Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 56
MENNING móður sinni meðan hún lifði og lengst af við lítinn kost. Yngsta systirin, Anne Cathrine, fór til Danmerkur og giftist þar, en hinar tvær bjuggu áfram hér í bæ ógiftar, fyrst við Tjarnargötuna, andspænis þar sem nú er Happdrætti Háskólans, en eignuðust síðar húskríli við Grjótagötuna norðanverða, númer 6, sem kallað var „Thomsens-systra- húsið“. Þótt ekki væri stofan þeirra víð til veggja né þar inni mikið mublument, brugðu þær á það ráð fátækra dándikvenna að stofna til skólahalds. Þær kenndu nemendum sínum þó ekki aðeins að stauta og kalkúlera tölur, því slíkt eitt hefði verið langt fyrir neðan virðingu þeirra, heldur kenndu þær ensku og frönsku, gítarleik og fagrar hannyrðir. En umfram allt reyndu þær að rækta með nem- endum sínum fyrirmannlega siðprýði, þótt hún vildi nú strjúkast af í ærslunum utan dyra. Sjálfar gengu þær aldrei út í bæinn nema báðar saman, með blómsturhatta og parasól, ávarpandi hvor aðra af mikilli viður- kvæmni og aldrei nema upp á dönsku; spáss- érandi hefðardömur á Strikinu í Kaup- mannahöfn, þótt gatan væri aðeins óræstið á Langafortói eða eðjan í Hafnarstræti. Þær tóku heldur ekki undir kveðju hvers sem var. Árni Thorsteinsson, síðar tónskáld, sat við fótskör þeirra systra meðan þær bjuggu í Tjarnargötu, en eftir að þær fluttust í Grjóta- götuna héldu þær skóla fyrir telpur „af god Familie“, því hvað átti upprennandi pöpull- inn að vilja með góbelínsaum, frönsku og gítarleik? Svo vill til, að ein námsmærin hef- ur haldið til haga minningarbroti um þennan skóla. „Svo hagaði til hjá þeim systrum,“ segir Eufemia Waage í bók sinni Lifað og leikið, ... „að skólinn var haldinn í setustofu þeirra. Langur bekkur var eftir endilangri stofunni. Innst í horninu var hægindastóll, en undir glugganum hár fótskemill. Sú stúlknanna, sem kom fyrst í skólann, var vön að biðja um að fá að sitja í stólnum og sú næsta fékk að sitja á skemlinum. Voru þetta Ný bók eftir Björn Th. Björnsson um Gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu. Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu, Hólavallagarður, var tekinn í notkun árið 1838 og á því 150 ára afmæli um þessar mundir. í þessari glæsilegu bók, sem erað koma út, rekur Björn Th. Björnsson sögu Björn Th. Björnsson rithöfundur. heiðurssæti um leið og það voru þægindi. Annars sætti ég mig alveg við að sitja á hörð- um og baklausum bekknum." „Ef einhverri telpnanna varð eitthvað á, var hún kölluð fram í forstofuna og fékk þar áminningu, en aldrei var hún látin úti í áheyrn hinna telpn- anna. Einu sinni man ég, að ég varð fyrir þessu. Svo var mál með vexti, að ég var að leika mér uppi á Bakarastíg eða Bankastræti og vorum við annað hvort að „hverfa fyrir horn“ eða í feluleik, þegar kennararnir komu siglandi eftir götunni, því að þær gengu með slíkum virðuleik, að hvorki hreyfðist fjöður né strá utan á þeim. Eg þótt- ist nú ekki mega vera að því að hætta minni iðju fyrir því, svo ég hljóp áfram leiðar minn- ar, án þess að heilsa þeim systrum. En dag- inn eftir var ég kölluð fyrir og mér sagt, að það teldist ekki til háttvísi eða góðra siða að heilsa ekki kennurunum. Hefi ég víst áreið- anlega varað mig á því eftir það.“ Christiane Elisabeth — fröken Kristjana, sem var árinu eldri en Marie Sophie eða fröken María, hafði ævinlega orð fyrir þeim systrum þá sjaldan þær lutu svo lágt að svara garðsins allt frá því Lorentz Angel von Krieger stiftamtmaður hóf baráttu sína fyrir því að Reykvíkingar yrðu f ramvegis jarðað- ir í helgum reit í Hólavallatúni. Hér er sagt líflega frá ýmsu af því mæta fólki sem þar hvílir, Guðrúnu Oddsdóttur er varð „vöku- rnaður" hins nýja garðs, Steingrími Jóns- syni biskup, skáldinu Sigurði Breiðfjörð, Sveinbirni Egilssyni rektor og skáldi, Sig- urði Guðmundssyni málara, tómthús- manninum Jóni „ríka“ í Stöðlakoti, Jóni Sig- urðssyni forseta, Steinunni Sveinsdóttur sakakonu frá Sjöundá og Þorleifi Repp málfræðingi svo nokkrir séu nefndir. Þá fjallar höfundur ítarlega um hin fjöl- skrúðugu minningarmörk í Hólavallakirkju- fólki, enda leit María upp til systur sinnar í skilyrðislausri lotningu. Þær lágu því vel við gárungunum, sem kunnu ekki að meta fág- aða samræðu, og léku meðal annars eftirfar- andi samtal milli þeirra: Kristjana segir: „Der döde en Kat.“ María: „Ja, der döde en Kat.“ Kristjana: „Forleden Nat.“ María: „Ja, forleden Nat.“ Kristjana: „I Sturlubúð." María: „Ja, í Sturlubúð." Kristjana: „Den döde af eitur.“ María: „Ja, af Anilin-eitur.“ Svo samrýmdar sem þær systur voru í líf- inu, svo dyggilega fylgdust þær og að í dauð- anum. í febrúarmánuði 1904 lagðist Kristj- ana veik, „og mátti enginn stunda hana nema systir hennar", segir Eufemia. En dag nokkurn er að var komið, lá María á gólfinu í öngviti og tók nú í fyrsta sinn á ævinni þá forystu fyrir þeim að deyja á undan, þann 26. febrúar. En ekki liðu nema örfáir dagar þar til Kristjana náði henni, á líkfjölunum, því hún dó þann 3. mars. Útför þeirra fór fram frá dómkirkjunni þann 10. mars, og var þeim báðum sökkt í sömu gröfina, þar sem for- eldrar þeirra hvíldu fyrir. Sjaldan mun lík- fylgd hafa verið yngri að árum sem gekk á eftir þessum tveim ómáluðu kistum suður Líkhússtíg. Eufemia segir að systursonur þeirra hafi komið frá Danmörku og sett legstein á leiði þeirra og foreldra þeirra, „en ekki veit ég hvort hann gerði það af eigin fjármunum eða þeirra". í dómkirkjubókum eru þær kallaðar „kennslukonur, ógiftar, í Grjótagötu 6“, og sagðar 70 og 71 árs er þær dóu, og er það aðeins árinu yngra en rétt er. Hér, í reit S 401, hvíla þær saman hjá fyrir- mönnum þjóðarinnar, þessar fyrirmannlegu systur, sem töluðu ensku og frönsku og gengu með blómskreytta fjaðrahatta um bæinn, en elduðu sinn fátæklega mat á opn- um hlóðum, nærri einar Reykvíkinga. garði og höfunda þeirra sem þekktir eru. Rakin er þróun steinsmíða og legsteina- gerðar hér á landi og kemur í Ijós að garð- urinn hefur að geyma einstakar heimildir um gamalt handverk. Jafnframt gefa legst- einarnir oft vísbendingu um tíðarandann og ýmis sérkenni þeirra sem undir þeim hvíla. Frá þessu segir Björn af alkunnu stíl- fjöri sínu og andríki og byggir á ófáum skoðunarferðum um garðinn undanfarin ár. Pétur Maack hefur prýtt bókina fjölda Ijós- mynda af leiðum og minningarmörkum í garðinum, en þar er einnig talsvert af eldri Ijósmyndum. Þá er í bókinni myndarlegt yfirlitskort af garðinum sem koma mun vegfarendum þar að góðum notum. Þjóðlíf slæst í för með Birni Th. í með- fylgjandi bókarkafla, Af lágu leiði... Minningarmörk í Hólavallakirkjugarði 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.