Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 13

Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 13
INNLENT Danfríður Skarphéðinsdóttir: Líklegt að Kvennalistinn eigi samleið með ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar í mörgum málum, enda kennir hún sig við félagshyggju og jafnrétti. Ætli ríkis- stjórnin að standa undir nafni, hlýtur hún að styðja flest mál Kvennalistans. taka sæti á framboðslistanum 1987. Þetta skeði allt með svo skjótum hætti. Ég hafði aldrei leitt hugann að því að þurfa að standa í sporum frambjóðandans við Alþingiskosn- ingar og því síður hafði mér dottið í hug að verða alþingismaður. Ákvörðunina tók ég hinsvegar að vandlega íhuguðu máli og fyrir áeggjan félaga minna í Kvennalistanum. Sem þingmaður starfa ég mjög náið með Kvennalistakonunum í kjördæminu og sæki mikið af fundum þangað. Ég er ekki bara fulltrúi þeirra, heldur er ég ein af þeim og sæki minn styrk til þeirra. — Pegar eftir kosningarnar datt ég inn í þjóðfélagslega og pólitíska hringiðu sem erf- itt var að fóta sig í. Ég stóð í þeim sporum að þurfa að losa mig úr fyrra starfi, setja mig inn í þingmannsstarfið og taka þátt í stjórnar- myndunarviðræðum. Þarna kynntist ég því fyrst í raun viðhorfum hinna flokkanna og forystumanna þeirra. Að sjálfsögðu vissi ég í grófum dráttum hver viðhorfin voru, en það kom mér sérstaklega á óvart hve fastheldnir og ósveigjanlegir forystumennirnir voru. Þeirra leiðir voru alltaf „réttar". — Til að byrja með sýndu viðmælendur okkar ákveðin skilning á grasrótarstarfinu í Kvennalistanum og því beina lýðræði sem þar ríkir. En um leið og byrjað var að ræða málin af alvöru breyttist viðmótið. Þá var okkur eiginlega aldrei gefinn kostur á að útskýra okkar sjónarmið, allavega virtust menn tilbúnir að misskilja þau á versta veg. Meginkrafa okkar var að lögbinding lág- markslauna til að tryggja hag þeirra verst settu. Meira að segja aðilar vinnumarkaðar- ins lögðust í sameiningu gegn þessari kröfu okkar. Menn reyndu jafnvel að búa til þá ímynd af okkur að við værum ekki tilbúnar að axla neina ábyrgð, rétt eins og við værum bara að leika okkur. — Þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar fór frá, töldum við Kvennalistakonur eðli- legt að boðað yrði sem fyrst til kosninga. Við töldum þó að gera þyrfti nauðsynlegar efna- hagsráðstafanir og fyrst, þannig að atvinnu- lífið myndi ekki stöðvast með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Við töldum réttast að mynduð yrði samstjórn allra flokka sem gerði einungis nauðsynlegar efnahagsráð- stafanir og kæmi saman fjárlögum. Síðan yrði boðað til kosninga. Við töldum, og telj- um enn, að allar aðstæður í þjóðfélaginu hafi breyst það mikið að undanförnu, að fólkið í landinu eigi heimtingu á segja hug sinn. Annað er vart lýðræðislegt. — Hugmyndir okkar fengu hinsvegar engan hljómgrunn hjá hinum flokkunum og því endurskoðuðum við hug okkar. Það urðu miklar umræður innan Kvennalistans um hugsanlega ríkistjórnarþáttöku með Al- þýðuflokki, Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi. Alþýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn höfðu þegar komist að sam- komulagi um sáttmála slíkrar stjórnar í aðalatriðum og í raun vorum við einungis spurðar hvort við værum tilbúnar að koma inn í stjórnina á þeim grundvelli. Okkur var ekki gefinn kostur á að hafa nein áhrif né að koma okkar hugðarefnum að. — Það var, og er enn, ófrávíkjanlegt skil- yrði af okkar hálfu fyrir stjórnarþátttöku, að samningsrétturinn verði þegar gefinn frjáls og að launafrystingin verði afnumin. Ef flokkarnir hefðu gengið að þessari kröfu okkar hefðum við líklega verið til í að sitja í ríkisstjórninni, allavega fram á vorið. En það var enginn áhugi meðal hinna flokkanna fyrir þessu og því sáum við okkur ekki fært að fara í stjórnina, né heita henni stuðningi. Við munum hinsvegar, eins og ætíð, styðja góð málefni, hversvosem flyturþau. Á þann hátt er líklegt að Kvennalistinn eigi samleið með ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar í mörgum málum, enda kennir hún sig við félagshyggju og jafnrétti. Og ætli hún að standa undir nafni þá hlýtur hún að styðja flestöll mál Kvennalistans. Við munum hins- vegar standa fast á kröfunni um frjálsan samningsrétt og afnám launafrystingarinnar. Þessi afstaða okkar mun m.a. koma fram þegar greidd verða atkvæði um bráðabirgða- lögin. Samningsrétturinn er það heilagur að um hann verður ekki samið. Ríkisstjórnin getur enganveginn vænst stuðnings frá okkar hálfu varðandi þessi mál, og í því sambandi er rétt að taka fram að innan okkar raða leynast engir,. hulduvættir“, sagði Danfríður Skarphéðinsdóttir að lokum. Kristján Ari. Mikið úrval af haustlaukum. Opið frá 10-19 alla daga. Nœg bílastœði. GARÐSHORN við Fossvogskirkjugarð SUÐURHLÍÐ 35 - 105 REYKJAVÍK SÍMI 40500

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.