Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 26

Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 26
VIÐSKIPTI 5% samdráttur í kaupi Um áramótin verður um 2% atvinnuleysi og önnur fjölskyldutengsl af þessum sökum. — Pað er hluti af markmiðum samtaka okkar að koma á persónulegu og eðlilegu sambandi milli þeirra aðila sem okkur til- heyra, þó ekki væri nema til þess að fólk hlustaði á hvert annað. í mörgum fjölskyld- um er gjaldþrotið tabú og slíkt getur eyðilagt fjölskyldulífið, því erfiðleikarnir samfara þessu eru það miklir. Við erum að vonast til að opinská umræða um málin verði til þess að breyta þessu, þannig að fólk þori að ræða þessa hluti sín á milli. Endurheimta sjálfsvirðinguna — Markmið samtakanna er að hjálpa fólki til þess að endurheimta sjálfsvirðingu sína og helst að hjálpa því til að endurheimta sitt fjárhagslega sjálfstæði, -ef það er þá mögu- legt. Við munum veita fólki sem stendur frammi fyrir gjaldþroti, eða er orðið gjald- þrota, ráðgjöf um hvernig það geti brugðist við hlutunum. Við munum iniðla reynslu þess fólks sem þegar hefur orðið gjaldþrota og vinna fyrirbyggjandi störf með til dæmis greinaskrifum, fundahöldum og námskeiða- haldi. — G-samtökin eru hugsuð sem landssam- tök, en ennþá er lítið skipulag komið á starf- semina. Nú þegar eru félagsmenn orðnir á annað hundrað, og flest er þetta fjölskyldu- fólk, þannig að stærðargráðan er eins og lítið þorp úti á landi. Og þetta er bara byrjunin, því enn eiga margir eftir að bætast við. Ég veit að það er fjöldi manns sem hefur ekki þorað að ganga í samtökin. Gjaldþrot er mjög viðkvæmt mál og það eru bara þeir allra kjarkmestu sem eru gengnir í samtökin. Ég vil hinsvegar nota tækifærið hér og hvetja alla sem málið snertir til að hafa samband við okkur. í samtökunum ríkir trúnaður og nafnleynd þannig að enginn þarf að óttast uppljóstranir. — Pað er alveg ótrúlega erfitt fyrir þetta fólk að koma fram og segja frá reynslu sinni. Ég get sagt þér frá einni konu sem hringdi í mig og ætlaði aldrei að þora að segja mér frá því hvar hún ætti heima. Ég var lengi að sannfæra hana urn að ég væri ekki lögfræð- ingur. — Eitt heilræði vil ég gefa þeim sem eru komnir í alvarleg greiðsluvandræði og stefna í gjaldþrot. Það er að reyna af fremsta megni að semja beint við kröfuhafa sína, og það sem fyrst. Ég trú því enn að menn séu það manneskjulegir, jafnvel þó svo að um pen- inga sé að ræða, að þeir hliðri örlítið til fyrir náunganum. Slíkt margborgar sig að öllu leyti. Ég er sannfærður um það, að í mínu tilfelli hefði tekist að leysa málin á farsælan hátt með samningum, ef ég hefði haft vit á því, sagði Grétar Kristjánsson að lokum. Kristján Ari. Þórarinn V. Þórarinsson VSÍí viðtali: — Á fyrstu mánuðum þessa árs dróst yfir- vinna launafólks verulega saman, svo mikið að gera má ráð fyrir 5% samdrætti í raun- tekjum fólksins, bara af þeirri ástæðu miðað við sama tíma á árinu 1987, segir Þórarinn Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ. Þórarinn telur samdráttinn halda áfram og að í vetur finni íslendingar fyrir atvinnuleysi, — 2% í janúarmánuði. Að mati Þórarins eru raunverulegir valkostir stjórnvalda tak- markaðir: — Laun og launakostnaður á íslandi hefur skrúfast upp úr öllu valdi á síðustu þremur árum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna var á síðasta ári um 40% hærri en hann var 1986 en þjóðartekjurnar jukust á sama tíma um u.þ.b. 20%. Slíkt hlýtur að segja til sín. Ann- aðhvort fara fyrirtæki á hausinn eða menn bregðast við aðstæðunum með því að fella gengið til samræmis við greiðslugetu útflutn- ingsatvinnuveganna. — í þessu íslenska efnahagsóyndi standa stjórnvöld annarsvegar frammi fyrir þeim valkosti að hafa hátt gengi, háan kaupmátt og þá lægra atvinnustig, og hinsvegar þeim að stilla kaupmáttarstigið þannig að fullri atvinnu verði haldið uppi. Við hjá VSÍ sögð- um í upphafi þessa árs að menn stæðu nú í kjörbúðinni miðri og veldu um verðbólgu- og atvinnustig. Menn gætu annarsvegar farið sér hægt í launamálunum og byggt á stöðug- leika eða hinsvegar búið við óðaverðbólgu og atvinnuleysi. Niðurstaðan varð sú, eins og svo oft áður, að valin var leið mikilla kaup- hækkana og verðbólgu. Nú hefur það gerst, bæði fyrir tilverknað stjórnvalda og vegna viðbragða fyrirtækja, að kaupmáttur tekna hefur minnkað og bilið milli vaxtar þjóðar- tekna og kaupmáttar ráðstöfunartekna ein- staklinga dregist saman, en þó ekki meira en svo, í þeirri stöðu sem ríkir í dag, að kaup- máttur tekna einstaklinga hefur aukist langt umfram vöxt þjóðartekna. — Gjaldþrot fyrirtækja er hluti af því sem er að gerast í íslensku efnahagslífi þessa dag- ana. Við hjá V.S.Í ætlum okkur ekki þá dul að reyna að finna eina sameiginlega orsök fyrir rekstrarvanda, rekstrarstöðvunum og gjaldþrotum fyrirtækja í íslenskum atvinnu- greinum. Það er samspil hækkandi fram- leiðslukostnaðar, lægra söluverðs og lítilla breytinga á gengi sem nú grefur undan fisk- iðnaðinum. Ef við hinsvegar tökum smá- söluverslunina á Reykjavíkursvæðinu sem dæmi, þá hefur það verið ljóst lengi, að sam- dráttur er óumflýjanlegur og að einhver fyrirtæki munu leggja upp laupana. Sam- keppnin í smásöluversluninni hefur verið ákaflega hörð. Gjaldþrot og samdrátt í smá- söluversluninni má því frekar rekja til mikill- ar samkeppni í þessum atvinnurekstri heldur en til almennra áhrifa í efnahagslífinu. En vissulega hafa þau flýtt þessari þróun, s.s. vaxtastigið. — Þau gjaldþrot sem upp hafa komið að undanförnu hafa aðallega verið í verslun og þjónustu. í annan stað höfum við staðið frammi fyrir rekstrarstöðvun fyrirtækja í ákveðnum útflutningsgreinum, sem stund- um hefur leitt til gjaldþrots. T.d. hefur ullar- iðnaðurinn átt við feiknarlega erfiðleika að stríða að undanförnu, því þar hefur það raunverulega gerst, að markaðurinn hefur hrunið undan vörunum. Rekstrarvanda ull- ariðnaðarins má að hluta til rekja til utan- aðkomandi áhrifa, s.s breyttrar tísku, en auðvitað tengist almenn efnahagsstjórn landsins þessu dæmi öllu. Þú segir að mikil samkeppni sé hluti af skýringunni á auknuni gjaldþrotum, sérstak- lega hvað varðar smásöluverslunina í Reykjavík. Er samkeppnin ekki byrjuð að leiða okkur í ógöngur? — Því er ekki að neita, að menn í atvinnu- rekstrinum hafa hreyft við því undanfarið að það hafi hafið innreið sína eitthvað sem kall- ast nýtt viðskiptasiðferði. í opinberri um- ræðu er yfirleitt talað mest um það hvað tapið sé mikið og hve skuldin sé há hjá þeim sem verður gjaldþrota. Sjaldnast er hinsveg- ar talað um tjónið hjá þeim sem áttu kröfur hjá þessum fyrirtækjum. Við teljum það mjög uggvænlegt ef fljótlega fer ekki að verða eitthvert lát á þessari gjaldþrotaöldu. íslensk iðnframleiðslufyrirtæki, sem fram- leiða fyrir heimamarkað, eru t.d. ekki það sterk að þau þoli mikil áföll af þessu tagi, þ.e.a.s í töpuðum kröfum. Og það sama gild- ir um heildverslunina. Það, að gjaldþrot og greiðslustöðvun þyk- ir orðið eðlilegri kostur heldur en verið hef- ur, kann að hafa þau áhrif að samdrátturinn magnist upp, því það er alveg augljóst mál, að fyrirtæki sem hefur tapað miklum pening- um í gjaldþrotum viðskiptavina sinna, fer miklu varlegar í það að stunda lánastarfsemi. Þú minnist ekkert á offjárfestingar sem orsakaþátt varðandi aukna tíðni gjaldþrota. Er ekki um neitt slíkt að ræða? 26

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.