði var greinilega einn af föstum viðskiptavinum lögreglunnar, nýdreginn upp úr göturæsinu. Hann falaðist eftir sígarettu hjá mér. — Því miður, vinur. Ég reyki ekki. I ljós kom að hinir þrír voru á ferðalagi um Pólland. Tveir vestur-þýskir strákar og Finni, sem hafði verið „staðinn að verki“ við að taka myndir af vegatálmum lögreglu- manna í Gdansk. Þá voru þeir allir hirtir, og filman tekin úr myndavél Finnans. Eftir stutta stund kom snyrtilega klæddur lög- reglumaður út úr einni skrifstofunni og til- kynnti Vestur-Þjóðverjunum að þeir gætu farið. Finninn sagðist vera skipaarkitekt. Hann þurfti að bíða eftir vegabréfi sínu, og síðan átti hann að fara á aðra skrifstofu skammt þarna frá. Hann mátti búast við að honum yrði vísað úr landi. Ég stóð fyrir framan hann og við ræddum málin, þegar snyrtilega klæddi lögreglumaðurinn kom eina ferðina enn fram á ganginn. — Stefánsson, viltu setj- ast niður, sagði hann kuldalega við mig á ensku. Ég þorði ekki öðru en að hlýða. Mað- urinn hafði greinilega eitthvað á móti því að við ræddum saman. Ég tók þó áhættuna af því að setjast við hlið Finnans og við skipt- umst á orðum í hálfum hljóðum. Eftir drykklanga stund kom sá snyrtilegi með öðrum borgaralega klæddum manni út á ganginn. Þeir gengu til mín, réttu mér vegabréfið, og sögðu að ég mætti fara. — Hvers vegna var ég fluttur hingað? spurði ég. — Það voru mistök, sagði sá snyrtilegi. — Okkur þykir þetta mjög leitt. Við ætluðum að grípa annan. Það er ljóst að þú ert blaða- maður. Vörðurinn var búinn að snúa lyklinum í rimlahurðinni að baki mér og ég var á leið út, þegar fylgisveinar mínir komu á eftir mér og buðu mér far að hótelinu sem ég gisti á. Mig hryllti við tilhugsuninni um að fara aftur upp í bifreið með þessum náungum, svo ég af- þakkaði boðið. Spenna í lofti Það var heldur óþægileg reynsla að vera sviptur frelsinu með þessum hætti. Þegar út var komið ákvað ég að fara beint á hótelið og pakka niður. Ég var búinn að vera þann tíma í Gdansk sem rætt hafði verið um. Ég fann fljótlega leigubíl. Taugarnar voru enn svolít- ið spenntar og það var ekki fyrr en ég var búinn að rífa niður öryggisbeltið, — ekki í fyrsta sinn — að ég mundi eftir því að örygg- isbelti eru almennt ekki notuð í Póllandi. Ef þau eru á annað borð í bifreiðum, þá virka þau ekki. Bflstjórinn kreppti hendur um stýrið og yppti öxlum. Þegar ég renndi huganum yfir atburðarás dagsins, ályktaði ég sem svo að lögreglu- mönnunum hefðu orðið á þau „mistök“ að grípa mig, vegna þess að spenna hafði aukist í borginni. Þúsundir verkfallsmanna höfðu búið um sig á vinnustöðum sínum, og her- menn voru brynvarðir fyrir utan vegatálma, sem ýmist þeir sjálfir eða verkfallsmenn höfðu sett upp. Eining ógnaði stjórnvöldum á vissan hátt, því þótt vinnustöðvun væri 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.